Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardagskvöldið 28. október á Hilton Reykjavik Nordica. Glæsilegur kvöldverður, skemmtun og hefðbundin dagskrá.
Hátíðarmatseðillinn er þessi:
Forréttur: VOX skelfiskssúpa
Aðalréttur: Nautalund chimmichurri
Eftirréttur: Pistasíu hvít súkkulaði mousse með hnetukurli
Veislustjóri verður Atli Þór Albertsson leikari og hljómsveitin Albatross leikur fyrir dansi, með Sverri Bergmann í broddi fylkingar.
Hápunktur kvöldsins er afhending verðlauna í hinum ýmsu flokkum hestaíþrótta- og ræktunar.
Miðaverð: 11.800 kr.
Athugið að Hilton Reykjavík Nordica býður gestum uppskeruhátíðarinnar sérstakt tilboð á gistingu í takmörkuðu magni, svo fyrstur kemur fyrstur fær!
Tveggja manna herbergi í eina nótt kr. 19.900 án morgunverðar. Hægt er að bæta við aukanótt fyrir aðeins kr. 15.900.
Tryggið ykkur bókun á tilboðsverði með því að senda tölvupóst á
[email protected] eða í síma 444-5029.