12.04.2017 19:31

Hestaferð

 
Hestaferð Brimfaxa 2017 verður farin dagana 21-24 júlí.
Lagt verður af stað úr Mosfellsdal þann 21. 
Hina dagana verður riðið um Þjóðgarðinn.
Þeir sem hafa frekari áhuga geta haft samband við ferðanefnd.
Kveðja
Jón Ásgeir og Ævar.

09.04.2017 23:51

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsd. verður miðvikudaginn 12. apríl kl. 17:30 í reiðhöllinni.

08.04.2017 16:55

Úrslit

Skemmtimót Sóta og Brimfaxa var haldið 7. apríl sl. í Brimfaxahöllinni.
Keppt var í Smala.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. Valgerður S. Valmundsd. Móna frá Strandarhöfði / Brimfaxi
2. Jóhanna Harðardóttir Gosi frá Grindavík / Brimfaxi
3. Ragnar Eðvarðsson Sókrates frá Hestabrekku / Brimfaxi
4. Jörundur Jökulsson Prestur frá Kirkjubæ /  Sóti
5. Hörður Sigurðsson Fenja frá Holtsmúla / Brimfaxi

05.04.2017 20:40

Skemmtimót

Skemmtimót Sóta og Brimfaxa verður í reiðhöll Brimfaxa föstudaginn 7. apríl kl. 19:00
Keppt verður í Smala í einum flokki - 16. ára og eldri.
Skráning er opin á Sportfeng og skráningu lýkur föstudaginn 7 apríl kl. 18:00 og velja þarf Brimfaxa sem mótshaldara.

Skráningargjöld:
16 - 21 árs - 500 kr.
Eldri  - 1000 kr.

Eftir mót verður boðið upp á grillaðar pylsur og slegið á létta strengi.
Vonandi sjáum við sem flesta hvort sem þeir koma til að keppa eða til að hvetja.

Kveðja, Mótanefnd.


03.04.2017 11:23

Úrslit T7 og T3

Frá Sóta:

Það var lyginni líkast hvað veðrið var gott á þriðju og síðustu vetrarleikum Sóta og Brimfaxa í dag 1. april. Keppt var í tölti þ.e.a.s. T7 og T3. Mótið tókst vel en að öðrum ólöstuðum má segja að par keppninar hafi verið Enok Ragnar og hestagullið Reina frá Hestabrekku. Einnig var gaman að sjá hvað margir áhorfendur mættu og sóluðu sig á meðan þeir fylgdust með skemmtilegri keppni. Kærar þakkir til allra sem mættu.

T7 – Pollaflokkur
Sindri Snær Magnússon Hermína frá Hofsstöðum

Tölt T7 - Barnaflokkur
1. Lilja Rós Jónsdóttir Dagur frá Miðkoti
2. Magnús Máni Magnússon Hermína frá Hofsstöðum

Tölt T7 - Unglingaflokkur
1. Birna Filippía Steinarsdóttir Kolskeggur frá Laugabóli
2 .Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Brún frá Arnarstaðakoti
3. Sylvía Sól Magnúsdóttir Sigurfari frá Húsavík

Tölt T7 – Karlar
1. Enok Ragnar Eðvarðss Reina frá Hestabrekku
2. Jóhann Þór Kolbeins Hrönn frá Síðu

Tölt T7 – Konur
1. Valgerður Söring Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla 1

Tölt T7 – Heldri menn og konur 50+
1. Jörundur Jökulsson Skutla frá Vatni
2. Ari Sigurðsson Gyllir frá Miðmundarholti 1
3. Guðmunda Kristjánsdóttir Fáinn frá Langholtsparti
4. Hilmar Knútsson Ilmur frá Feti

Tölt T3 - Unglingaflokkur
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir Sigurfari frá Húsavík
2. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Brún frá Arnarstaðakoti
3. Birna Filippía Steinarsdóttir Kolskeggur frá Laugabóli

Tölt T3 – Ungmennaflokkur
1. Margrét Lóa Björnsdóttir Breki frá Brúarreykjum

Tölt T3 – Konur
1. Valgerður Söring Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla 1

Tölt T3 – Karlar
1. Jón Ásgeir Helgason Hrafntinna frá Götu

Tölt T3 – Heldri menn og konur 50+
1. Jörundur Jökulsson Prestur frá Kirkjubæ

Myndir sem Steinunn og Guðmundur frá Sóta tóku má finna hér:
https://www.facebook.com/pg/HestamannafelagidSoti/photos/…

29.03.2017 09:07

Vetrarleikar 3

Þriðju og síðustu vetrarleikar Sóta og Brimfaxa fara fram n.k. laugardag, 1. apríl á vallarsvæði Sóta á Álftanesi. Mótið hefst kl. 14:00

Keppt verður í Tölti T7 og T3
T7 - Hægt tölt, snúið við og fegurðartölt á frjálsum hraða
T3 - Hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt.

T7 - Allir keppendur í hverjum flokki inni á vellinum í einu. Dómarar raða í sæti.
Flokkar: Pollar, börn, unglingar, ungmenni, karlar, konur, heldri menn og konur.

