Kveðja frá Mótanefnd Mána.
Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.
Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:
Kær kveðja, FT-Suður
Páskabingó æskulýðsdeildarinnar verður þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 í Stakkavík. |
Hestamannafélagið Máni heldur Opið íþróttamót Mána sem fer fram helgina 25.-27. apríl nk.
Máni hefur undanfarin ár haldið Opið íþróttamót í lok apríl. Mótið hefur verið vel sótt þar sem þetta er fyrsta opna íþróttamót keppnistímabilsins á Suðvesturhorninu.
Boðið verður uppá eftirfarandi greinar:
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1-Tölt T1-Tölt T4-Fimmgangur F1 -Gæðingaskeið
1.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið-100m skeið
2.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3
Pollaflokkar: Ríðandi og teymdir (þátttökuverðlaun, ekki raðað í sæti)
ATH að T4 er skráð sem T2 í skráningarkerfinu
Skráning er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 21.apríl.
Passa þarf að velja skráningu í efstu línu - svo mót í næstu línu - velja Mána sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: [email protected]
Kvittun mun berast á skráð netfang - passið að fara vel yfir netföng svo þau séu rétt.
Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.
Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á [email protected]
Skráningargjald er 4000kr á grein og 1000kr í pollaflokkana (skráning á staðnum).
Vakin er athygli á því að 1. flokkur er ætlaður keppnisvönum knöpum og 2.flokkur minna keppnisvönum.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Með von um að sjá sem flesta.
Mótanefnd Mána
Frétt af sprettarar.is:
Fræðsluferð Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna.
Á fundi Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna þann 20. mars sl.var ákveðið að efna til fræðsluferðar í umdæmi nefndarinnar. Var þeim Ara Sigurðssyni Sóta og Jóhannesi Oddssyni Herði falið að annast undirbúning ferðarinnar. 4. apríl varð fyrir valinu, var miðað við að allt að fimm manns mættu frá hverju félagi.
Fyrir þau sem ekki vita hvað ,,Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna" er þá er það samstarfsnefnd hestamannafélaga á SV svæði landsins. Hestamannafélögin í umdæmi nefndarinnar eru átta, Adam í Kjós, Hörður í Mosfellsbæ, Fákur í Reykjavík, Sprettur í Kópavogi og Garðabæ, Sóti á Álftanesi, Sörli í Hafnarfirði, Brimfaxi í Grindavík og Máni í Reykjanesbæ og Reykjanesi. Baráttumál nefndarinnar er að byggja upp og viðhalda reiðvegum í umdæminu til hagsbóta fyrir hinn almenna hestamann, þeir koma nefnilega ekki til bara svona af sjálfu sér.
Sjá alla fréttina ásamt myndum hér: http://www.sprettarar.is/frettir/315-fraedhsluferdh-reidhveganefndar
Nokkrar myndir sem Jóhanna Harðardóttir tók í dag í reiðhöllinni eru komnar í myndaalbúmið.
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014 er upplýsingasíða mótsins.
Skilyrði fyrir þátttöku eru:
Á vef FEIF Youth Cup er að finna umsóknareyðublað sem fylla þarf út og senda til skrifstofu LH. Einnig þarf bréf frá umsækjanda að fylgja, þar sem hann segir frá sjálfum sér, áhugamálum, hestamennsu og því sem hann vill koma á framfæri.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu FEIF Youth Cup, skrifstofu LH og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl 2014. Senda má umsóknir á ofangreint póstfang í bréfpósti eða í tölvupósti á netfangið [email protected].
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is