03.05.2014 16:33

Töltmótið 2014

 
Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugardaginn 10.maí kl. 14:00
Minnum á að skráning fyrir mótið rennur út mánudagskvöldið 5 maí.
 
Sjá allt um mótið hér:
 
Kveðja, mótanefnd.

02.05.2014 21:14

Brimfaxi á Instagram


Brimfaxi er komin á Instagram.
emoticon
Síðuna má sjá hér: http://instagram.com/brimfaxi

02.05.2014 08:08

Hestaþing Mána breyting á dagsetningu

 
Brimfaxi er í samvinnu með hestamannafélaginu Mána um úrtöku fyrir landsmót, breyting hefur orðið á dagsetningu og tilkynning frá Mána er hér:
 
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður því miður að færa Hestaþing Mána og úrtöku fyrir Landsmót 2014. Fyrirhugað var að hafa Hestaþingið og úrtökuna 7-8 júní en ákveðið hefur verið að færa mótið fram á þann 29. maí sem er Uppstigningadagur. Mótið mun hefjast um eða eftir hádegi þann dag ef að líkum lætur. Við vonum að þessi breyting henti ekki illa en þetta er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna sem komnar eru upp.

Kveðja frá Mótanefnd Mána.

01.05.2014 22:47

Aðsent frá LH

Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.

Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:

  • Árangur úr T1 í fullorðinsflokkum gildir - ath: frá og með Landsþingi LH 2012, gildir árangur úr T3 ekki
  • Knapar 18 ára og eldri eru gjaldgengir til þátttöku, ef þeir ná árangri í flokki/keppni fullorðinna
  • 30 efstu töltarar landsins eiga þátttökurétt í Landsmótstöltinu
Nú, ekki má gleyma skeiðinu á Landsmótinu. Knapar keppast við að ná góðum tímum í 100m, 150m og 250m skeiði til að vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Þar gildir einfaldlega að tímar þurfa að nást á löglegu móti og fjöldi knapa í skeiðgreinum á Landsmótum er þessi:
 
  • Í 100m skeiði - 20 bestu tímarnir
  • Í 150m skeiði - 14 bestu tímarnir
  • Í 250m skeiði - 14 bestu tímarnir
Endanlegir stöðulistar í tölti og skeiði verða birtir 22. júní.
Keppnisnefnd LH

30.04.2014 23:07

Töltmót 10. maí.

Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugardaginn 10. maí kl. 14:00.
 
Mótið er fyrir félagsmenn Brimfaxa og keppt verður í hægu tölti og fegurðartölti.
(Hægt tölt á vinstri hönd. Snúið við og fegurðartölt (frjáls ferð) á hægri hönd).
2-3 inná í einu.
 
Keppt verður í
Pollaflokkur (teymdir pollar)
Pollaflokkur (ríðandi pollar)
Barnaflokkur (10 -13 ára á árinu)
Unglingaflokkur (14 - 17 ára á árinu)
Ungmennaflokkur (18-21 á árinu, ef næst þáttaka)
Kvennaflokkur 1
Kvennaflokkur 2
Karlaflokkur 1
Karlaflokkur 2
 
Flokkur 1 er fyrir þá sem eru vanir keppnum.
Flokkur 2 er fyrir þá sem hafa lítið eða minna vanir keppnum.
 
Þáttökugjald er 2000 kr. í kvenna og karlaflokk, 1000 kr. í unglingaflokk, 500 kr. í barnaflokk og frítt í pollaflokka.
Keppendur mega skrá fleiri en 1 hest, og þá er það helmingur af verði á hvern hest eftir fyrsta hest.
 
Vegna pöntun á verðlaunapeningum er nauðsynlegt að skrá sig í alla flokka.
Skráning er í síma 661-2046 eða 848-0143 eða senda skráningu á netfangið [email protected]
Síðasti skráningardagur er mánudagskvöldið 5. maí.
 
Greiða má þáttökugjaldið með því að leggja inn á reikning Brimfaxa í gegnum heimabanka. Reikningsuppl. verða gefnar upp við skráningu.
 
Kveðja
Mótanefnd.

28.04.2014 22:31

Ísólfsskálareið

 
 
Heil og sæl.
Fimmtudaginn 1.maí verður hin árlega Ísólfsskálareið. Það verður ekki riðin nein Búrabraut í þetta skiptið. Það er spáð góðu veðri og allar að stæður eins og best verður á kosið.
Lagt verður af stað frá hesthúsunum kl. 13.30 (hálf tvö). Að þessu sinni ætla valkyrjurnar í kvennadeildinni að sjá um kaffið gegn vægu gjaldi.
Hvetjum alla til að taka með sér pening því að það er ekki hægt að hafa posa þarna uppá fjöllum, sem sagt engin kort.
Vonandi sjáum við sem flesta hressa og káta.
Kv. Herra Hilmar formaður.

27.04.2014 20:01

Aðsend tilkynning.

Hestamannafélagið Hörður og FT-Suður bjóða til sýnikennslu.
 
FT-Suður og hestamannafélagið Hörður standa fyrir skemmtilegri og léttri sýnikennslu á miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Félagið langar að bjóða öllum börnum og unglingum í æskulýðsdeildum hestamannafélaga á sýnunguna. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir.
Frábært tækifæri fyrir yngri kynslóðina að eiga góða stund saman!:)
Sýnikennslan hefst klukkan 19.30 og verður kaffisala á staðnum.

