26.02.2013 13:50

Meistaradeild

Ákveðið hefur verið að fjölmenna á Meistaradeildina næsta fimmtudag þann 28. 2. þá fer fram keppni í fimmgangi.
Við ætlum að sameinast í bíla og vera komin snemma og fá okkur eitthvað að borða áður og vera svo saman í hóp á pöllunum.
Þetta kemur í stað ræktunarferðarinnar og kallast fræðslu og menningarauki. Sendið formanninum póst á hkverk@simnet.is þeir sem
hafa áhuga.

21.02.2013 16:01

ÍstöltiðHaraldur Hjálmarsson áhugaljósmyndari tók þessa mynd þegar Brimfaxafélagar fóru í ístöltreiðina.
Fleiri myndir frá ístöltinu eru væntanlegar á flickr ljósmyndasíðu Haralds.
Hér er slóðin:
http://www.flickr.com/photos/12643528@N03

21.02.2013 08:28

Reiðhöllin19 feb. 2013

13.02.2013 22:50

Ístölt..ístölt !!


Laugardaginn 16 feb. verður Ístölt Brimfaxa. Vegna bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar þann dag verður lagt af stað frá reiðhöll Palla Jóa og Mundu kl. 11:00

Ís eftir "ístöltið" fyrir þá sem vilja og kaffi og kex fyrir þá eldri.
Sjáumst vonandi sem flest.


07.02.2013 10:06

Rekstrardagur á laugardaginnRekstrardagur Brimfaxa er nk. laugard. 9 feb.
Mæting er við reiðhöll Palla og Mundu og lagt verður af stað kl. 14:00

05.02.2013 10:23

Hestanámskeið fyrir börn

Hestanámskeið Coru fyrir börn á aldrinum 7 - 13 ára verður laugardaginn 9 feb. frá kl. 10:00 - 15:00.
Skráning er í síma 844-6967 eða á jovanna@gmx.de
Skráning er til fimmtud. 7 feb. til kl. 22:00

Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá hér:
http://www.brimfaxi.is/blog/2013/01/25/647616/

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!
Verð 8.000 kr.

Cora J. Claas.
844-6967
jovanna@gmx.de

03.02.2013 15:22

Hestadagur

Nokkrar myndir frá hestadeginum eru komnar í myndaalbúmið.

 

02.02.2013 14:59

Frestað!

Námskeið í hestamennsku fyrir konur hefur verið frestað. Námskeiðið verður haldið í byrjun mars. Nánar auglýst fljótlega.

01.02.2013 19:57

Hestadagur

Hestadagur æskulýðsdeildar Brimfaxa verður haldinn á morgun laugardaginn 2. febrúar frá kl. 12-14 í reiðhöll Palla og Mundu. Hestadagurinn er fyrir alla krakka á öllum aldri og eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru í hestamennsku eða ekki.

 Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.

01.02.2013 08:42

Febrúar

Dagskrá Brimfaxa fyrir febrúar er stútfull. Nánari útskýringar (gróflega) á dagskránni er þessi:

2. feb. - Laugardagur - Hestadagur fyrir börn og unglinga:
Hestadagur Brimfaxa er fyrir alla krakka á öllum aldri. Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.  
 
9.feb. - Laugardagur - Rekstrardagur:
Félagsmenn sameinast að fara í rekstrarferð með hóp af lausum hrossum, í fyrra var farin neshringurinn og lukkaðist vel. Rekstur er orðin gríðarvinsæll allstaðar á landinu og nokkur tamningar-og þjálfunarbú farin að bjóða einnig svokallaða rekstrarþjónustu þar sem hestar fara t.d. í þol- og styrkþjálfun, einnig eykur slík þjálfun gleði, viðheldur frelsistilfinningu og fjölbreytileika bætt við hverskyns þjálfunarferli.
 
16. feb. - Laugardagur - Ístölt !! 
Ístölt er fyrir félaga á öllum aldri. Bara leggja á, mæta og vera með!
 
23.feb. - Laugardagur - Ræktunarferð:
Félagsmenn fara í árlega ræktunarferð, en þá er farið í heimsókn á þekkt ræktunarbú, tamningarbú og fleira.
 
Ódagsett er reiðnámskeið og árshátíð.
 

30.01.2013 19:46

Framhaldsaðalfundurinn

 
Framhaldsaðalfundur var haldinn 29 jan. 2013. Eftir fundinn var skrifað undir samninginn við H.H.smíði, því næst var skrifað undir styrktarsamninga við Fiskþurrkun Alla Sæm., Hesta og menn, Icewest Grindavík, Spes ehf. og Stafholtshesta.
Myndir frá fundinum má finna hér að ofan undir "myndir".

29.01.2013 14:22

Fundurinn í kvöld!

Framhaldsaðalfundurinn er í kvöld kl. 20:00 í Stakkavík.

Það verður mikið um að vera en aðalefni fundarins eru reikningar og önnur mál. Eftir fundinn verður skrifað undir styrktarsamninga vegna reiðhallarinnar og reisingu á reiðhöllinni og flottar veitingar verða í boði.

Það er stór stund fyrir Brimfaxa í kvöld og vonandi sjá flestir sér fært um að mæta.
 
Kv. Stjórnin.

26.01.2013 14:12

Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 29.1. kl. 20.00 í Stakkavík.
Málefni:
Reikningar félagsins.
Önnur mál.
Skrifað undir samning um reisingu á reiðhöllinni.
Kveðja, Stjórnin.

25.01.2013 13:59

Námskeið í hestamennsku


3 námskeið í hestamennsku (ekki reiðnámskeið) með Coru hjá Mundu og Palla austur í Þórkötlustaðarhverfi.

03.Feb.2013 fyrir KONUR kl.10 til 15.00

09.Feb.2013 fyrir BÖRN kl.10 til 15.00 7 ára til 13 ára

10.Feb.2013 fyrir UNGLINGA  kl.10 til 15.00 14 ára til 17 ára

Hestamennska er mun meira en að fara á bak. Þetta námskeið er ætlað öllum sem vilja læra að umgangast hesta, hvernig hestar hugsa, hvað þeim finnst gott eða vont.
Námskeiðið er ætlað lítið vönum hestamönnum og byrjendum.
Hestar, reiðtygi og léttar veitingar eru á staðnum. 
Þetta er ekki reiðnámskeið en fólki býðst tækifæri til að fara á bak og læra að sitja hest á námskeiðinu.

Atriði sem verða tekin fyrir:
Að nálgast hest
Að mýla hestinn
Kemba
Teyma
Leggja á og beisla

Byrjað er á bóklegum tíma:
Farið verður yfir atriðin sem við förum síðan í í hesthúsinu
Eðli og atferli hestsins

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!

Verð 8.000kr 

Lágmarksfjöldi þátttakanda er fimm.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Coru Claas í síma 844-6967 eða jovanna@gmx.de

24.01.2013 19:49

Þorrareið

Þorrareið Brimfaxa verður laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Lagt verður af stað frá reiðhöll Palla og Mundu kl. 14:00
Kveðja
Stjórnin.

Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 261
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 925110
Samtals gestir: 113255
Tölur uppfærðar: 17.7.2019 22:08:06