07.07.2022 20:23

Forkeppnir búnar á Landsmóti

 

Forkeppnum er lokið á Landsmóti hestamanna.

í forkeppni unglingaflokki varð Lilja Rós og Pólon í 52. sæti með einkunnina 8,30 

og Magnús Máni og Freisting í 76. sæti með einkunnina 8,16.

100 keppendur kepptu í forkeppni í unglingaflokki sem var langstærsti flokkurinn

í yngri flokkum. 

 

27.06.2022 21:45

Hópreið á Landsmóti hestamanna

 

 

Setningarathöfn Landsmóts 2022 verður fimmtudagskvöldið 7.júlí.

Samhliða verður hópreið hestamannafélaga.

Tengiliður Brimfaxa er Jón Ásgeir og þeir sem hafa áhuga á þátttöku

er bent á að hafa samband við hann: [email protected]

20.06.2022 22:15

Reykjavíkurmeistaramót WR

 

 

Þrír Brimfaxafélagar kepptu á World Ranking Reykjavíkurmeistaramótinu í Víðidal.

Reykjavíkurmeistaramótið var feiknastórt þar sem 740 skráningar voru í 35 greinar.

 

Díana Ösp Káradóttir og Nn frá Bollastöðum. Tölt T7 unglingafl. 9.sæti forkeppni.

Díana Ösp Káradóttir og Nn frá Bollastöðum. Fjórgangur V2 unglingafl. 47. sæti forkeppni.

Patricia Hobi og Siggi Sæm frá Þingholti. Fjórgangur V2 2 fl. - 6.sæti A-úrslit.

Sylvía Sól Magnúsdóttir og Reina frá Hestabrekku. Tölt T3 1 fl. - 4. sæti A-úrslit.

 

20.06.2022 21:59

 

Skráning er hafin á sumarnámskeið Arctic Horses. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við hestamannafélagið Brimfaxa og eru sem fyrr 5 dagar í senn í 2,5 klst. hvert skipti (nema annað sé tekið fram).

Námskeiðin eru fyrir 6 ára og eldri. Krakkarnir mæta klæddir eftir veðri og með nesti í bakpoka nema síðasta daginn, þá verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús.

Ef ekki næst næg þátttaka verður námskeiðið fellt niður í þeirri viku og ef eftirspurn er mikil reynum við að bæta við fleiri námskeiðum.

 

Námskeið 3, 27.júní - 1.júlí frá 9:30-12:00 (4 dagar, ekki 30.6)

Námskeið 4, 27.júní - 1.júlí frá 13:00-15:30

Námskeið 5, 11.-15.júlí frá 9:30-12:00

Námskeið 6, 11.-15.júlí frá 13:00-15:30

Námskeið 7, 18.-22.júlí frá 9:30-12:00

Námskeið 8, 18.-22.júlí frá 13:00-14:30 (ATH styttra)

Námskeið 9, 8.-12.ágúst frá 9:30-12:00

Námskeið 10, 15.-19.ágúst frá 9:30-12:00

Námskeið 11, 15.-19.ágúst frá 13:00-15:30

Námskeið 12, 22.-26.ágúst frá 14:00-16:30

 

Verð á námskeiði 23.000- (2,5 klst í senn)

4 daga námskeið 18.400- (2,5 klst í senn)

Styttra námskeið 14.000- (1,5 klst í senn)

Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 848-0143 (Jóhanna)

Hlökkum til að sjá ykkur

Jóhanna, Sylvía Sól og Sindri Snær

 

07.06.2022 19:36

Landsmótsfarar

 

 

Lilja Rós og Magnús Máni verða fulltrúar Brimfaxa í unglingaflokki á landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hellu

dagana 3-10 júlí 2022.

Lilja Rós keppir á Pólon frá Sílastöðum. Eig. Páll Jóhann Pálsson

Magnús Máni keppir á Freistingu frá Grindavík. Eig. Styrmir Jóhannsson

 

 

27.05.2022 13:42

 

Gæðingakeppni og úrtaka Sóta og Brimfaxa fer fram n.k. laugardag, 28. maí, á velli Sóta við Breiðumýri.

