06.04.2010 09:00

Grindvískur gæðingur á ístöli þeirra allra sterkustu

Grindvíski gæðingurinn Helgi frá Stafholti úr ræktun þeirra Palla Jóa og Mundu í Stafholti stóð sig afar vel á ístöltmóti þeirra allra sterkustu um helgina og endaði í 6-8 sæti. Mótið er gríðar sterkt og er einn af hápunktunum í hestaíþróttum á íslandi ár hvert. Helgi frá Stafholti er fyrrum stóðhestur og er undan heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju og gæðinginum Heklu frá Halldórsstöðum. Helgi var sýndur af Snorra Dal.29.03.2010 10:21

Góð mæting á stofnfund

Hestamannafélag Grindavíkur var stofnað þann 25. mars s.l. og var góð mæting á stofnfund félagsins í Salthúsinu. Mjög létt var yfir fundargestum og ánægja með að sjálfstætt hestamannafélag í Grindavík væri orðið að veruleika. Mjög góð skráning var á stofnfélögum í félagið og verður tekið á móti skráningum sem stofnfélögum í félagið fram á þriðjudagskvöldið þann 30. mars n.k. Skráningar gefa til kynna að stofnfélagar verði tæplega sjötíu talsins.

Á fundinum var ákveðið að efna til samkeppni um nafn að félaginu og félagsmenn mun síðan kjósa um nafn á félaginu í byrjun maí. Einnig var ákveðið árgjald félagsins.

Fyrstu stjórn hestamannafélags Grindavíkur skipa:
Pétur Bragason formaður
Ragnar Eðvarðsson meðstjórnandi
Eyjólfur Magnússon gjaldkeri

Varamenn í stjórn:
Hilmar Knútsson
Birta Ólafsdóttir
Jón Ásgeir Helgason


23.03.2010 16:33

Stofnfundur

23. mars 2010
Stofnfundur hestamannafélags

Hestamenn í Grindavík eru hvattir til þess að mæta á stofnfund hestamannafélags í Grindavík sem haldinn verður í Salthúsinu kl. 19:30 fimmtudaginn 25. mars n.k.

Dagskrá:
1. Lög/Samþykktir félagsins
2. Skráning stofnfélaga
3. Ákvörðun um árgjald
4. Kosning stjórnar

Hestakveðja,

Pétur Bragason
Ragnar Eðvarðsson
Hilmar Knútsson
Jón Ásgeir Helgason
Birta Ólafsdóttir


20.03.2010 20:58

Nýtt hestamannafélag.

20. mars 2010
Í undirbúningi er að stofna öflugt og sjálfstætt hestamannafélag í Grindavík. Búið er m.a. að skrifa drög að samþykktum fyrir félagið, kynna sér málið hjá nýlegum hestamannafélögum ásamt því að ræða við hestamannafélagið Mána um þetta tilvonandi félag sem tæki þá við af Grindavíkurdeild Mána í framtíðinni.

Þetta félag mun efla verulega hestamennskuna innan lögsögu Grindavíkur og eitt fyrsta verk þess verður að eiga og byggja reiðhöll.

Fyrirhugaður stofnfundur verður þann 25. mars n.k. og verður það nánar auglýst síðar.


20.03.2010 20:10

Heimasíða

20. mars 2010

Í dag fór í loftið heimasíða er halda mun utan um og kynna hestamennsku í Grindavík. En þetta frábæra áhugamál, sem er allt í senn, íþrótt, menning og lífstíll, á sennilega hvergi betur heima en í þeirri náttúru og menningu sem Grindavík hefur upp á að bjóða.

Við munum svo bæta inn á síðuna jafnt og þétt og ég hvet ykkur til þess að fylgjast með.

Njóðið vel
Pétur.

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1097508
Samtals gestir: 136129
Tölur uppfærðar: 26.11.2020 18:49:08