08.04.2013 13:16

Reiðnámskeið barna

Reiðnámskeið fyrir börn er að hefjast.

Kennsludagarnir eru 5 dagar, kennt verður:
Mánud. - 15 apríl
Miðvikud. - 17 apríl
Mánud. - 22 apríl
Miðvikud. - 24 apríl
Mánud. - 29 apríl
 
Tímasetningar er sem hér segir:
15:30 - 16:30 Yngri - minna vön
16:30 - 17:30 Eldri - meira vön.
 
Miðað er við lágmark 5 í hóp.
Ef næst ekki nægileg þáttaka verður krökkunum skipt í hálftíma og hálftíma kennslu í senn, en þá er miðað við lágmark 3 börn í hóp.
Þá yrði tímasetningin svona:
15:30 - 16:00 (minna vanir)
16:00 - 16:30 (meira vanir)
 
Krakkarnir koma með hesta sjálf á námskeiðið.
 
Hestamannafélagið niðurgreiðir námskeið og því er verð pr. barn er 700 kr. tíminn. Alls 3500 kr.
 
Ef tíminn verður settur í hálftíma, þá er það helmingur af ofangreindu verði sem pr. barn borgar.
 
Vinsamlegast athugið að greiða fyrir námskeiðið í fyrsta tímanum.
 
Keppnisnámskeið fyrir börn mun einnig hefjast á þessum tíma, hafið samband ef er áhugi að skrá sig á það námskeið til að fá upplýsingar um tímasetningu, verð og fyrirkomulag.
 
Námskeiðinu verður svo slúttað á töltmóti Brimfaxa laugardaginn 4 maí, þar sem nemendur sem vilja, mæta og keppa í sínum flokk og fá grillaðar pylsur og gos.
 
Kennarinn verður Cora J. Claas.
 
Þeir sem ætla á námskeiðið eru beðin um að skrá sig sem fyrst, en í síðasta lagi föstudaginn 12 apríl.
 
Skráning er á netfangið: [email protected] og í síma 844-6967
 
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

06.04.2013 22:32

Opið íþróttamót Mána 19.-21.apríl

 

Opið íþróttamót Mána fer fram helgina 19.-21.apríl nk. Þetta mót hefur fest sig í sessi undanfarin ár sem fyrsta stóra íþróttamótið á suðvesturhorninu.

 
Boðið verður uppá eftirfarandi greinar:

 

Meistaraflokkur: Fjórgangur V1-Tölt T1-Tölt T4-Fimmgangur F1 -Gæðingaskeið

1.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið-100m skeið

2.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið

Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3

Pollaflokkar: Ríðandi og teymdir (þátttökuverðlaun, ekki raðað í sæti)

ATH að T4 er skráð sem T2 í skráningarkerfinu

Skráning er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 15.apríl.

Passa þarf að velja skráningu í efstu línu, svo mót í næstu línu, velja svo Mána sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: 
[email protected]

Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.

Í boði er líka að skrá sig í gegnum [email protected]

Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru:

· Kennitala knapa og nafn

· IS númer hests, nafn og uppruni

· Grein/ar sem keppandi vill keppa í og flokkur

· Hönd sem keppandi vill ríða uppá

· Kreditkortanúmer og gildistími

· Símanúmer knapa eða forráðamanns

Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á [email protected]

Skráningargjald er 4000kr á grein og 1500kr í pollaflokkana (skráning á staðnum).

Við viljum benda á að nú ætlum við að bjóða uppá Tölt T7 þar sem sýnt verður: hægt tölt, snúið við, frjáls ferð á tölti.
Vakin er athygli á því að 1. flokkur er ætlaður keppnisvönum knöpum og 2.flokkur minna keppnisvönum.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.

Með von um að sjá sem flesta.

Mótanefnd Mána.

 

04.04.2013 18:48

Sýnikennsla - Töltþjálfun



Cora J. Claas verður með sýnikennslu -Töltþjálfun- í reiðhöll Palla og Mundu fimmtud. 11 apríl kl. 20:00.

500 kr. aðgangseyrir, heitt á könnunni og allir velkomnir.

30.03.2013 22:01

Prinsessa frá Grindavík

Mynd: Mani.is
 
Prinsessa frá Grindavík tók þátt í vesturlandssýningunni sem Hrossaræktarsamband Vesturlands stóð m.a. að og var haldin í Faxaborg í Borgarnesi 23 mars sl.
Knapi hennar var Berglind Ýr Ingvarsdóttir.
 
Faðir Prinsessu er Þorgrímur frá Litlalandi og móðir Mugga frá Litlu-Sandvík.
 
Eigandi og ræktandi Prinsessu er Styrmir Jóhannsson.
 