Dagskrá:

Kl. 12:30 knapafundur í félagshúsi

Kl. 13:00 Pollar teymdir og ríðandi

Kl. 13:15 Unglingar

Kl. 14:15 B flokkur

Kl. 14:30 A flokkur

Kl. 14:40 Hlé

Kl. 15:10 Úrslit Unglingar

Kl. 15:45 Úrslit B flokkur

Kl. 16:20 Úrslit A flokkur

Selt verður á Pálínuboðsborð frá kl. 13:00 í félagshúsi Sóta.

Ráslistar eru á Kappa

25.05.2022 18:47

**Miðnæturreið** Mána

 

Við erum velkomin í þessa miðnæturreið Mánamanna á föstudagskvöldið. Það þarf að skrá sig í síðasta lagi í kvöld vegna matarins.

Sjá nánar á facebooksíðu Brimfaxa og facebooksíðu Mána.

**Miðnæturreið** Mána nk föstudag 27 maí 

Mæting stundvíslega við Reiðhöll kl 19. Riðið verður að Garðskagavita og til baka.

Sameiginlegur kvöldverður verður á veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga. Borðhald hefst um 21:00 og lagt af stað til baka 22:30. Lambafille og meðlæti ásamt kaffisopa 4600kr á mann. Athugið hver og einn borgar fyrir sig á staðnum.

24.05.2022 23:15

 

 

Opna Álftanesmót Sóta var haldið helgina 14-15 maí 2022.

Lilja Rós og Magnús Máni mættu til leiks með 5 hesta í mismunandi greinar

og fóru þau í A úrslit í öllum greinum. 

 

Úrslit þeirra urðu eftirfarandi:

Fjórgangur V5 - Forkeppni

2 sæti - Magnús Máni og Hljómur frá Hofstöðum

3 sæti - Magnús Máni og Freisting frá Grindavík

A-úrslit

1.sæti - Magnús Máni og Hljómur frá Hofstöðum

Fjórgangur V2 - Forkeppni

4 sæti - Lilja Rós og Safír frá Götu 

A-úrslit

3 sæti - Lilja Rós og Safír frá Götu 

Tölt T7 - Forkeppni
5 sæti - Lilja Rós og Ægir frá Götu

A-úrslit

5 sæti - Lilja Rós og Ægir frá Götu

Tölt T3 - Forkeppni

5 sæti - Magnús Máni og Atorka frá Aðalbóli

A-úrslit

2 sæti - Magnús Máni og Atorka frá Aðalbóli

 

20.05.2022 20:43

Útraka og gæðingamót

 

 

Gæðingamót Sóta og Brimfaxa – fyrri úrtaka Sóta fyrir Landsmót 2022 - fer fram laugardaginn 28 maí á velli Sóta við Breiðumýri.
Keppt verður í:  Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki,  Ungmennaflokki, A og B flokki 

 Skráningagjöld: Pollar frítt, Börn, unglingar, ungmenni:  4.000.- A og B flokkar:  5.000.-

 
Mótið er eingöngu fyrir félaga í Sóta og Brimfaxa sem eru löglegir í gæðingakeppni (knapi og eigandi hests skuldlausir félagsmenn).
 
Pollar eru sjálfsögðu með, bæði vanir og óvanir. Vanir pollar ríða tölt eða brokk. Óvanir pollar eiga að vera teymdir af forráðamanni. Allir pollar sem eiga grímubúninga eru hvattir til að mæta í þeim og ekki er verra ef hestarnir eru líka skreyttir!  Pollum er ekki sætaraðað en þeir fá allir verðlaunapening. Skráning í Pollaflokk fer fram á netfanginu [email protected] eða á staðnum en þar skal tekið fram ef polli ríður sjálfur eða er teymdur, nafn og aldur knapa sem og nafn og aldur hests. 
 
Seinni úrtaka Sóta verður síðan með Spretti 3-4 júní – sjá á www.sprettarar.is
Ekki er hægt að skrá hesta eða knapa í seinni umferð hafa þeir ekki tekið þátt í þeirri fyrri. 
 
