Æskulýðsnefnd Brimfaxa stóð fyrir fjölskylduferð í Fákasel að sjá leiksýninguna Legends of Sleipnir.
Fyrir sýningu var kíkt bakvið tjöldin, þar sem við fengum fræðslu um starfsemina hjá Fákaseli og auðvitað var kíkt á hestana sem eru aðalstjörnurnar, eftir frábæra kynningu fengum við okkur öll saman að borða á veitingastaðnum. Leiksýningin var í alla staði frábær og var ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér mjög vel ungir sem aldnir :)
Við viljum þakka þeim í Fákaseli kærlega fyrir okkur.
Fullt af myndum frá ferðinni sem Jóhanna Harðard. tók eru komnar í myndaalbúmið.
Æskulýðsdeild Brimfaxa.
Sælir félagar
Nú á miðvikudaginn 5. mars kl.19.00 ætlum við að hittast í Stakkavík og fara yfir málefni reiðhallarinnar,
einnig ætlum við að ræða ferðina í Ölfushöllina á töltið sem við köllum í dagskránni menningarauka.
Við hvetjum alla til að mæta og leggja sitt af mörkum í umræðunni.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.
Nasamúll fannst á veginum sem liggur að hesthúsunum, um er að ræða nýjan múl með gylltri rönd. Múllinn er í vörslu formannsins, eigandinn getur haft samband í síma 898-5696 Hilmar.
Ragnar Eðvaldsson sýndi Endingu frá Stafholti fyrir ræktendur/eigendur hennar. Hér má sjá Ragnar og Endingu við verðlaunaafhendinguna.
Sameiginleg folaldasýning Mána og Brimfaxa verður haldin í reiðhöllinni á Mánagrund föstudaginn 14. febrúar kl 18.
Koma þarf fram við skráningu nafn á folaldi,litur, nafn móður og föður.
Skráningargjald 2000 kr. á folald.
Skráning sendist á [email protected] eða í síma 863-6222.
Dómari verður Guðlaugur Antonsson hrossaræktaráðanautur.
Folaldseigendur þurfa að koma með folöldin í höllina eigi síðar en kl 17:45.
Eftir verðlauna afhendingu verður léttur þjóðlegur matur og létt spjall með Guðlaugi.
Verð í matinn verður 1500 kr.
Vinsamlegast skráið ykkur í matinn í ofangreint email eða síma 863-6222 til að áætla matarinnkaupin :)
Nánari upplýsingar gefur Þórir í síma 848-6973.
Heil og sæl.
Við ætlum að mæta kl. 10.00 í höllina á morgun og byrja að stilla upp mótunum fyrir veggina, þá er gott að vera vel mannaðir.
Allir geta gert eitthvað og svo er félagsskapurinn alltaf góður.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is