09.07.2014 14:29

Ábreiður og stallmúlar


Æskulýðsdeild Brimfaxa ætlar að bjóða flísábreiður og stallmúla merkta félaginu til sölu.
Flísábreiðan kostar 12.000 kr. og stallmúllinn 6.500 kr. með merkingu. Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á brimfaxi@gmail.com eða hringja í síma 661-2046 eða 848-0143 fyrir sunnud. 13. júlí.
Greiðsla fer fram við pöntun og hægt er að leggja inn á Brimfaxareikninginn sem er:

KT: 530410 2260
0146 - 15 - 250134

08.07.2014 22:30

Brimfaxaferðin

Heil og sæl.
Þeir sem ætla í hestaferðina sem farin verður frá Götu, 22 júlí eru boðaðir á fund í hesthúsinu hjá Mundu miðvikudagskvöld 9. júlí kl. 20.00
Kv.
Jón Ásgeir

01.07.2014 17:03

Aldís og Gleði á Landsmótinu

Jóhanna Ólafsdóttir tók þessa mynd af Aldísi og Gleði á Landsmótinu, ef myndin er skoðuð vel, þá ættu flestir hestamenn í Grindavík að þekkja manninn sem er fyrir aftan þær.

30.06.2014 10:58

Landsmótið

Aldís Gestsdóttir sem keppir fyrir hönd Brimfaxa í unglingaflokki mun hefja keppni í forkeppni 1. júlí sem hefst kl. 14:00
 
Keppnishross eru líka á landsmóti sem eru í eigu Brimfaxafélaga þótt þau keppa ekki fyrir Brimfaxa en bæði aðstæður og tilviljanir réðu því fyrir hvaða félag þau keppa fyrir.
Mirra frá Stafholti sem er í eigu Palla jóa og Mundu keppir í fjórgangi og mun forkeppnin byrja kl. 11:00 í dag.
Kilja frá Grindavík sem er í eigu Hermanns keppir í tölti og forkeppnin í tölti byrjar kl. 17:30 fimmtud. 3. júlí.
 
Brimfaxi óskar öllum góðs gengis.
 
Allar fréttir og myndir frá landsmóti eru vel þegnar til að setja á heimasíðuna okkar og má senda á brimfaxi@gmail.com
 

24.06.2014 22:59

Æfingatímar á Hellu


Á landsmot.is vefinn eru nú komnar upplýsingar um æfingatíma félaganna frá fimmtudegi til sunnudags:
Þar er einnig skjal sem sækja má og prenta út.

19.06.2014 13:15

Vigdísarvellir


Sæl og blessuð öll sömul.
Við ætlum að leggja af stað á vellina kl. 16.00 (fjögur) frá hesthúsabyggðinni og minni um leið á að það kostar 300 kr. fyrir hestinn á sólarhring. Munið eftir að taka með ykkur pening því að það verður rukkað á staðnum.
Mætum hress og kát eins og venjulega og verum félaginu til sóma.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður

18.06.2014 13:56

Miðsumarmótið

Opna Miðsumarmót / styrktarmót æskul.deildar Brimfaxa var haldið 16. júní.
 
Keppt var í öllum flokkum og allir flokkar opnir fyrir félagsmenn og aðra sem vildu taka þátt en 30.000 kr. styrkur til æskul.deildarinnar náðist með keppnisgjöldum.
Efstu keppendur í tímatökuflokkum fengu m.a. gúmítaum í verðlaun frá Líflandi og allir krakkar sem kepptu sjálf fengu einnig gúmítaum frá Líflandi í þáttökuverðlaun.
Arctic horses bauð síðan öllum keppendum í grillpartý eftir mót.
 
Gefendur verðlauna voru
Arctic horses gaf verðl.pen.
Einhamar gaf verðl.pen.
Lífland  gaf gúmítauma.
FMS gaf kaffi og meðlæti.
 
Æskulýðsnefndin vill koma þökkum til allra þeirra sem styrktu mótið.
Einnig fær fær klappliðið sem hvatti alla keppendur til dáða og Svavari ljósmyndara sem tók myndir af mótinu þakkir fyrir.
Myndirnar má sjá hér: 
 
Efstu sæti:
 
Opinn flokkur
1. sæti Jóhanna Harðardóttir
 
Karlaflokkur
1. sæti Magnús Ásgeirsson
 
Kvennaflokkur
1. sæti Valgerður Valmundsdóttir.
 