ATH:  Hestar í eigu Sóta félaga mega keppa sem gestir í einni úrtöku hjá öðrum félögum ef leyfi fæst hjá viðkomandi félagi.  Mun þá einkunn úr forkeppni gilda inná landsmót.    Ef hestur hefur keppt í fyrri og/eða seinni úrtöku hjá Sóta þá má ekki keppa sem gestur á fleiri mótum til að komast inná landsmót.
 
Tvær hæstu einkunnir gilda inná Landsmót í öllum flokkum
 
Skráning er hafin inná Sportfeng
 
Hlökkum til að sjá ykkur í sólskinsskapi!
Kveðja
Mótanefndir Sóta og Brimfaxa

 

04.05.2022 22:12

Opna íþróttamót Mána


Opna íþróttamót Mána var haldið á Mánagrund 30 apríl sl.

Brimfaxi átti tvo keppendur í unglingaflokki á mótinu og fóru bæði í A úrslit

í þeim greinum sem þau kepptu í.

Lilja Rós Jónsdóttir og Safír frá Götu 3. sæti í tölti T7

Lilja Rós Jónsdóttir og Safír frá götu 4. sæti í fjórgangi V2 

Magnús Máni Jónsson og Atorka frá Aðalbóli 4.sæti í fjórgangi V5

 

28.04.2022 20:40

Úrslit og niðurstöður

 

 

Takk fyrir lokamótið og takk fyrir skemmtilega mótaröð!

Viljum byrja á að þakka Klöru fyrir að elda þennan frábæra kvöldmat ofan í liðið??

Einnig viljum við þakka öllum sem hjálpuðu til við mótin á einn eða annan hátt og knöpum sem tóku þátt??

Við fengum til liðs við okkur flotta styrktaraðila sem sáu um öll verðlaun sem veitt voru í mótaröðinni en þeir eru

  • Martak - Verðlaun fyrir 1.-3.sæti í barna-, unglinga- og fullorðinsflokki í öllum greinum

  • Northern Light Inn - Gjafabréf fyrir glæsilegustu parið í þrí- og eingangi og stigahæsta knapa í fullorðinsflokki

  • Lífland - Verðlaun fyrir stigahæstu knapa í barna- og unglingaflokki

  • Papa’s pizza - Búningaverðlaun

  • Blómakot - Blómvendir fyrir stigahæstu knapa

Hér eru niðurstöður dagsins og verðlaunaafhendingarinnar eftir matinn

EINGANGUR

Pollaflokkur

Alexander Óli og Gosi

Viktor Logi og Köggull

Barnaflokkur

  1. Emelía Ásta og Þokki

  2. Sindri Snær og Gjöf

  3. Íris Mjöll og Gosi

Unglingaflokkur

  1. Magnús Máni og Atorka

  2. Lilja Rós og Safír

  3. Díana Ösp og Særún

  4. Halldóra Rún og Muninn

  5. Aníta Ólöf og Lára

Fullorðinsflokkur

  1. Sylvía Sól og Reina

  2. Rúrik og Siggi Sæm

  3. Páll Jóhann og Pólon

  4. Raggi og Sókrates

  5. Jón Ásgeir og Ægir

  6. Stefán og Prins

  7. Guðmunda og Fáinn

  8. Alicja og Náð

“BJÓRTÖLT”

Barnaflokkur

  1. Sindri Snær og Köggull

  2. Íris Mjöll og Köggull

Unglingaflokkur

  1. Aníta Ólöf

  2. Magnús Máni

  3. Lilja Rós

  4. Díana Ösp

Fullorðinsflokkur

  1. Sylvía Sól

  2. Jón Ásgeir

  3. Palli Jói

  4. Raggi

  5. Rúrik

  6. Guðmunda

  7. Stefán

  8. Alicja

Verðlaunaafhendingar

Glæsilegasta parið í þrígang

  • Rúrik og Hljómur

Tilþrifaverðlaun í smala

  • Lilja Rós og Kristall

  • Magnús Máni og Strókur

Besti búningur

  • Guðmundur og Agnes

  • Magnús Máni og Freisting

  • Raggi og Sókrates

Glæsilegasta parið í eingangi

  • Sylvía Sól og Reina

Flottasti hatturinn í bjórtölti

  • Sindri Snær

  • Alicja

Stigahæstu knapar

  • Barnaflokkur: Sindri Snær - 58 stig

  • Unglingaflokkur: Magnús Máni - 54 stig

  • Fullorðinsflokkur: Sylvía Sól - 54 stig

Næst á dagskrá hjá mótanefnd er úrtaka fyrir Landsmót en hún verður haldin í samstarfi við Sóta og fer fram á Álftanesi 28.maí

Mótanefnd.