Kaffihlé.
Veitingar seldar í félagshúsi Sóta. Athugið að eingöngu er hægt að greiða með peningum.

T3 - Þrír keppendur inni á vellinum í einu. Dómarar raða í sæti.
Flokkar: Börn, unglingar, ungmenni, karlar, konur, heldri menn og konur.

Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending í félagshúsi Sóta þar sem stigahæstu einstaklingar vetrarleikanna fá viðurkenningu.

Skráning fer fram á sportfeng og líkur henni á miðnætti fimmtudaginn 30. mars.

Skráningargjöld:
Frítt fyrir polla.
Börn, unglingar og ungmenni - 1000. kr. hver skráning
Karlar, konur, heldri menn og konur  -1500 kr. hver skráning

Hlökkum til að sjá ykkur öll í veðurblíðunni á Álftanesi. Koma svo! Allir með!

28.03.2017 22:51

Breyting á dagskrá!

Ræktunar- og kerruferð að Litlalandi í Ölfusi sem áætlað var að fara laugardaginn 8. apríl hefur verið breytt en farið verður laugardaginn 29. apríl.

20.03.2017 23:11

Hestanudd

Elín Huld Kjartansdóttir er útskrifuð sem sjúkraþjálfari fyrir hesta í Danmörku. Í náminu var m.a kennt nudd, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð, rétta liði, 27.mars til 1. apríl n.k. verður hún á Íslandi og verður í Grindavík fimmtudaginn 30.mars Tíminn kostar 6000 kr. Hesturinn þinn gæti haft gagn af nuddi ef:

-þér finnst hesturinn skakkur

-hesturinn þinn hefur orðið fyrir skaða; t.d fengið spark

-slasast við þjálfun eða hefur verið vitlaust þjálfaður

-hesturinn er mikið missterkur í frumtamningu og/eða eftir mikla þjálfun

-hesturinn sækir í að skekkja sig

-hestur hefur fest i girðingu eða einfaldlega dekur og tékk fyrir sumarið :)

Meðferðin fer fram þannig að hesturinn er skoðaður á hreyfingu, vöðvar þreifaðir og athugað hvort að liðir séu læstir/takmarkaða hreyfigetu. Unnið er með hestin eftir því hvað hentar best fyrir hann og eigandi fær upplýsingar hvað hann getur gert fyrir hestinn i framhaldi af því.

Skilyrði:

-hesturinn verður að vera eldri en 3 vetra

-æskilegt er að hestur hafi frí 24 klst eftir nudd

-Ekki er mælt með að leggja óvenjumikið álag á hest stuttu eftir nudd

Hægt er að panta tíma eða fá Nánari upplýsingar um meðferðina í skilaboðum hjá Elínu á netfangið elin_huld@hotmail.com eða hjá Katrínu í síma 848-8226 eða á netfangið katrin_osp@hotmail.com

 

20.03.2017 12:38

Folaldasýning - úrslit

 

Hestfolöld
 
1.Sæti Sæmar frá Stafholti. Brúnskjóttur
Móðir Myrra frá Stafholti
Faðir Sæþór frá Stafholti
Ræktendur Guðmunda og Páll
Eigandi Marver ehf
 
2.Sæti Sær frá Syðra- Langholti. Brúnn
Móðir Glóð frá Miðfelli 5
Faðir Sæþór frá Stafholti
Eigandi og ræktandi Sigmundur Jóhannesson
 
3. Sæti Fengur frá Grindavík. Fífilbleikur
Móðir Fold frá Grindavík
Faðir Ómur frá Kvistum
Eigandi Styrmir Jóhannsson
 

Merfolöld

1. Sæti Jörð frá Firði. Móálótt
Móðir Veröld frá Síðu
Faðir Skaginn frá Skipaskaga
Eigandi og ræktandi Aron Óskarsson
 
2. Sæti Þrá frá Syðra-Langholti Jörp
Móðir Mylla frá Feti
Faðir Ölnir frá Akranesi
Eigandur og ræktendur:
Arna Þöll Sigmundsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson
 
3. Sæti Vigdís frá Aðalbóli 1. Grá
Móðir Ylja frá Holtsmúla
Faðir Örlygur frá Efra-Langholti
Ræktandi Aðalból ehf
Eigendur Styrmir Jóhannsson og Jóhann Þór Ólafsson.
 

Glæsilegasta folald að mata dómara: Jörð frá Firði.

Styrktaraðili sýningu var Maron ehf.

 

18.03.2017 14:46

Vorsýningar Kynjakatta í reiðhöllinni

Vorsýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 1. og 2. apríl í Reiðhöllinni í Grindavík, að Hópsheiði 34. 
Opið verður frá  kl. 10-16 báða daga fyrir almenning. 

Miðaverð inn á sýninguna er 800 kr.  fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir 12 ára og yngri. Einnig er 50% afsláttur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.

