17.12.2016 21:58

Reiðvegir

Reiðveganefnd Brimfaxa vinnur góðum höndum að bæta íþróttaaðstöðu hestamanna og nýlega samþykkti Grindavíkurbær framkvæmdaleyfi á gerð reiðvegar meðfram Suðurstrandarvegi og einnig hefur reiðveganefnd LH gefið út nýtt kort af reiðvegum í Grindavík.
Grunnur að allri íþróttaiðkun er góð og örugg aðstaða og hestaíþróttamenn í sérstöðu gagnvart öryggi þar sem hestar eru lifandi verur sem eru jafnframt flóttadýr.

Undirlag er mjög mikilvægt og hestamenn eru beðnir um að taka grjót af reiðvegum svo ekki sé hætta á að hestar verði fyrir hófmari eða geta hnotið um og dottið. 
Einnig eru hestamenn beðnir um að taka ef þeir hafa tækifæri á drasl sem er meðfram vegum eða láta vita af drasli, grjóti eða holu svo hægt verði að fjarlægja eða búa betur um.

12.12.2016 14:24

Vetrarleikar með Sóta

Sóti hefur boðið Brimfaxa að taka þátt í vetrarleikum Sóta ásamt öðrum mótum eins og skemmtimót og gæðingakeppni og Sóti verður einnig með opið íþróttamót og opið ísmót.
Brimfaxi vill koma þökkum til Sóta fyrir þetta frábæra framtak og vonum að allir taki þátt og hafi gaman.
Hér er eru drög en það á eftir að fast setja dagskrána.

4. feb - Opið ísmót á Bessastaðatjörn (ef veður leyfir)
18. feb - Vetrarleikar 1: Grímutölt - í Brimfaxahöllinni
5. mars - Vetrarleikar 2: Þrígangur - á Sótavelli (ef veður leyfir, annars inni)
1. apríl - Vetrarleikar 3: Tölt T7 og T3 - á Sótavelli (ef veður leyfir, annars inni)
7. apríl - Skemmtimót - hindrunarstökk, smali, liðakeppni ofl.
20 -21 maí - Opið íþróttamót - á Sótavelli
3. júní - Gæðingakeppni með Brimfaxa og Adam

Reglur:
Vetrarleikar
- 2 dómarar í hverri keppni
- Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Pollar, börn, unglingar, ungmenni, konur, karlar, heldri menn og konur (50+)
- Hver keppandi getur aðeins keppt í einum flokki
- Hver hestur getur aðeins keppt í einum flokki
- Í grímutölti skal eingöngu sýnt fegurðartölt
- Í þrígangi skulu 3 gagntegundir sýndar (tölt helst ein gangtegund)
- Þrígangur verður á beinni braut
- Töltkeppni fer eftir reglum LH í T7 og T3
- Allar skráningar og greiðslur fara í gegnum Sportfeng
- Skráningargjöld eru 1500 kr. í fullorðinsflokkum og 1000 kr. í yngri flokkum (frítt fyrir polla)

Skemmtimót:
- Reglur koma síðar, aðalatriðið er að hafa gaman saman!

Gæðingakeppni:
Farið eftir reglum LH - Hvert félag ríður sér úrslit

Opna íþróttamót Sóta:
Farið eftir reglum LH

10.12.2016 14:21

Aðsent

 

Eruð þið orðin þreytt á biðinni eftir því að fá járningarmann nokkrum vikum eftir að þú pantar...??? og allveg sama hvað þú hringir oft þá er hann alltaf rétt ókomin ? Prufaðu að heyra í okkur og sjáum hvort við getum ekki mætt á staðinn og bjargað þér á skikkanlegum tíma.

Járning F/U Skeifur 6000 Járning M/ Skeifum 8000 Verð reiknast með fjöðrum.

Bjóðum einnig upp á: tveggja þátta kítti, einfalt sílikonkítti, skafla, snjókransa, botna. Ef þarf að láta gera eithvað af ofangreindu er verðið lágt og sanngjarnt og vinnan vel unnin.