Hér að ofan er mynd af Prinsessu og Styrmi á folaldasýningu Mána 2008.

30.03.2013 14:12

Páskabingóið

 
Nokkrar myndir frá páskabingóinu eru komnar í myndaalbúmið.
 
Yfir 20 krakkar mættu í páskabingóið og var mjög gaman hjá krökkunum.
 
Styrktaraðilar voru:  
Arctic Horses.
Bryggjan.
Samkaup.
Salthúsið.
Sjómannastofan Vör.
Strigaprent.
Aðalbraut.
Vísir.
Pizza islandia.
 
Við þökkum einnig Stakkavík fyrir aðstöðuna og Kvennfélagi Grindavíkur fyrir bingóspjöldin. 
 
Kveðja,
æskulýðsnefnd Brimfaxa.

27.03.2013 11:21

Reiðnámskeið fyrir fullorðna

Reiðnámskeið fyrir fullorðna.
 
Kennari er Cora J. Claas.
Fyrsti tíminn er nk. þriðjudagskvöld 2 apríl.
 
- kennt verður í 6 skipti (alltaf á þriðjudagskvöldum)
- Þið komið með ykkar hest.
- Annaðvhvort 2 eða 4 í hóp. Í hóptímum læra allir það sama en í 2 manna hóp geta tímar verið einstaklingsmiðaðri.
- Dagsetningar: 2/4 - 9/4 - 16/4 - 23/4 - 30/4 - 7/5.
- Verð fyrir pr. mann í 2 manna hóp er 18.000 kr. og fyrir pr. mann í 4 manna hóp er 10.500 kr.
 
Skráningar eru hafnar og um að gera að skrá sig sem fyrst í síma 844-6967 eða senda póst á netfangið [email protected]
 
Minnum á opna íþróttamót Mána sem haldið verður á Mánagrund dagana 19 - 21 apríl, þessi námskeið geta hjálpað þeim sem stefna á að keppa.
 
Barna og unglinganámskeið.
 
Áætlað er að halda er keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga, vinsamlegast hafið samband sem fyrst til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag, tímasetningu og verð í síma 844-6967 eða senda póst á netfangið [email protected]
 
Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 22 Apríl.
kennari er Cora J. Claas.
Allar nánari upplýsingar um barna og unglinganámskeiðin verða auglýstar síðar.
 
Kveðja,
Fræðslunefnd.
 

26.03.2013 14:14

Frá ferðanefnd Mána

Páskareiðtúr.

28. mars Skírdagur

Riðið verður inn á Fitjar og tilbaka. Lagt verður stundvíslega af stað kl. 14:00 frá Reiðhöllinni.

Einhverjir ætla að keyra hestana sína til Grindavíkur og koma ríðandi tilbaka á Skírdag og mæta hópnum við Fitjar.

Grindavíkurheimsókn.

10. og 11. maí föstudagur og laugardagur.

Riðið til Grindavíkur á föstudeginum 10 maí. Lagt verður stundvíslega af stað frá Reiðhöllini kl 18:00 og munu við geyma hestana í Grindavík um nóttina.

Laugardaginn 11. maí verður riðið tilbaka frá Grindavík. Lagt verður stundvíslega af stað kl. 16:00.

24.03.2013 14:05

Barnasmalinn

 
Fjölmennt var á barnasmala/hraðfimi Brimfaxa sem haldið var í reiðhöll Palla og Mundu laugard. 23 mars.
 
23 krakkar voru skráðir til leiks.
 
Þurrkaðar fiskafurðir ehf. gaf öll verðlaunin.
 
Barnaflokkur:
 
1. Silvía Sól
2. Jakob Máni
3. sæti Sæþór
4-8 sæti: (öll jöfn)
Guðmundur Fannar
Hafliði
Jóhannes Hilmar
Ólafía
Unnur Guðrún
 
Ríðandi pollar:
(allir sigurvegarar)
 
Ásdís Hildur
Leonard Veigar
Magnús Máni

Teymdir pollar:
(allir sigurvegarar)
 
Davíð Gylfi
Guðný
Halldóra Rún
Jón Eyjólfur
Katla
Kristólína
Lilja Rós
Sindri Snær
Svanhildur
Svanþór
 
Myndir frá mótinu má sjá í myndaalbúminu.
 
Æskulýðsnefnd og mótanefnd.
 

24.03.2013 14:02

Brimfaxa fimin

 
Brimfaxa fimi var haldið í reiðhöll Palla Jóa og Mundu laugard. 23. mars.
 
Einhamar ehf. gaf glæsilegar hestastyttur fyrir 1. sæti í karla- og kvennaflokk.
 
