26.03.2013 14:14

Frá ferðanefnd Mána

Páskareiðtúr.

28. mars Skírdagur

Riðið verður inn á Fitjar og tilbaka. Lagt verður stundvíslega af stað kl. 14:00 frá Reiðhöllinni.

Einhverjir ætla að keyra hestana sína til Grindavíkur og koma ríðandi tilbaka á Skírdag og mæta hópnum við Fitjar.

Grindavíkurheimsókn.

10. og 11. maí föstudagur og laugardagur.

Riðið til Grindavíkur á föstudeginum 10 maí. Lagt verður stundvíslega af stað frá Reiðhöllini kl 18:00 og munu við geyma hestana í Grindavík um nóttina.

Laugardaginn 11. maí verður riðið tilbaka frá Grindavík. Lagt verður stundvíslega af stað kl. 16:00.

24.03.2013 14:05

Barnasmalinn

 
Fjölmennt var á barnasmala/hraðfimi Brimfaxa sem haldið var í reiðhöll Palla og Mundu laugard. 23 mars.
 
23 krakkar voru skráðir til leiks.
 
Þurrkaðar fiskafurðir ehf. gaf öll verðlaunin.
 
Barnaflokkur:
 
1. Silvía Sól
2. Jakob Máni
3. sæti Sæþór
4-8 sæti: (öll jöfn)
Guðmundur Fannar
Hafliði
Jóhannes Hilmar
Ólafía
Unnur Guðrún
 
Ríðandi pollar:
(allir sigurvegarar)
 
Ásdís Hildur
Leonard Veigar
Magnús Máni

Teymdir pollar:
(allir sigurvegarar)
 
Davíð Gylfi
Guðný
Halldóra Rún
Jón Eyjólfur
Katla
Kristólína
Lilja Rós
Sindri Snær
Svanhildur
Svanþór
 
Myndir frá mótinu má sjá í myndaalbúminu.
 
Æskulýðsnefnd og mótanefnd.
 

24.03.2013 14:02

Brimfaxa fimin

 
Brimfaxa fimi var haldið í reiðhöll Palla Jóa og Mundu laugard. 23. mars.
 
Einhamar ehf. gaf glæsilegar hestastyttur fyrir 1. sæti í karla- og kvennaflokk.
 
FMS gaf kaffi, mjólk og plastglös.
 
Keppt var um 5 verðlaunasæti og farnar voru 2 umferðir og gilti besti tíminn. Hart var barist um hvert sek.brot og mátti sjá gríðarleg tilþrif og einvígi.
 
Úrslit urðu eftirfarandi.
 
Kvennaflokkur:
1. Jóhanna Harðardóttir - 41,4 sek.
2. Cora J. Claas - 41,9 sek.
3. Stella Ólafsdóttir - 50,2 sek.
4. Guðlaug B.Klemenzdóttir - 54,7 sek.
5. Guðbjörg Pétursdóttir - 54,8 sek.
6. Valgerður S. Valmundsd. - 61,7 sek.
 
Karlaflokkur:
1. Jón Ásgeir Helgason - 36,6 sek.
2. Páll Jóhann Pálsson - 43,1 sek.
3. Steingrímur Pétursson - 43,1 sek.
4. Guðjón V. Guðmundsson - 45,4
5. Ragnar Eðvaldsson - 47,6 sek.
6. Hörður Sigurðsson - 50,0 sek.
7. Stefán Þ. Kristjánsson - 60,3 sek.
8. Hilmar Knútsson - 60,5 sek.
 
Mótanefnd og æskulýðsnefnd.

24.03.2013 13:46

Karla og kvennatölt Mána

 
Nokkrir Brimfaxafélagar (sem eru einnig Mánafélagar) skelltu sér að keppa á karla og kvennatölti Mána sem var haldið föstudaginn 22. mars í Mánahöllinni á Mánagrund.
 
Ragnar Eðvaldsson gerði sér lítið fyrir og sigraði 2. flokk karla og Cora J. Claas var í 4. sæti í 2. flokki kvenna.
 
Öll úrslit má finna á Mánavefsíðunni www.mani.is

23.03.2013 22:55

Páskabingó á mánudaginn

 
Páskabingó æskulýðsdeildarinnar verður haldið í Stakkavík mánudaginn 25. mars kl. 17:00.
 
Fullt af frábærum vinningum.
 
Styrktaraðilar eru:
 
Arctic Horses.
Bryggjan.
Samkaup.
Salthúsið.
Sjómannastofan Vör.
Strigaprent.
Aðalbraut.
Vísir.
Pizza islandia.

20.03.2013 14:40

Árshátíð 19 apríl

Árshátíð Brimfaxa verður á Salthúsinu föstudagskvöldið 19. apríl.

Reiðmenn vindanna verða með tónleika.

Nánari upplýsingar koma síðar.

19.03.2013 22:19

Birtingur frá Stafholti

 
Birtingur frá Stafholti var í 1. sæti í flokki hestfolalda á opnu folaldasýningu Sörla og vann einnig titilinn glæsilegasta folald sýningarinnar.
 
Faðir Birtings er Mídas frá Kaldbak og móðir Birta frá Heiði.
Eigendur og ræktendur eru Páll J. Pálsson og Guðmunda Kristjánsdóttir.
 
Nánar um úrslit má sjá hér: http://www.hestafrettir.is/urslit-folaldasyningar-sorla-2013/
 

18.03.2013 19:20

Barnasmali...

 
Eru ekki allir búnir að skrá sig ?
 
Skráningu lýkur annað kvöld (þriðjud. 19 mars kl. 23:59) 
Skráningar í síma 848-0143 eða á netfangið brimfaxi@gmail.com 
 
Styrktaraðili er Þurrkaðar fiskafurðir ehf.