Endilega hafið samband í síma 787-0517

 

08.12.2016 15:03

Árgjöld

Á aðalfundi var nýtt félagsgjald og árgjald í reiðhöllina samþykkt.
Nýjar samþykktir má sjá hér að ofan undir um félagið og reiðhöll.

05.12.2016 20:59

Aðalfundur


Minnum á aðalfundinn á morgunn í reiðhöllinni kl. 20:00
Fullt af málefnum að ræða og ákveða.
Kveðja, stjórnin.

30.11.2016 13:17

Rauðka

Frægasti hestur Grindvíkinga er án efa Rauðka sem bjargaði Karlssyni frá Ísólfsskála frá ræningjum í Tyrkjaráninu árið 1627. Rauðka hefur verið rauð á litinn eins og nafnið gefur til kynna en oft er hestum gefið nafn eftir litnum sem þeir hafa og algengara áður fyrr en núna að nefna hestana eftir lit.
Engar aðrar upplýsingar eru til um Rauðku nema það sem sagan segir (enda langt, langt síðan) en í dag eru öll hross merkt og skráð og hægt að skoða t.d. ættir þeirra í gagnagrunni sem heitir WorldFengur sem er eiginlega eins og Íslendingabók hestsins.
Einn elsti hestur sem er skráður í WorldFeng var fæddur 1860, það var hryssa sem hét Gráskjóna frá Gullberastöðum sem var gráskjótt en fædd bleikskjótt.
Ætli eldri hross en hún séu skráð í WorldFeng ?

29.11.2016 19:16

Hestanöfn í Grindavík

Allir hestar heita eitthvað og í Grindavík eru margir hestar, en hvað heita þeir ?
Hér eru nöfn á nokkrum hestunum sem búa í Grindavík ??

Hlynur, Ilmur, Vala, Hetta, Fengur, Aron, Vopni, Funi, Freysting, Fljóð, Prinsessa, Fjöður, Þorbjörn, Máttur, Fjölnir, Skarði, Fíóna, Flétta, Skarði, Santo, Prímadonna, Milla, Stelpa, Fenja, Höfði, Móna, Maron, Fengur, Mótor, Sigmar, Sævík, Ormar, Ending, Sókn, Framfari, Birtingur, Muggur, Þórkatla, Vera, Mundi, Mökkur, Sæþór, Una, Sævör, Bára, Stefnir, Messa, Bjartmar, Mirra, Sikill, Hvinur, Frænka, Kolskeggur, Kraftur, Óskar, Byr, Tígull, Bigga, Lára
Kolsvört, Fura, Von, Reynd, Donna, Freyja, Eysteinn, Vera, Nagli, Þyrnirós, Prinsessa, Pegasus, Frosti, Funi, Össur, Hásteinn, Eik og Brimfaxi.

29.11.2016 09:50

Krakkadagar á heimasíðunni

 
Það verða krakkadagar á heimasíðunni næstu daga.
Efni um allt og ekkert og smá fróðleik.
Fylgist með ??

28.11.2016 19:26

Aðalfundur

Um leið og við minnum á aðalfundinn þann 6. des. nk. þá hvetjum við þá sem hafa áhuga á að koma í stjórn eða nefndir félagsins að senda okkur póst eða láta í sér heyra á annan hátt.
Við tökum öllum fagnandi sem vilja félaginu vel og vilja koma góðum hlutum í verk okkur til heilla.
Kveðja, stjórnin.

