08.10.2013 13:55

Hrossaræktarsamtök SuðurlandsHaustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður 10.okt á Veitngastaðnum Kannslaranum á Hellu og hefst kl 20:00

Dagskrá fundarins eftirfarandi :

1. Kynning á viðburðinum Horse Expo um hana sér Hrafnkell Guðnason.
   Eftir kynningu umræða um þáttöku H.S í umræddum viðburði.
2. Starfshópur H.S. á sviði markaðsmála skilar af.
   Umræða um skýrslu starfshópsins.
3. Vetrardagskrá H.S kynnt.
4. Nýliðið málþing Fagráðs til umræðu.
5. Önnur mál.

08.10.2013 13:30

Hófadynur


Tekið úr texta inngangi Halldórs Péturssonar úr bókinni Hófadynur.
 
;Íslenzki hesturinn má muna tvennar tíðir, þær fyrri, er hann sampíndist þjóðinni í þrengstu og óblíðustu kjörum, þegar allt líf í landi hékk á sömu horriminni. Á seinni árum hefur hesturinn notið ávaxta af batnandi hag, sem þessi öld hefur fært húsbændum hans. Nú þarf hann ekki lengur að bera þungar byrðar ófærar eða illfærar leiðir né heldur draga plóg eða sláttuvél, sem ofbauð kröftum hans. Hann er ekki lengur að jafnaði sundlagður í stórvötn né sveltur heilu hungri og látinn berja gaddinn án allrar miskunnar í hörðum vetrum;
 
:.........en úti um græna haga landsins sjást víða fallegir hópar af stóði. Þar er ennþá margur hagaljómi og margir folaldsmunnar bera mjúka snopuna að kjarngresinu, og ennþá eru hér í landi hestamenn ágætir og unnendur riddaralegra íþrótta, sem miklar mætur hafa á góðum reiðhestum og kunna vel með þá að fara, sem hverja frjálsa stund taka hnakk sinn og hest til að njóta hollustu þeirrar ágætu og göfugu íþróttar, sem reiðmennskan er.;
 
Hófadynur, íslenski hesturinn í ljóði og sögu.
Höf. Halldór Pétursson
Útg. 1966
Endurútg. 2004
 
Um bókina og endurútgáfu:
 

30.09.2013 12:29

Kilja frá Grindavík


Mynd: Belinda Ottósdóttir.

Jakob S. Sigurðsson keppti á Kilju frá Grindavík á opna Íþróttamóti Dreyra í ágúst sl. Jakob og Kilja voru farsæl á mótinu og unnu 1. flokk í tölti með einkunnina 7,83.

Jakob hefur keppt á nokkrum sterkum mótum á Kilju á þessu ári með feykigóðum árangri og oftast í úrslitum á þeim mótum sem þau hafa tekið þátt í.
 
Kilja er köstuð í Grindavík árið 2007 og er því um unga hryssu að ræða sem fær svo glæsilega einkunn í töltkeppni.
 
Kilja er undan Landsmótssigurvegaranum Geisla frá Sælukoti og Kilju frá Norður-Hvammi.

Ræktandi og eigandi Kilju er Hermann Th. Ólafsson.

27.09.2013 15:15

Magnús Máni og Tígull


Magnús Máni Magnússon var ekki í vandræðum með að finna sér leið til að komast á hestbak, þarna er sannkölluð útsjónarsemi hjá litla manninum.
Gæðingurinn Tígull frá Hrafnhólum tók þessu öllu með stakri ró, sem minnir okkur verulega á hversu dýrmætir hestar eins og Tígull eru.
Í myndaalbúminu má sjá myndir af hvernig honum gekk að komast á leiðarenda.

24.09.2013 14:34

Sauðfjársmal


Smal og réttir voru í Grindavík um sl. helgi. Jóhanna Harðardóttir hjá Arctic Horses tók nokkrar myndir sem eru komnar í myndaalbúmið.

