29.05.2014 09:01

TREC mótið

 
TREC mót fullorðinna var haldið 28. maí.
Mótið var í boði Arctic horses.
 
Úrslit urðu eftirfarandi.
 
Karlaflokkur:
1. Magnús Ásgeirsson
2. Hörður Sigurðsson
3. Ævar Ásgeirsson.
 
Kvennaflokkur:
1. Valgerður Valmundsd.
2. Jóhanna Harðardóttir
3. Guðveig S. Ólafsdóttir
4. Guðlaug B. Klemenzd.
5. Sunneva Ævarsdóttir.
 
Flottasta parið í hverfalit:
Guðveig S. Ólafsdóttir og
Valíant frá Helgadal.

27.05.2014 22:12

TREC mót fullorðinna

 
TREC mót Brimfaxa og Arctic horses verður haldið annað kvöld eða 28. maí kl. 20:00 í kennslugerðinu.
Keppt verður í karla og kvennaflokki.

Eingöngu skuldlausir félagsmenn eiga þáttökurétt.
Skráning á staðnum og 1000 kr. skráningargjald.

5. efstu sætin verðlaunuð.
Brimfaxi ætlar að þjófstarta sjómannahelginni með að veita verðlaun fyrir flottasta parið (knapi og hestur) sem mætir í hverfalitnum sínum. 
 

27.05.2014 13:44

Reiðnámskeið hjá Arctichestum

Reiðnámskeið verða haldin hjá Arctichestum í sumar. Námskeiðin standa í 5 daga í 2,5 klst í senn og verða námskeið bæði fyrir og eftir hádegi. Boðið verður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Á námskeiðnu fá börnin tækifæri til að umgangast og fræðast um hestinn og farið verður í skemmtilega reiðtúra. Námskeiðin eru í samstarfi við Hestamanna-félagið Brimfaxa og gerast börn sem sækja námskeiðin sjálfkrafa meðlimir í félaginu.

Einnig verðum við með vinsælu pollanámskeiðin sem að eru fyrir elstu leikskólakrakkana í fylgd með fullorðnum. Þessi námskeið eru fyrirhuguð seinni part dags.

Öll börn fá viðurkenningu og pylsuveislu í lok námskeiðs. Fyrstu námskeiðin hefjast þriðjudaginn 10. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Harðardóttir í síma 848 0143.

http://www.arctichorses.is/

26.05.2014 22:35

Gæðingakeppni og úrtaka / Skráning


Skráningu á gæðingakeppni og úrtöku Mána og Brimfaxa lýkur þriðjudaginn 27. maí kl. 18:00
Sjá nánar um mótið og skráningar hér:

26.05.2014 12:46

Aðsent: Bláalónsþrautin

Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun hjóla frá Hafnarfirði að Bláa Lóninu 7. júní nk. en þá mun verða Bláalónsþrautin á fjallahjóli.
Þeir leggja af stað frá Hafnarfirði kl. 16:00. Vinsamlegast athugið að það verður reiðhjólaumferð seinnipart dags á þessum degi á ákveðnum leiðum en nánari upplýsingar um leiðarlýsingu má lesa og sjá á þessu korti hér: http://www.bluelagoonchallenge.com/leidin.html

26.05.2014 12:40

Aðsent: FEIF Youth Cup auglýsir eftir hestum til leigu/láns

Ágæti hesteigandi,
 
Nú í sumar mun Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska hestsins, halda hér á landi æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14  - 17 ára. Mótið er haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11. - 20. júlí næstkomandi. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildarlöndum FEIF og er haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum. 
 
Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni.
 
Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur.
 
Með þessu bréfi viljum við athuga hvort þú búir svo vel að geta lánað/leigt okkur hest til að hafa á mótinu fyrir erlendu gestina okkar. Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 Evrur í leigu fyrir hestinn.
 
Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir. Keppt er í hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en að sjálfsögðu hjálpar það. 
 
Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu á hestinum og ISnúmer hans fyrir 30. maí nk. Við munum svo hafa samband með frekari upplýsingum.
Einnig er hægt að hafa samband við nefndarmenn æskulýðsnefndar LH en nöfn þeirra eru á heimasíðu LH www.lhhestar.is undir Æskan. 
 
