11.10.2017 22:02

Aðalfundur 26. okt.

Aðalfundur Brimfaxa verður fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 19:00 í reiðhöllinni.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.

07.10.2017 22:08

Uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardagskvöldið 28. október á Hilton Reykjavik Nordica. Glæsilegur kvöldverður, skemmtun og hefðbundin dagskrá.
Hátíðarmatseðillinn er þessi:
Forréttur: VOX skelfiskssúpa
Aðalréttur: Nautalund chimmichurri
Eftirréttur: Pistasíu hvít súkkulaði mousse með hnetukurli
Veislustjóri verður Atli Þór Albertsson leikari og hljómsveitin Albatross leikur fyrir dansi, með Sverri Bergmann í broddi fylkingar.
Hápunktur kvöldsins er afhending verðlauna í hinum ýmsu flokkum hestaíþrótta- og ræktunar.
Miðaverð: 11.800 kr.
Athugið að Hilton Reykjavík Nordica býður gestum uppskeruhátíðarinnar sérstakt tilboð á gistingu í takmörkuðu magni, svo fyrstur kemur fyrstur fær!
Tveggja manna herbergi í eina nótt kr. 19.900 án morgunverðar. Hægt er að bæta við aukanótt fyrir aðeins kr. 15.900.
Tryggið ykkur bókun á tilboðsverði með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 444-5029. 

06.10.2017 13:37

Fyrirlestur 15. des.

Björgvin Þórisson dýralæknir mun halda fyrirlestur 15. desember 2017.
Nánar auglýst síðar.

05.10.2017 08:27

Tamningar og þjálfun

Tek hross í tamningu og þjálfun.
Vönduð og góð vinnubrögð.
Upplýsingar í síma 691-2196
Kveðja, Erna Árnadóttir.

02.10.2017 22:23

Aðsent

Fréttabréf LH - Október 2017
Smella: HÉR

19.09.2017 09:33

Tek að mér tamningar og þjálfun


Tek að mér tamningar/þjálfun í Grindavík í haust og vetur.
Vönduð vinnubrögð.
Áhugasamir geta haft samband við Katrínu í síma 848-8226 eða á netfangið
Með bestu kveðju
Katrín Ösp Eyberg.

01.08.2017 18:23

Áhugamannamót Íslands

Áhugamannamót Íslands var haldið á Hellu um síðustu helgi.
Katrín Ösp Eyberg keppti á Fljóð frá Grindavík og fór í A-úrslit í fjórgangi V5 á laugardeginum og 6. sæti í A-úrslitum á sunnudeginum.

06.07.2017 11:13

Íslandsmót

Aðsent frá LH:
Við viljjum benda ykkur á beina útsendingu frá Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum 6-9 júlí 2017 á www.oz.com/lh 
Einn keppnisdagur á 980kr. 
Aðgangur alla fjóra keppnisdagana og til 31.júlí á aðeins 2850kr. Allir helstu gæðingar landsins samankomir í harðri keppni. Nokkrir knapar berjast um síðustu landsliðssætin en liðið verður tilkynnt eftir helgi.
Með þessu móti getið þið fylgst vel með heima og á ferðinni með oz appinu.

04.07.2017 11:58

Hestaferðin

Það er að komast mynd á ferðina okkar í sumar.
Föstudagur 21. júlí:  Mætum við í Mosfellsdal og ríðum sem leið liggur í Skógarhóla.
Laugardagur 22. júlí:- Förum klukkutíma hring um skógargötur og svo Leggjarbrjót að Ingunnarstöðum í Brynjudal.
Sunnudagur 23. júlí: Ingunnarstaðir - Hækingsdalur í Kjós.
Mánudagur 24. júlí: Hækingsdalur í Kjós.
Gistum allar nætur á Skógarhólum. Gott ef allir sem ætla, gætu staðfest þáttöku fyrir 10 júlí með að hringja í Ævar í síma 8925-7094 eða senda póst á [email protected]
Mbk.
f.h. ferðanefndar, Ævar.

23.06.2017 12:02

Sumarreiðnámskeið

Skráning er hafin á reiðnámskeið Brimfaxa sem hefjast næstkomandi mánudag 26. júní.
Námskeiðin verða með sama sniði og undanfarin ár og líkt og í fyrra haldin af hestamannafélaginu Brimfaxa í samstarfi við Arctic horses.
Námskeiðin eru 5 daga í senn frá kl 12-14:30, krakkarnir mæta við reiðhöllina með smá nesti í góðum bakpoka nema síðasta daginn þá er grill í boði.
Ef að ekki næst næg þáttaka þá verður námskeið fellt niður.
Námskeiðið kostar 17.000 kr og greiðist með millifærslu á Brimfaxa fyrir námskeið.
Skráning er hjá Jóhönnu í síma 848-0143.
Námskeið í boði:
26 -30 Júní / Vanir
3-7 Júlí / Óvanir
10-14 Júlí / Vanir
17-21 Júlí / Óvanir
24-28 Júlí / Vanir
14-18 Ágúst / Óvanir
21-25 Ágúst / Vanir

21.06.2017 22:42

Vigdísarvellir

Föstudaginn 23. júní verður farið á Vellina.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 15:00.
Heimferð sunnudaginn 25. júní um hádegi.
Kveðja, stjórnin.

09.06.2017 12:49

Beitin

Beitarhóflið opnar mánudaginn 12. júní kl. 18:00

 
Heimilt er að setja reiðhross í brúkun í hólfið og öll hross verða sett í sveltihólf yfir daginn.
Verð fyrir 2 vikur = 2.500 kr
Verð fyrir 4 vikur = 5.000 kr.
 
Þeir sem ætla að nota hólfið eiga að hringja í Jóhönnu í síma 848-0143 áður en hrossum er sleppt.

 

27.05.2017 13:02

Amazing race

Fullt af myndum frá amazing race eru komnar í myndaalbúmið.

27.05.2017 12:58

Gestir

Skólakrakkar frá Danmörku, Færeyjum og Lettlandi fóru á hestbak í reiðhöllinni þar sem æskulýðsdeildin teymdi undir krökkunum.
Nánar má sjá frétt um krakkana á heimasíðu Grindavíkurbæjar:
Nokkrar myndir sem Jóhanna H. tók eru komnar í myndaalbúmið.

24.05.2017 17:35

Amazing race

,

Fimmtudaginn 25. maí (uppstigningardag) verður amazing race hjá æskulýðsdeildinni. 
Við ætlum að hittast við Kvikuna kl. 12:00 
Flettingar í dag: 886
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657562
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 11:26:55