26.04.2022 20:59

 

Sælir félagar Ísólfsskálaferðin verður farin föstudaginn 29 apríl kl 17 léttar veitingar verða í boði á Skálanum.

Kveðja Jón Ásgeir og Guðlaug

22.04.2022 20:46

Stóri plokkdagurinn 2022

 

Sunnudaginn 24. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt og er fólk hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi, á girðingum, í gróðri og í skurðum eftir veturinn. Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að deginum. Dagurinn er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.

Hægt er að skila pokum við Þjónustumiðstöðina en passa þarf að binda vel fyrir. Ef pokar eru mjög þungir má skilja þá eftir við veg en passa þarf frágang og senda tölvupóst um staðsetningu pokans á [email protected]

www.grindavik.is

 

19.04.2022 22:34

MARTAKSMÓTARÖÐIN 2022 - LOKAMÓT

 

Við hendum í skemmtilegt lokamót laugardaginn 23.apríl og keppum í eingangi og bjórtölti!

Eingangurinn fer þannig fram að einn knapi er inná vellinum í einu. Allir fá tvo hringi til þess að sýna gangtegund að eigin vali (séu sýndar tvær gangtegundir gildir hærri einkunnin) og gangtegundina þarf að sýna einn heilan hring svo hún gildi

Í bjór"töltinu" er bæði tímataka og keppni um að halda sem mestu í glasinu en frjálst val er um hvaða gangtegund er riðin.

Stigakeppnin er æsispennandi og allt getur gerst á þessu lokamóti

Skráning fer fram í gegnum email ([email protected]) eins og áður og það sem þarf að koma fram við skráningu er í hvaða grein verið er að skrá, nafn hests og knapa og flokk.

Skráningargjöld á að leggja inn á Brimfaxa (senda kvittun á mótanefnd).

Kt. 530410-2260

Rkn. 0146-15-250134

Skráning verður opin til klukkan 18:00 þann 22.apríl

Flokkaskipting og skráningargjöld

Pollaflokkur (undir 10) - Frítt

Barnaflokkur (10-13) - 500 kr

Unglingaflokkur (14-17) - 1000 kr

Fullorðinsflokkur (18 og eldri) - 1000 kr

Reiknum með að byrja kl 15 eins og á hinum mótunum og ráslistar koma inn á föstudagskvöldið

Eftir mótið verður verðlaunaafhending fyrir daginn og að auki veitum við verðlaunin fyrir glæsilegasta parið í þrígang, tilþrifaverðlaun í smala, bestu búningana í grímutöltinu og að sjálfsögðu stigakeppnina

18.04.2022 20:59

Úrslit

 

Takk fyrir skemmtilegt mót í gær! Virkilega vel skreyttir hestar og knapar og flottar sýningar.

Viljum einnig þakka henni Önnu Stínu fyrir geggjaðar vöfflur eftir mót en allur ágóði kaffisölunnar rann til æskulýðsdeildar.

Hér eru niðurstöður grímutöltsins.

Kveðja mótanefnd.

Pollaflokkur

Alexander Óli og Gosi

Írena Eyberg og Strókur

Viktor Logi og Köggull

Barnaflokkur

1. Sindri Snær og Gjöf

2. Emelía Ásta og Þokki

3. Íris Mjöll og Gosi

Unglingaflokkur

1. Lilja Rós og Safír

2. Magnús Máni og Atorka

3. Díana Ösp og Særún

4. Guðmundur og Agnes

5. Aníta Ólöf og Strókur

Fullorðinsflokkur

1. Sylvía Sól og Reina

2. Ragnar og Pólon

3. Jón Ásgeir og Ægir

4. Patricia og Hljómur

5. Rúrik og Siggi Sæm

 

Flettingar í dag: 834
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657510
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:21:37