Krakkaflokkur
1. sæti Sylvía Sól Magnúsdóttir

15.06.2014 21:22

Dagskrá

 
Hér er dagskrá fyrir miðsumarmótið sem er styrktarmót æskulýðsdeildar Brimfaxa.
 
Kl. 19:00
Krakkaflokkur
Byrjendaflokkur
Teymdar tengdamömmur
 
Kl. 20:00
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Opinn flokkur
 
Gefendur verðlauna mótsins eru:
Arctic horses
Einhamar
Lífland
 

14.06.2014 11:47

Miðsumarmót / Styrktarmót


Opið miðsumarmót / styrktarmót æskulýðsdeildar Brimfaxa verður mánudagskvöldið 16. júní kl. 19:00 í kennslugerðinu.

Styrktarmótið er smalamót og er opið öllum (í alla flokka), hvort sem þeir eru félagsmenn Brimfaxa eða ekki og nú er um að gera að taka með vini og vandamenn og lofa þeim að spreyta sig á skemmtilegum smalaþrautum.

Allir á öllum aldri eru velkomnir að taka þátt.

Keppt verður í:
Opnum smala (bæði kynin)
Karlaflokki
Kvennaflokki
Kaldir krakkar (krakkar á öllum aldri)
Teymdar tengdamömmur (Tengdamömmur eru teymdar í gegnum þrautirnar)
Byrjendaflokkur (þar ekki endilega að vera á hesti, má teyma eða láta teyma sig, eða fara þrautirnar á tveimur jafnfljótum)

Skráning og greiðsla á staðnum og skráningargjald fyrir hverja grein er 2000 kr. en 500 kr. í krakkaflokk.

Keppt verður um 1 verðlaunasæti í opnum flokki, karla-og kvennaflokki og krakkaflokki í verðlaun er m.a. gjöf frá Líflandi.
Allir kaldir krakkar, teymdar tengdamömmur og byrjendur sem taka þátt fá sérslegin verðlaunapening með merki Brimfaxa.

11.06.2014 08:00

Reiðnámskeið Brimfaxa

 

Reiðnámskeið Brimfaxa fyrir börn og fullorðna verður í 3 skipti eða 17. - 19. júní nk. og aftur 3 skipti í júlí fljótlega eftir landsmót en nánari dagsetningar og skráning verður auglýst þegar nær dregur.
 
Kennarinn verður Torunn Maria Hjelvik en hún er menntaður reiðkennari og hefur mikla reynslu af kennslu, þjálfun og sýningum.
 
Í boði verður tímar fyrir börn sem eru farin að stjórna sjálf hesti, unglinga/ungmennahópur og tímar fyrir fullorðna.
Kl. 17:00 - 17:50 Barnahópur.
18:00 - 18:50 unglinga/ungmennahópur.
19:00 - 21:00 fullorðnir
 
Raðað verður í tíma eftir skráningum, en æskilegt er að ekki séu fleiri en 4-5 börn saman í hóp og áætlað er að tveir verði saman í í 50 mín. tíma fyrir fullorðna.
Ef eru óskir um einkakennslu, þá má verða við því, einnig mega félagsmenn taka 25.mín. í einkakennslu.
Athugið að tímasetningar geta breyst, en það fer eftir fjölda skráninga.
 
Kennt verður í 3 skipti:
Þriðjud. 17 júní
Miðvikud. 18 júní
Fimmtud. 19 júní
 
Kennt verður í kennslugerðinu og á hringvellinum.
Hver og einn nemandi kemur með sinn eigin hest.
 
Verð pr. barn á allt námskeiðið (3 skipti) er 2000 kr.
Verð pr. fullorðin á allt námskeiðið (3 skipti og miðað við 2 í tíma eða 25 mín. í einkakennslu) er 10.500 kr.
 
Skráning er á netfangið brimfaxi@gmail.com eða í síma 661-2046.
Skráningu lýkur föstudagskvöldið 13 júní.