20.09.2013 19:18

Tamningarstöð Eyþórs og Skjaldar

Haustið er tími frumtamninga, í þessu youtube myndbandi hér fyrir neðan fara Eyþór og Skjöldur yfir hinar mörgu æfingar sem tamningamenn gera á frumstigi tamninga.
Í myndbandinu er einnig viðtal við mann sem flestir hestamenn í Grindavík ættu vel að þekkja.
emoticon 

18.09.2013 22:05

Virðum gangstéttirnar!Ábending hefur borist til stjórnar Brimfaxa um hestatað á gangstéttum og gangstígum í Grindavík. Stjórn Brimfaxa vill koma því á framfæri til allra hestamanna að fara ekki á hestunum eða teyma þau á gangstéttum og gangstígum, ef er óumflýjanlegt fyrir hestana að fara yfir gangstéttir, gangstíga eða götur, vinsamlegast farið strax og þrífið upp eftir hrossin ef þau skilja eitthvað eftir sig.
Kveðja,
Stjórn Brimfaxa.

17.09.2013 14:15

Landsamband hestamanna


Af tilefni degi íslenskrar náttúru sem var 16. sept. 2013 kynnir LH sérstaklega kortasjá LH þar sem má finna allar reiðleiðir sem eru á samþykktu aðalskipulagi sveitarfélaga.
 
LH kynnir einnig "Umgengnisreglur hestamanna" og er mælst til þess að hestamenn um land allt fari eftir þeim og hugi í hvívetna að náttúrunni okkar á ferð um landið.
 
Umgengnisreglur hestamanna má sjá hér:
 
Kortasjá/reiðleiðir LH er aðgengileg á heimasíðu LH en hana má sjá hér:

13.09.2013 16:23

Góða helgiGóða helgi emoticon

Kveðja, Brimfaxi.

07.09.2013 18:03

Myndir frá 1. maí ferðMyndir frá 1. maí ferð Brimfaxa er komnar í myndaalbúmið.
Brimfaxi þakkar Guðmundu Kristjánsdóttur fyrir myndatökurnar og myndirnar.
emoticon

06.09.2013 12:22

Tölt kennsla

Hér er kennslumyndband um tölt, sem var gert í kennslufræði í Hólaskóla.

04.09.2013 18:10

Stóðréttir haustið 2013Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún.laugardag 7. sept. kl. 9
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.laugardag 14. sept.
Staðarrétt í Skagafirði.laugardag 14. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag.sunnudag 15. sept. 
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún.sunnudag 15. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún.sunnudag 15. sept.
Skrapatungurétt í A.-Hún.sunnudag 15. sept. kl. 9
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.laugardag 21. sept.
Árhólarétt í Unadal, Skag.föstudag 27. sept. kl. 13
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.laugardag 28. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún.laugardag 28. sept. Kl. 13.
Deildardalsrétt í Skagafirðilaugardagur 5. okt.
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf.laugardag 5. okt.
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag.laugardag 5. okt.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún.laugardag 5. okt. kl. 10
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveitlaugardag 12. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveitlaugardag 12. okt. kl. 13

Tekið af www.bondi.is

31.08.2013 21:08

Helgi frá Stafholti á HM 2013

 
Helgi frá Stafholti keppti í tölti í ungmennaflokk á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín sem var 4 - 8 ágúst sl. og vann silfurverðlaun fyrir hönd Danmerkur.
Knapi og eigandi Helga frá Stafholti er Carolina Poulsen. Helgi og Carolina áttu góða stuðningsmenn í stúkunni eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan.
Þess má geta að Helgi hefur keppt fyrir hönd Brimfaxa á ýmsum mótum og m.a. á Landsmóti hestamanna 2012.
Ræktendur og fyrrum eigendur Helga eru Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll J. Pálsson í Stafholti. 
 
 
Hér má sjá myndband af Helga í A úrslitum (knapinn er í rauðum jakka með grænan borða)

(takið copy/paste af linknum ef er ekki hægt að smella á hann!)

16.08.2013 22:26

Hestavísa


Baldvin Halldórsson kvað við mann, er var að skoða hestinn hans:
 
Farðu hægt með folann minn,
hann fæstum reynist þægur.
Hann er eins og heimurinn
hrekkjóttur og slægur.
 
Lesbók morgunblaðsins 1966.
Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 182
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 914453
Samtals gestir: 111599
Tölur uppfærðar: 25.6.2019 23:31:42