Með von um jákvæð viðbrögð.
 
Virðingarfyllst,
f.h æskulýðsnefndar LH
Helga B. Helgadóttir
formaður 
 

25.05.2014 22:53

TREC mót fullorðinna

TREC mót fullorðinna verður haldið miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 20:00 í kennslugerðinu.
Keppt verður í karla og kvennaflokki.

Eingöngu skuldlausir félagsmenn eiga þáttökurétt.
Skráning á staðnum og 1000 kr. skráningargjald.

5. efstu sætin verðlaunuð.
Brimfaxi ætlar að þjófstarta sjómannahelginni með að veita verðlaun fyrir flottasta parið (knapi og hestur) sem mætir í hverfalitnum sínum. 

Arctic horses er styrktaraðili mótsins.

25.05.2014 18:24

Úrslit frá töltmótinu

 
Töltmót Brimfaxa var haldið 25. maí 2014
 
Úrslit urðu eftirfarandi:
 
Karlaflokkur:
1. Ragnar Eðvarðsson
2. Ævar Ásgeirsson
3. Hilmar Knútsson
4. Jón Ásgeir Helgason
5. Helgi Einarsson
 
Kvennaflokkur:
1. Guðveig S. Ólafsdóttir
2. Valgerður Valmundsd.
3. Sunneva Ævarsdóttir
4. Bjarghildur Jónsdóttir
5. Guðlaug B. Klemenzd.
 
Barnaflokkur:
1. Askja Ísabel Þórsdóttir
2. Jakob Máni Jónsson
 
Ríðandi pollar:
Emilía Snærós Siggeirsd.
Lilja Rós Jónsdóttir
Magnús Máni Magnússon
 
Teymdir pollar:
Íris Mjöll Nóadóttir
Sindri Snær Magnússon
Snorri Stefánsson

24.05.2014 22:15

Myndir frá TREC mótinu

Myndir frá TREC mótinu eru komnar í myndaalbúmið. Við þökkum Nikólínu Jónsdóttir kærlega fyrir að taka myndirnar fyrir Brimfaxa.

24.05.2014 16:50

Töltmótið á morgun


 
Töltmót Brimfaxa verður á morgun sunnud. 25. maí kl. 14:00.
 
Mótið byrjar kl. 14:00 á pollaflokk og þar strax á eftir barnaflokk og unglingaflokk. 
Síðan verður 30. mín hlé og byrjað á kvennaflokk og síðan karlaflokk. 
 
5 efstu sætin verðlaunuð í öllum flokkum nema í pollaflokk þá fá allir þáttökuverðlaun.
 
Eingöngu skuldlausir félagmenn hafa þáttökurétt.
Skráning á staðnum og engin skráningargjöld.
 
Einhamar er styrktaraðili mótsins.
 
Kvennadeild Brimfaxa verður með veitingar til sölu og ATH. að það er engin posi á staðnum.

23.05.2014 08:54

Kvennareið Mána

 
Kvennareið Mána verður miðvikud. 28. maí kl. 19:00
Brimfaxakonur! Þið eruð velkomnar að fara með og á heimasíðu Mána má sjá auglýsinguna. Sjá hér: http://mani.is/?p=376
Kveðja, Kvennanefnd.

22.05.2014 22:08

Gæðingakeppni og úrtaka

Gæðingakeppni og úrtaka Mána og Brimfaxa fer fram þann 29 maí nk á Mánagrund.

Í boði eru eftirtaldir flokkar:

Pollar teymdir skráning á hmfmani@gmail.com skráningargjald kr 1.000

Pollar ríðandi skráning á hmfmani@gmail.com skráningargjald kr 1.000

Tamningaflokkur (5 vetra og yngri) skráning á hmfmani@gmail.com skráningargjald kr 3.500

A-flokkur áhugamanna ( tölt, brokk, skeið - riðið eftir þul, 3 inná í einu ) skráning á hmfmani@gmail.com skráningargjald kr 3.500

B-flokkur áhugamanna (tölt, brokk, yfirferð - riðið eftir þul, 3 inná í einu) skráning á hmfmani@gmail.com skráningargjald kr 3.500

Við skráningu þarf að koma fram nafn knapa og hests og í hvaða flokki á að keppa .
Í þessar greinar hér fyrir ofan þarf að greiða með millifærslu: bnr. 0121-26-3873 Kt. 690672-0229 og setja sem skýringu hestaþing 2014 og senda kvittun á hmfmani@gmail.com

Lágmarks þátttaka í áhugamannaflokkana og eru 5 knapar.

