Reiðnámskeið fyrir börn er að hefjast.
Opið íþróttamót Mána fer fram helgina 19.-21.apríl nk. Þetta mót hefur fest sig í sessi undanfarin ár sem fyrsta stóra íþróttamótið á suðvesturhorninu.
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1-Tölt T1-Tölt T4-Fimmgangur F1 -Gæðingaskeið
1.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið-100m skeið
2.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3
Pollaflokkar: Ríðandi og teymdir (þátttökuverðlaun, ekki raðað í sæti)
ATH að T4 er skráð sem T2 í skráningarkerfinu
Skráning er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 15.apríl.
Passa þarf að velja skráningu í efstu línu, svo mót í næstu línu, velja svo Mána sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: [email protected]
Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.
Í boði er líka að skrá sig í gegnum [email protected]
Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru:
· Kennitala knapa og nafn
· IS númer hests, nafn og uppruni
· Grein/ar sem keppandi vill keppa í og flokkur
· Hönd sem keppandi vill ríða uppá
· Kreditkortanúmer og gildistími
· Símanúmer knapa eða forráðamanns
Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á [email protected]
Skráningargjald er 4000kr á grein og 1500kr í pollaflokkana (skráning á staðnum).
Við viljum benda á að nú ætlum við að bjóða uppá Tölt T7 þar sem sýnt verður: hægt tölt, snúið við, frjáls ferð á tölti.
Vakin er athygli á því að 1. flokkur er ætlaður keppnisvönum knöpum og 2.flokkur minna keppnisvönum.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Með von um að sjá sem flesta.
Mótanefnd Mána.
Cora J. Claas verður með sýnikennslu -Töltþjálfun- í reiðhöll Palla og Mundu fimmtud. 11 apríl kl. 20:00.
500 kr. aðgangseyrir, heitt á könnunni og allir velkomnir.
Páskareiðtúr.
28. mars Skírdagur
Riðið verður inn á Fitjar og tilbaka. Lagt verður stundvíslega af stað kl. 14:00 frá Reiðhöllinni.
Einhverjir ætla að keyra hestana sína til Grindavíkur og koma ríðandi tilbaka á Skírdag og mæta hópnum við Fitjar.
Grindavíkurheimsókn.
10. og 11. maí föstudagur og laugardagur.
Riðið til Grindavíkur á föstudeginum 10 maí. Lagt verður stundvíslega af stað frá Reiðhöllini kl 18:00 og munu við geyma hestana í Grindavík um nóttina.
Laugardaginn 11. maí verður riðið tilbaka frá Grindavík. Lagt verður stundvíslega af stað kl. 16:00.
Árshátíð Brimfaxa verður á Salthúsinu föstudagskvöldið 19. apríl.
Reiðmenn vindanna verða með tónleika.
Nánari upplýsingar koma síðar.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is