 

09.06.2014 20:23

Kvennareið 12. júní

 
Kvennareið Brimfaxa verður farin fimmtudaginn 12. júní frá reiðhöllinni okkar. Lagt verður af stað kl 19:00 stundvíslega og ætlum við að fara uppí Selskóg stoppa þar fá okkur eitthvað snarl sem hver og ein tekur með sér. Svo verður haldið áfram hringinn kringum Þorbjörn. Engin skráning bara mæta með góða skapið. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Þemað í ár er... BLÓM!
Kveðja, kvennanefnd.

05.06.2014 09:36

Beitin

Sæl öllsömul
Beitarhólfið opnar á hádegi á föstudag 6. júní og byrjum við á að nota litla hólfið fyrir ofan reiðhöllina.
Allir verða að tilkynna Óla bónda hvað þeir eru með marga hesta í girðingunni.
Við þurfum að fara yfir girðingarnar og mætum því klukkan 20.00 fimtudag og hespum þessu af.
Kær kveðja.
Formaðurinn

30.05.2014 20:02

Farið ríðandi á kjörstað á morgun.Kæru Brimfaxafélagar.
Við ætlum að fara ríðandi á kjörstað á morgun 31. maí eins og við höfum gert áður og ætlum að hittast rétt fyrir kl.13:00 við hesthúsið hjá Styrmi. Mætum tímalega.
Kv.
Formaðurinn.

30.05.2014 14:27

Úrslit úr Gæðingakeppni og úrtöku


 
Gæðingakeppni og úrtaka Mána og Brimfaxa var haldið á Mánagrund þann 29. maí.
 
Brimfaxi á 1. sæti í hvern flokk á landsmót hestmanna sem haldið verður á Hellu 30. júní - 6. júlí og mun Brimfaxi eiga landsmótsfulltrúa í B - flokki og unglingaflokki. Ekki er landsmótsæti í áhugamannaflokkum.
 
Landsmótsfarar eru:
 
B - flokkur
Stelpa frá Skáney og Ragnar Eðvarðsson
 
Unglingaflokkur
Gleði frá Firði og Aldís Gestsdóttir
 
Efstu keppendur fyrir Brimfaxa voru:
1. sæti B - flokk. Stelpa frá Skáney og Ragnar Eðvarðsson
1. sæti B - flokk áhugamanna. Ilmur frá Feti og Hilmar K. Larsen
1. sæti unglingaflokkur. Gleði frá Firði og Aldís Gestsdóttir
 
Sameiginleg úrslit urðu:
2. sæti í B-flokk áhugam. Ilmur frá Feti og Hilmar K. Larsen
4 sæti í unglingaflokki. Gleði frá Firði og Aldís Gestsdóttir
 
Öll úrslit frá keppninni má sjá hér: http://mani.is/?p=413
 
Gefandi verðlauna fyrir 1. sæti fyrir Brimfaxa er Einhamar ehf.
 
Brimfaxi þakkar Mána og öllum þeim sem komu að mótinu fyrir samstarfið.

29.05.2014 17:47

Aðsent

Á 15. fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga þann 26. maí 2014 var ákveðið að fara að áskorun yfirdýralæknis um að banna notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppni. Ákvörðunin er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur og Þorvaldar Kristjánssonar sem sýnir að slík mél eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum. Mél teljast vera með tunguboga þegar hæðarmunur frá neðri kanti á endastykki upp í neðri kant á efsta hluta (miðhluta) mélanna er meiri en 0,5 sm. Öll mél með stöngum og/eða keðju teljast mél með vogarafli.

Á 14. fundi sínum ákvað stjórn LH að fá lögmann til að lesa lög sambandsins og í framhaldinu gera minnisblað um hvort stjórn væri heimilt að banna tungubogamél með vogarafli út frá lögum LH, FEIF, FEI og dýraverndarlögum. Aflað var álits Guðjóns Ármannssonar hrl. hjá LEX lögmannsstofu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórn LH væri heimilt að banna framangreindan búnað í íþrótta- og gæðingakeppni hér á landi á vegum LH og FEIF þar sem keppt væri eftir lögum og reglum umræddra samtaka.

Bann þetta tekur þegar gildi, eða frá og með 27.  maí 2014. Stjórn LH mun leggja þessa niðurstöðu sína og þá nýjar upplýsingar ef fram eru komnar, fyrir landsþing LH sem haldið verður á Selfossi dagana 17. - 18. október 2014.

Stjórn LH

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1097508
Samtals gestir: 136129
Tölur uppfærðar: 26.11.2020 18:49:08