FMS gaf kaffi, mjólk og plastglös.
 
Keppt var um 5 verðlaunasæti og farnar voru 2 umferðir og gilti besti tíminn. Hart var barist um hvert sek.brot og mátti sjá gríðarleg tilþrif og einvígi.
 
Úrslit urðu eftirfarandi.
 
Kvennaflokkur:
1. Jóhanna Harðardóttir - 41,4 sek.
2. Cora J. Claas - 41,9 sek.
3. Stella Ólafsdóttir - 50,2 sek.
4. Guðlaug B.Klemenzdóttir - 54,7 sek.
5. Guðbjörg Pétursdóttir - 54,8 sek.
6. Valgerður S. Valmundsd. - 61,7 sek.
 
Karlaflokkur:
1. Jón Ásgeir Helgason - 36,6 sek.
2. Páll Jóhann Pálsson - 43,1 sek.
3. Steingrímur Pétursson - 43,1 sek.
4. Guðjón V. Guðmundsson - 45,4
5. Ragnar Eðvaldsson - 47,6 sek.
6. Hörður Sigurðsson - 50,0 sek.
7. Stefán Þ. Kristjánsson - 60,3 sek.
8. Hilmar Knútsson - 60,5 sek.
 
Mótanefnd og æskulýðsnefnd.

24.03.2013 13:46

Karla og kvennatölt Mána

 
Nokkrir Brimfaxafélagar (sem eru einnig Mánafélagar) skelltu sér að keppa á karla og kvennatölti Mána sem var haldið föstudaginn 22. mars í Mánahöllinni á Mánagrund.
 
Ragnar Eðvaldsson gerði sér lítið fyrir og sigraði 2. flokk karla og Cora J. Claas var í 4. sæti í 2. flokki kvenna.
 
Öll úrslit má finna á Mánavefsíðunni www.mani.is

23.03.2013 22:55

Páskabingó á mánudaginn

 
Páskabingó æskulýðsdeildarinnar verður haldið í Stakkavík mánudaginn 25. mars kl. 17:00.
 
Fullt af frábærum vinningum.
 
Styrktaraðilar eru:
 
Arctic Horses.
Bryggjan.
Samkaup.
Salthúsið.
Sjómannastofan Vör.
Strigaprent.
Aðalbraut.
Vísir.
Pizza islandia.

20.03.2013 14:40

Árshátíð 19 apríl

Árshátíð Brimfaxa verður á Salthúsinu föstudagskvöldið 19. apríl.

Reiðmenn vindanna verða með tónleika.

Nánari upplýsingar koma síðar.

19.03.2013 22:19

Birtingur frá Stafholti

 
Birtingur frá Stafholti var í 1. sæti í flokki hestfolalda á opnu folaldasýningu Sörla og vann einnig titilinn glæsilegasta folald sýningarinnar.
 
Faðir Birtings er Mídas frá Kaldbak og móðir Birta frá Heiði.
Eigendur og ræktendur eru Páll J. Pálsson og Guðmunda Kristjánsdóttir.
 
Nánar um úrslit má sjá hér: http://www.hestafrettir.is/urslit-folaldasyningar-sorla-2013/
 

18.03.2013 19:20

Barnasmali...

 
Eru ekki allir búnir að skrá sig ?
 
Skráningu lýkur annað kvöld (þriðjud. 19 mars kl. 23:59) 
Skráningar í síma 848-0143 eða á netfangið [email protected] 
 
Styrktaraðili er Þurrkaðar fiskafurðir ehf.

14.03.2013 22:20

Barnasmali/hraðfimi og Brimfaxa

 
Laugardaginn 23. mars 2013 verður barnasmali/hraðfimi kl. 14:00 og
Brimfaxa fimi kl. 20:00 í reiðhöll Palla Jóa og Mundu.
 
Barnasmali/hraðfimi:
 
Mótið byrjar kl. 14:00
 
Öllum félagskrökkum er heimild þáttaka (keppendur verða
að koma með hest) og allir fá þáttökuverðlaun.
 
Keppt verður í 3 flokkum:
- Teymdir pollar
- Ríðandi pollar
- Barnaflokk
 
Skráning til þriðjudaginn 19 mars til kl. 23:59 á netfangið
[email protected] eða í síma 848-0143.
Ekkert skráningargjald.
 
Brimfaxa fimi.
 
Mótið byrjar kl. 20:00
 
Keppt verður í karla og kvennaflokk.
 
Skáningargjald 500 kr. og skráning á staðnum.
 
Kveðja,
Æskulýðsnefnd og mótanefnd.
Flettingar í dag: 870
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657546
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 11:05:37