Kær kveðja, FT-Suður

22.04.2014 23:40

Sumardagurinn fyrsti 24. apríl

Sæl öllsömul.
Þá er komið að því að vígja nýja reiðveginn sem liggur með nesveginum og við erum nýbúin að láta mala hann fyrir okkur.
Við ætlum að taka daginn snemma og vera lögð af stað klukkan 10:00 árdegis. Það verður lagt af stað frá hesthúsahverfinu á slaginu 10:00 og er mikilvægt að sú tímasetning standist. Víkurmenn eru beðnir um að ríða á móti okkur og mæta okkur við Þorbjörn. Svo ríðum við saman í fylkingu og klippum á borða og vígjum reiðleiðina. Stóra spurningin er þessi, ætli Víkurmenn bjóði uppá kaffi já og kannski eitthvað með því.? ja þegar stórt er spurt  svarar Guðjón útí hött!.
Sjáumst vonandi hress og kát.
Kv. Formaðurinn.

13.04.2014 23:31

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsdeildarinnar verður þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 í Stakkavík.

09.04.2014 22:49

Opið íþróttamót Mána 25.-27.apríl nk

Hestamannafélagið Máni heldur Opið íþróttamót Mána sem fer fram helgina 25.-27. apríl nk.

Máni hefur undanfarin ár haldið Opið íþróttamót í lok apríl. Mótið hefur verið vel sótt þar sem þetta er fyrsta opna íþróttamót keppnistímabilsins á Suðvesturhorninu.

Boðið verður uppá eftirfarandi greinar:

Meistaraflokkur: Fjórgangur V1-Tölt T1-Tölt T4-Fimmgangur F1 -Gæðingaskeið

1.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið-100m skeið

2.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið

Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3

Pollaflokkar: Ríðandi og teymdir (þátttökuverðlaun, ekki raðað í sæti)

ATH að T4 er skráð sem T2 í skráningarkerfinu

Skráning er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 21.apríl.

Passa þarf að velja skráningu í efstu línu - svo mót í næstu línu - velja  Mána sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.

Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: [email protected]

Kvittun mun berast á skráð netfang - passið að fara vel yfir netföng svo þau séu rétt.

Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.

Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á [email protected]

Skráningargjald er 4000kr á grein og 1000kr í pollaflokkana (skráning á staðnum).

Vakin er athygli á því að 1. flokkur er ætlaður keppnisvönum knöpum og 2.flokkur minna keppnisvönum.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.

Með von um að sjá sem flesta.

Mótanefnd Mána

07.04.2014 12:21

Fræðsluferð Reiðveganefndar

Frétt af sprettarar.is:

Fræðsluferð Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna.
Á fundi Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna þann 20. mars sl.var ákveðið að efna til fræðsluferðar í umdæmi nefndarinnar. Var þeim Ara Sigurðssyni Sóta og Jóhannesi Oddssyni Herði falið að annast undirbúning ferðarinnar. 4. apríl varð fyrir valinu, var miðað við að allt að fimm manns mættu frá hverju félagi.

Fyrir þau sem ekki vita hvað ,,Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna" er þá er það samstarfsnefnd hestamannafélaga á SV svæði landsins. Hestamannafélögin í umdæmi nefndarinnar eru átta, Adam í Kjós, Hörður í Mosfellsbæ, Fákur í Reykjavík, Sprettur í Kópavogi og Garðabæ, Sóti á Álftanesi, Sörli í Hafnarfirði, Brimfaxi í Grindavík og Máni í Reykjanesbæ og Reykjanesi. Baráttumál nefndarinnar er að byggja upp og viðhalda reiðvegum í umdæminu til hagsbóta fyrir hinn almenna hestamann, þeir koma nefnilega ekki til bara svona af sjálfu sér.

Sjá alla fréttina ásamt myndum hér: http://www.sprettarar.is/frettir/315-fraedhsluferdh-reidhveganefndar

04.04.2014 14:24

Kynjakettir í Brimfaxahöllinni

Kynjakettir verða með alþjóðlega vorsýningu í Brimfaxahöllinni 5. og 6. apríl 2014.
 
Frétt um sýninguna má sjá hér: http://grindavik.is/v/13122
 
Kvennadeild Brimfaxa verður með kaffisölu og allir eru hvattir til að koma.
 
Miðaverð á sýninguna má sjá hér: http://kynjakettir.is/
 
Opið verður frá 10:00 - 16:00 báða dagana.

29.03.2014 20:18

Vinna í dag

Nokkrar myndir sem Jóhanna Harðardóttir tók í dag í reiðhöllinni eru komnar í myndaalbúmið.

28.03.2014 21:08

Reiðhallarvinna


Kæru félagar.
Það væri gaman að sjá sem flesta nú um helgina við vinnu í höllinni okkar.
Það geta allir gert eitthvað og okkur veitir ekki af enda stórviðburður um næstu helgi og þá þurfum við að vera búin að taka til hendinni.
Stöndum saman og sýnum samtakamátt.
Við byrjum kl. 8.00 laugardag og sunnudag.
Sjáumst.
Formaðurinn

07.03.2014 21:34

FEIF Youth Cup - opið fyrir umsóknir

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014  er upplýsingasíða mótsins.

Skilyrði fyrir þátttöku eru:

  • Reynsla í hestamennsku
  • Keppnisreynsla í íþróttakeppni
  • Góð enskukunnátta
  • Sjálfstæði og jákvæðni
  • Að geta unnið í hóp
  • Reglusemi

Á vef FEIF Youth Cup er að finna umsóknareyðublað sem fylla þarf út og senda til skrifstofu LH. Einnig þarf bréf frá umsækjanda að fylgja, þar sem hann segir frá sjálfum sér, áhugamálum, hestamennsu og því sem hann vill koma á framfæri.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu FEIF Youth Cup, skrifstofu LH og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl 2014. Senda má umsóknir á ofangreint póstfang í bréfpósti eða í tölvupósti á netfangið [email protected].

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga.

Flettingar í dag: 834
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657510
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:21:37