Reglur vegna úrtöku:
Á þessu móti fer fram úrtaka Mána  fyrir Landsmót 2014  því verða allir keppnishestar að vera í eigu Mánafélaga. Eigandinn verður að vera skuldlaus við félagið. Að auki verða knapar í yngri flokkum að vera skráðir í Mána og hafa greitt félagsgjöld þar sem það á við. Knapar í fullorðnisflokkum verða vera skráðir í hestamannafélag.  (Frestur til að ganga frá skuldum er til hádegis þann 28 maí 2014)

Barnaflokkur skráningargjald kr 4.500

Unglingaflokkur skráningargjald kr 4.500

Ungmennaflokkur skráningargjald kr 4.500

A-flokkur skráningargjald kr 4.500

B-flokkur skráningargjald kr 4.500

Skráning á mótið er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Keppendur athugið: Boðið verðir upp á tvær umferðir fyrir þá sem vilja og er gjaldið fyrir seinni umferð kr 4.500

Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru:
 Kennitala knapa og nafn
 IS númer hests, nafn og uppruni
 Flokkur sem keppandi vill keppa í
 Kreditkortanúmer og gildistími
 Símanúmer knapa eða forráðamanns

Skráningu lýkur þriðjudaginn 27 maí kl 18.00

Passa þarf að velja mót í efstu línu, velja svo Mána sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti.
Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Hestaþing Mána og Brimfaxa (neðri valmöguleiki). Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu.

Keppandi velur sér keppnisgrein. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: hmfmani@gmail.com

Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.

Grillveisla verður í Mánahöllinni eftir að dagskrá mótsins. Verð í grill fyrir fullorðna er 1500kr og 500kr fyrir börn undir 13 ára. Allir velkomnir og höfum gaman saman.
Skráning í grill er á hmfmani@gmail.com
eða senda sms í síma 869-3530.
Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á hmfmani@gmail.com   Með von um að sjá sem flesta.

Mótanefndir Mána og Brimfaxa

22.05.2014 14:20

Hreinsun

Hreinsunarátakið er í kvöld 22. maí kl. 20:00 í hesthúsahverfinu, allir velkomnir.
 emoticon

21.05.2014 20:22

Töltmótið verður 25. maí

Töltmót Brimfaxa verður sunnudaginn 25. maí kl. 14:00.
 
Breyting hefur verið gerð og keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Pollaflokk, barnaflokki, unglingaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.
5 efstu sætin verðlaunuð í öllum flokkum nema í pollaflokk þá fá allir þáttökuverðlaun.
 
Eingöngu skuldlausir félagmenn hafa þáttökurétt.
Skráning á staðnum og engin skráningargjöld.
 
Einhamar er styrktaraðili mótsins.
 
Kvennadeild Brimfaxa verður með veitingar til sölu á vægu verði, nánar auglýst síðar.
 
Kveðja, mótanefnd

21.05.2014 17:21

Hreinsun 22. maí

Sælt veri fólkið.
Það er ætlunin að vera með hreinsunarátak annað kvöld (22. maí) klukkan 20.00 og geta þá hesthúsaeigendur notað tækifærið og losað sig við plast og annað rusl í gáminn, allt nema járn. Það tekur ekki nema 1-2 tíma að fara yfir svæðið ef að við hjálpumst að við átakið. Gaman væri að sjá sem flesta, ekki láta okkur þessa sömu einstaklinga alltaf sjá um streðið, stöndum saman og höfum gaman.
Kv. formaðurinn

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 182
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 914453
Samtals gestir: 111599
Tölur uppfærðar: 25.6.2019 23:31:42