Hestamannafélag Grindavíkur var stofnað þann 25. mars s.l. og var góð mæting á stofnfund félagsins í Salthúsinu. Mjög létt var yfir fundargestum og ánægja með að sjálfstætt hestamannafélag í Grindavík væri orðið að veruleika. Mjög góð skráning var á stofnfélögum í félagið og verður tekið á móti skráningum sem stofnfélögum í félagið fram á þriðjudagskvöldið þann 30. mars n.k. Skráningar gefa til kynna að stofnfélagar verði tæplega sjötíu talsins.
Á fundinum var ákveðið að efna til samkeppni um nafn að félaginu og félagsmenn mun síðan kjósa um nafn á félaginu í byrjun maí. Einnig var ákveðið árgjald félagsins.
Fyrstu stjórn hestamannafélags Grindavíkur skipa:
Pétur Bragason formaður
Ragnar Eðvarðsson meðstjórnandi
Eyjólfur Magnússon gjaldkeri
Varamenn í stjórn:
Hilmar Knútsson
Birta Ólafsdóttir
Jón Ásgeir Helgason
23. mars 2010
Stofnfundur hestamannafélags
Hestamenn í Grindavík eru hvattir til þess að mæta á stofnfund hestamannafélags í Grindavík sem haldinn verður í Salthúsinu kl. 19:30 fimmtudaginn 25. mars n.k.
Dagskrá:
1. Lög/Samþykktir félagsins
2. Skráning stofnfélaga
3. Ákvörðun um árgjald
4. Kosning stjórnar
Hestakveðja,
Pétur Bragason
Ragnar Eðvarðsson
Hilmar Knútsson
Jón Ásgeir Helgason
Birta Ólafsdóttir
20. mars 2010
Í dag fór í loftið heimasíða er halda mun utan um og kynna hestamennsku í Grindavík. En þetta frábæra áhugamál, sem er allt í senn, íþrótt, menning og lífstíll, á sennilega hvergi betur heima en í þeirri náttúru og menningu sem Grindavík hefur upp á að bjóða.
Við munum svo bæta inn á síðuna jafnt og þétt og ég hvet ykkur til þess að fylgjast með.
Njóðið vel
Pétur.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is