16.03.2017 22:30

Reiðnámskeið

Nýtt reiðnámskeið með Önnu Björk byrjar mánudaginn 27. mars.
Námskeiðið er bæði einstaklings- og hópmiðað.
Styrmir tekur á móti skráningum í síma 824-2413 eða á netfangið styrmir@fms.is  
Það væri mjög gott ef áhugsamir myndu skrá sig sem fyrst.

15.03.2017 22:01

Folaldasýning 18. mars - uppfært!

Folaldasýning Brimfaxa verður laugardaginn 18. mars kl. 13:00 í Brimfaxahöllinni.
Magnús Lárusson mun koma og dæma og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu folöldin í hvorum flokk og glæsilegasta folaldið valið.
Skráningu lýkur fimmtud. 16 mars. Skráning er hjá Styrmi í Síma 824-2413 eða á netfangið styrmir@fms.is

08.03.2017 22:41

Framhaldsskólamótið 2017

Sylvía Sól Magnúsdóttir keppti í úrtöku fyrir framhaldsskólamótið 2017.
Sylvía komst áfram á Sigurfara frá Húsavík í tölti T3 og fjórgangi V2.
Framhaldsskólamótið verður haldið Samskipahöllinni þann 11. mars nk.

07.03.2017 22:03

Úrslit vetrarleikar 2

Frá Sóta: Vetrarleikar 2 - þrígangur Sóta og Brimfaxa fóru fram í blíðskaparvetrarveðri á Álftanesi laugardaginn 4 mars. Skráning var nokkuð jöfn frá báðum félögum og skiptust félögin á að eiga sigurvegara í öllum flokkum. Dómari dagsins, Þórir Örn Grétarson var einstaklega jákvæður og sáust háar tölur á nesinu! Kærar þakkir til keppenda og starfsmanna og hlökkum til næsta móts þann 1 april en þá kemur í ljós hverjir verða vetrarleika-meistarar. Mynd: Þorsteinn Narfason. Fleiri myndir sem Þorsteinn tók má finna á facebook síðu Sóta.

Úrslit urðu þannig:

Pollar - ekki raðað í sæti
Vigdís Rán Jónsdótti á Baugi frá Holtsmúla 1
Sindri Snær Magnússon á Blesa frá Hvoli

Barnaflokkur
1. Magnús Máni Magnússon á Blesa frá Hvoli 10 stig

Unglingaflokkur
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir á Sigurfara frá Húsavík - 10 stig
2. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir á Brún frá Arnarstaðakoti - 8 stig
3. Birna Filippía Steinarsdóttir á Kolskegg frá Laugabóli - 6 stig

Ungmennaflokkur
1. Margrét Lóa Björnsdóttir á Breka frá Brúarreykjum - 10 stig

Kvennaflokkur
1. Katrín Ösp Rúnarsdóttir á Fljóð frá Grindavík - 10 stig
2. Elfur Erna Harðardóttir á Heru frá Minna-Núpi - 8 stig
3. Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir á Valíant frá Helgadal - 6 stig

Karlaflokkur
1. Jón Ásgeir Helgason á Lyftingu frá Götu - 10 stig

Heldri menn og konur
1. Ari Sigurðsson á Gylli frá Miðmundarholti - 10 stig
2. Ævar Ásgeirsson á Sperrilegg frá Íbisholi - 8 stig
3. Hilmar Knútsson á Ilmi frá Feti - 6 stig

Stigin eftir fyrstu tvo vetrarleika standa þannig:

Barnaflokkur:
Magnús Máni Magnússon: 20 stig
Emilía Snærós Siggeirsdóttir: 8 stig
Lilja Rós Jónsdóttir; 6 stig
Halldóra Rún Gísladóttir: 4 stig
Svanhildur Röfn Róbertsdóttir: 2 stig

Unglingaflokkur:
Sylvía Sól Magnúsdóttir: 18 stig
Birna Filippía Steinarsdóttir: 16 stig
Ásdís Agla Brynjólfsdóttir: 8 stig
Jakob Máni Jónsson: 6 stig

Ungmennaflokkur:
Margrét Lóa Björnsdóttir: 20 stig

Kvennaflokkur:
Katrín Ösp Rúnarsdóttir : 20 stig
Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir: 14 stig
Elfur Erna Harðardóttir: 8 stig
Erna Pálrún Árnadóttir: 6 stig

Karlaflokkur:
Jón Ásgeir Helgason : 18 stig
Ragnar Eðvarðsson: 10 stig

Heldri menn og konur:
Ævar H. Ásgeirsson: 16 stig
Jörundur Jökulsson: 16 stig
Ari Sigurðsson: 12 stig
Hilmar K. Larsen: 10 stig
Steinunn Guðbjörnsdóttir: 4 stig

03.03.2017 23:33

Frestun!

Fræðsla sem var fyrirhuguð mánudaginn 6. mars nk. er frestað um óákveðin tíma.
Kveðja æskulýðsnefnd.

Flettingar í dag: 215
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1097462
Samtals gestir: 136127
Tölur uppfærðar: 26.11.2020 17:13:16