26.11.2016 21:44

Frá ferðanefnd Mána

Ferðanefnd hestamannafélagsins Mána langar að bjóða Brimfaxa að koma á kótilettukvöld 4. desember nk. Kvöldið er fjáröflunarkvöld nefndarinnar og kostar 3000 kr. fyrir manninn og 1000 kr. fyrir yngri en 12 ára. Væri gaman ef sem flesir vildu koma og hafa gaman saman.
fyrir hönd ferðanefndar Mána
Guðrún K. Ragnarsdóttir, Vogum
--------------------------------------------

Auglýsing:

Ferðanefnd Mána sagði frá því á aðalfundi félagsins að nefndin er búin að vinna að því að fá gamla uppgróna malargryfjuna til afnota fyrir félagsmenn. Landeigandi er Theodór Guðbergsson í Garði og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Grifjan er sjávarmegin við "skeifuna" okkar svokölluðu á leiðinni út í Garð.
Ætlunin er að gera þarna hólf fyrir hestana og útbúa aðstöðu fyrir okkur til að grilla, tilla okkur og eiga góðar stundir. Þetta er gríðarlega skemmtilegur staður og á án efa eftir að verða vinsæll áningastaður. Okkur í ferðanefnd langar að sem flestir taki þátt í hugmyndavinnunni við þetta verkefni og ætlum við því að hittast í grifjunni laugardaginn 26. nóv kl. 14:00 og vonumst til að sem flestir mæti.
Við þurfum fjármagn til framkvæmdanna, og ætlum því að vera með kódilettukvöld 4. des. n.k. kl. 19:00 í félagsheimili Mána og kostar kr. 3.000.- fyrir manninn og 1000 kr fyrir yngri en 12 ára. Hvetjum alla til að mæta, hafa með sér gesti og láta orðið beras.
Matvæladreifing ehf. ætlar að styrkja okkur um allt meðlæti, og ef einhver eða einhverjir vilja styrkja okkur í sambandi við kjötið þá er allt vel þegið.
Skráning fer fram hjá Kristmundi í síma 893-3191

25.11.2016 23:11

Kvennakvöld Líflands

Hið vinsæla Kvennakvöld Líflands verður haldið fimmtudaginn 1. desember kl. 19:00 á Lynghálsi 3 í Reykjavík. 
Frábær skemmtiatriði, glæsileg tískusýning, happdrætti með góðum vinningum, jólatilboð o.fl.
Tilvalið að hittast í góðum vina hópi og hafa gaman saman.
Nánari upplýsingar á www.lifland.is

Verið velkomin

22.11.2016 15:13

Námskeið í múlahnýtingum

Æskulýðsdeildin ætlar að starta vetrinum þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 17:00 með námskeiði í múlahnýtingum, ef að næg þáttaka verður

Krakkar yngri en 10 ára þurfa að hafa með sèr aðstoðarmann til öryggis en við viljum endilega fá fullorðna fólkið til að kíkja líka á námskeið.

Verð fyrir krakka er 3.000 kr Fyrir fullorðna 7.900 kr

Innifalið er efni í 1 bandmúl sem hnýttur er á námskeiðinu en svona múll kostar 5.900 kr.
 
Viljum þurfum að fá fyrirfram skráningar á námskeiðið annaðhvort á brimfaxi@gmail eða í síma 8480143 (Jóhanna)
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 24. nóvember.

Vonandi sjáum við nú sem flesta!

Æskulýðsdeildin.

22.11.2016 14:01

Aðsent

Frestur vegna skila á haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember.

Sjá hér frétt þess efnis: Frestur

19.11.2016 20:42

Aðalfundur 6. des

Aðalfundur Brimfaxa verður þriðjudaginn 6. desember kl. 20:00 í reiðhöllinni.

Dagskrá er eftirfarandi.

1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritarra.
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5. Reikningar bornir undir atkvæði.
6. Árgjald ákveðið.
7. Kosning stjórnar og kosning formanns.
8. Rekstur reiðhallarinnar og fyrirkomulagið í vetur.
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið.

03.11.2016 21:40

Hindrun

Upp er komin hindrun á Leitinu sem eykur öryggi hestamanna til muna.
Þetta er frábært framtak og Brimfaxi sendir öllum sem komu að máli þakkir fyrir.

Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 982809
Samtals gestir: 121112
Tölur uppfærðar: 24.1.2020 11:11:41