21.05.2014 20:22
Töltmótið verður 25. maí
21.05.2014 17:21
Hreinsun 22. maí
Sælt veri fólkið.
Það er ætlunin að vera með hreinsunarátak annað kvöld (22. maí) klukkan 20.00 og geta þá hesthúsaeigendur notað tækifærið og losað sig við plast og annað rusl í gáminn, allt nema járn. Það tekur ekki nema 1-2 tíma að fara yfir svæðið ef að við hjálpumst að við átakið. Gaman væri að sjá sem flesta, ekki láta okkur þessa sömu einstaklinga alltaf sjá um streðið, stöndum saman og höfum gaman.
Kv. formaðurinn
21.05.2014 11:28
Páskabingóið
Páskabingó æskulýðsdeildarinnar var 15. apríl sl.
19.05.2014 09:24
WR mót Spretts
16.05.2014 16:09
Hestaferð Brimfaxa 22-25 júlí
Dagur 1 Gata-Foss ca 25 km 22júlí
Dagur 2 Foss-Hungurfit ca 25 km 23 júlí
Dagur 3 Hungurfit-Einhyrningur 25 km 24 júlí
Dagur 4 Einhyrningur-Gata 40 km 25 júlí
Gisting í skálunum kostar ca. 3000-4000 kr. nóttin á manninn.
Hestar 300-500 kr. nóttin fyrir hvern hest.
Upplýsingar og skráning
Jón Ásgeir
gk17jon@gmail.com eða í síma 899-6757
12.05.2014 21:42
TREC mótið
12.05.2014 13:04
Áburður á beitarhólfin
Mætum með fötur og hespum þessu af, munið að margar hendur vinna létt verk.
Kv.
Formaðurinn
09.05.2014 23:08
Kilja frá Grindavík í A-úrslit
08.05.2014 16:56
TREC mót fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Kveðja, móta-og æskulýðsnefnd.
07.05.2014 22:26
Töltmóti frestað
![]() |
Töltmót Brimfaxa hefur verið frestað og mótið verður haldið föstudaginn 23. maí. Nánar auglýst síðar. |
03.05.2014 16:33
Töltmótið 2014
02.05.2014 08:08
Hestaþing Mána breyting á dagsetningu
Kveðja frá Mótanefnd Mána.
01.05.2014 22:47
Aðsent frá LH
Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.
Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:
- Árangur úr T1 í fullorðinsflokkum gildir - ath: frá og með Landsþingi LH 2012, gildir árangur úr T3 ekki
- Knapar 18 ára og eldri eru gjaldgengir til þátttöku, ef þeir ná árangri í flokki/keppni fullorðinna
- 30 efstu töltarar landsins eiga þátttökurétt í Landsmótstöltinu
- Í 100m skeiði - 20 bestu tímarnir
- Í 150m skeiði - 14 bestu tímarnir
- Í 250m skeiði - 14 bestu tímarnir