14.03.2013 22:20

Barnasmali/hraðfimi og Brimfaxa

 
Laugardaginn 23. mars 2013 verður barnasmali/hraðfimi kl. 14:00 og
Brimfaxa fimi kl. 20:00 í reiðhöll Palla Jóa og Mundu.
 
Barnasmali/hraðfimi:
 
Mótið byrjar kl. 14:00
 
Öllum félagskrökkum er heimild þáttaka (keppendur verða
að koma með hest) og allir fá þáttökuverðlaun.
 
Keppt verður í 3 flokkum:
- Teymdir pollar
- Ríðandi pollar
- Barnaflokk
 
Skráning til þriðjudaginn 19 mars til kl. 23:59 á netfangið
brimfaxi@gmail.com eða í síma 848-0143.
Ekkert skráningargjald.
 
Brimfaxa fimi.
 
Mótið byrjar kl. 20:00
 
Keppt verður í karla og kvennaflokk.
 
Skáningargjald 500 kr. og skráning á staðnum.
 
Kveðja,
Æskulýðsnefnd og mótanefnd.

11.03.2013 14:13

Konunámskeið

Cora Jovanna Claas verður með námskeið fyrir konur laugardaginn 16 mars frá kl. 10:00 - 15:00

Námskeiðið er ætlað lítið vönum hestamönnum og byrjendum.
Hestar, reiðtygi og léttar veitingar eru á staðnum. 
Þetta er ekki reiðnámskeið en fólk fær tækifæri til að fara á bak og læra að sitja hest.

Atriði sem verða m.a. tekin fyrir:
Að nálgast hest, að mýla hest, kemba, teyma, leggja á og beisla.

Byrjað er á bóklegum tíma og því næst í verklegan tíma.

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!

Verð 8.000kr 

Skráningarfrestur er til fimmtud. 14 mars til kl. 23:59 í síma: 844-6967 eða jovanna@gmx.de

08.03.2013 13:53

FEIF Youth Camp í Noregi 2013

 
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. - 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
 
Það er norska Íslandshestasambandið í samstarfi við þjálfunarstöðvarnar Kjersem og SP og hestamannafélagið á staðnum, Vestnes. Gistingin verður til að mynda í Kjersem. 
 
Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Noregi er til dæmis þetta:
 
- 2 reiðtúrar á íslenskum hestum í hinum stórfenglegu norsku fjöllum 
- Fjallganga upp á eitt fallegasta fjall Noregs með leiðsögumanni sem hefur klifið Mount Everest
- Fræðsla um tamningu hesta
- Dagsheimsókn til heimsmeistarans Stians Pedersen
- Farið í viðarkyntan heitan pott
- Skoðunar- og verslunarferð í Ålesund
- Þjálfað fyrir litla keppni 
- Geirangursfjörður heimsóttur en hann er sannarlega fallegur staður og er m.a. á heimsminjaskrá UNESCO
- Grillkvöld og margt fleira!
 
Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 5. apríl 2013 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@landsmot.is fyrir þann tíma. 
 
Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir Æskulýðsmál. 
 
Kostnaður við búðirnar er ?550 sem er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Noregi. Flug og ferðir til og frá FEIF YC staðnum í Noregi eru ekki innifaldar. 
 
Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@landsmot.is 

07.03.2013 21:42

"Verndarar barna"

Hestamannafélagið Brimfaxi er samfélagsaðili Grindavíkurbæjar í samstarfinu "Verndarar barna".
 
Jóhanna Harðardóttir fulltrúi æskulýðsnefndar Brimfaxa hefur sótt fræðslunámskeið sem er á vegum samtakana blátt áfram hjá forvarnarteymi Grindavíkur .
 
Nánari upplýsingar námskeiðið má sjá hér: http://grindavik.is/v/4898 
 

03.03.2013 18:40

Úrslit og myndir frá smala.

 
Keppni í hraðfimi (smala) var haldið í reiðhöll Palla og Mundu.
 
Hart var barist og úrslit urðu eftirfarandi:
 
1 sæti: Cora Jovanna Claas  57,06 sek
2 sæti: Jóhanna Harðardóttir 60,00 sek.
3 sæti: Hörður Sigurðsson 66,03 sek.
4 sæti: Katrín Eyberg 68,03 sek.
5 sæti: Sylvía Sól Magnúsdóttir 73,07 sek.
 
Myndir frá mótinu má finna í myndaalbúminu.
 

28.02.2013 21:26

SMALI

 
Hraðfimimót (smali) Brimfaxa verður laugard. 2 mars kl. 20:00 í reiðhöll Palla og Mundu.
Öllum félagsmönnum Brimfaxa eldri en 13 ára (á árinu) er heimild þáttaka og keppt verður um 5 verðlaunasæti.
 
Það er til mikils að vinna því fyrir 1 sæti er:
Glerlistaverk 
Verðlaunapeningur
Múll með endurskyni
Einteymingur
Beislishengi
Kambur  
 
Fyrir 2-5 sæti eru verðlaunapeningar og kambur fylgir líka.
 
Styrktaraðili er Stakkavík.

26.02.2013 13:50

Meistaradeild

Ákveðið hefur verið að fjölmenna á Meistaradeildina næsta fimmtudag þann 28. 2. þá fer fram keppni í fimmgangi.
Við ætlum að sameinast í bíla og vera komin snemma og fá okkur eitthvað að borða áður og vera svo saman í hóp á pöllunum.
Þetta kemur í stað ræktunarferðarinnar og kallast fræðslu og menningarauki. Sendið formanninum póst á hkverk@simnet.is þeir sem
hafa áhuga.

Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1097476
Samtals gestir: 136128
Tölur uppfærðar: 26.11.2020 17:44:12