28.12.2012 18:57

EinkakennslaÁ þriðjudags- og fimmtudagskvöldum (eða eftir samkomulagi) verður boðið upp á einkakennslu í vetur hjá Coru í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Einnig verður hægt að panta tíma með stuttum fyrirvara og í boði verða 30 mín. eða 1 klst. í senn.
Hafið samband sem fyrst eftir að hrossin eru komin á hús til að byrja í kennslu, við getum einnig skipulagt skammtíma- og langtímamarkmið fyrir þig og hestinn þinn sem við förum eftir í vetur.

Kær kveðja
Cora Jovanna Class
S: 844-6967
Netfang: jovanna@gmx.de

20.12.2012 23:01

Knapamerki 3Knapamerkjanámskeið 3 verður haldið í vetur í reiðhöllinni hjá Palla Jóa og Mundu.

Skilyrði til að geta farið á það námskeið er að vera búin með knapamerki 1 og 2.

Námskeiðið hefst 15 janúar 2013.

Áhugasamir hafi samband við Coru fyrir 30 desember 2012.

Cora:
Símanr. 844-6967
Netfang: jovanna@gmx.de

19.12.2012 22:15

Aðalfundurinn


 

Aðalfundurinn var haldinn þann 17 des. 2012. Gerðar voru breytingar á félagsgjöldum, stjórn og nefndum.

Félagsgjöld fyrir 2013 og nýjan stjórnar- og nefndarlista má sjá undir tenglinum "um félagið" hér að ofan. Vetrardagskrá Brimfaxa kemur svo fljótlega og framhaldsaðalfundur verður svo haldinn í byrjun árs 2013.

Kveðja, Stjórnin.

12.12.2012 22:01

Aðalfundurinn, mánudaginn 17 des. 2012

 
Minnum á aðalfundinn sem haldinn verður í Salthúsinu, mánudaginn 17 des. kl. 20:00
 
Kveðja
Stjórnin.

09.12.2012 23:35

FræðslukvöldiðFræðslukvöld Brimfaxa var haldið 6 des. 2012, mæting var góð og ánægja með skemmtilegan og fróðlegan fræðslufund. Eftir fræðslu um flest allt sem viðkemur fóðrun, vítamíni, salti, vatni, ormalyfsgjöfum, hnjúskum og svo lengi mætti telja, var farið að holdstiga sýningarhross í mismunandi holdum þar sem gestir voru látnir meta og stiga sjálfir, áætla fóðurþörf, brúkun og uppbyggingu hvert hross fyrir sig.

Reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa má sjá hér: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/160-2006

Brimfaxi þakkar Coru fyrir fræðsluna og Palla Jóa og Mundu fyrir afnotið af aðstöðunni þeirra.

Eins og má sjá á meðfylgjandi mynd voru gestir í góðu skapi og GSM símamyndir eru komnar í myndaalbúmið.

Kveðja
Stjórnin.

07.12.2012 10:50

Saga ásetunnar

Hólanemar gerðu gamanmyndband árið 2008 um sögu íslensku ásetuna.......fyrr og síðar.

Gaman að þessu.

 

05.12.2012 13:46

Fræðslukvöldið

 
Minnum á fræðslukvöldið sem haldið verður annað kvöld (6 des.) kl. 20:00.
 
Sjá auglýsingu neðar á síðunni eða smella hér:
 

03.12.2012 22:33

Fésbók!
Brimfaxi hefur opnað fésbókarsíðu.

Fésbókarsíðan er hugsuð til að setja inn tilkynningar um viðburði hjá félaginu sem settar eru hér á þessa vefsíðu.
Hér er linkur á fésbókarsíðuna: http://www.facebook.com/brimfaxi
Einnig er linkur á síðuna hér til vinstri undir: Tenglar

Stjórnarmenn Brimfaxa senda einnig út fjöldapóst um ýmsar tilkynningar, auglýsingar og fl. sem rata ekki endilega hér á vefsíðuna, því væri gott að ef einhver sem er í félaginu hefur ekki fengið póst eða hefur skipt um netfang, að senda nafn og netfangið sitt á brimfaxi@gmail.com

Kveðja
Stjórnin.

01.12.2012 21:04

Fræðslukvöld 6 des.

 
 
Næstkomandi fimmtudag þann 6 des. 2012 kl. 20:00 í reiðhöll Palla Jóa og Mundu, heldur Brimfaxi fræðslukvöld þar sem Cora jovanna Class mun fræða um fóðrun hrossa, fóðurþörf, átgetu, áttíma og fleira sem viðkemur fóðrun á útigangshrossum og brúkunarhrossum, einnig verður farið yfir og kennt hvernig á að holdstiga/holdmeta hross og sýnd verða hross í mismunandi ástandi.
Hnjúskar eru oft fylgifiskar haustsins og farið verður yfir þá þætti sem viðkemur hnjúskum, hnjúskavandamálum, forvarnir og meðhöndlun þeirra.
 
 
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
 
Kveðja
Stjórnin.

28.11.2012 22:18

Reiðkennsla / skoðanakönnunHér á síðuna hefur verið sett skoðanakönnun fyrir hestamenn (sem átti að fylgja fyrri frétt um fyrirhuguð reiðnámskeið)

Sjá hér: http://www.brimfaxi.is/blog/2012/11/12/638567/

Til að glöggva sig á hvað þessi skoðanakönnun ber með sér, er vert að skoða og merkja við hvað þú hefur áhuga á og hvað þú vilt læra, en margvísleg kennsla og námskeið getur verið yfir hóp eða einstakling að ósk nemenda.

Taka má dæmi fyrir einkakennslu:

Áttu við vandamál að stríða ? Er hesturinn óþekkur ? Stendur hesturinn ekki kyrr þú ferð á bak ? Þartu að gangsetja ? Ertu  hrædd/ur ? Þá er einkakennsla val fyrir þig, en það er alltaf hægt að fá einkakennslu kl: 10:00 á morgnanna, yfir daginn, seint á kvöldin eða um helgar. Einn tími í einkakennslu getur skýrt og gert margt fyrir knapa og hest.

Aðalmarkmið í kennslu hjá Coru er að bæta samskipti og skilning á milli knapa og hests.

Hestur án knapa er bara hestur. Knapi án hests er bara maður. 

Þeir sem hafa áhuga á hverskyns reiðkennslu er bent á að hafa samband við Coru í s: 844-6967 eða sent póst á netfangið:  jovanna@gmx.de

22.11.2012 21:51

Hestar og menn í nýtt húsnæði og tilboðsdagar.


Föstudaginn 23 nóv. og laugardaginn 24 nóv. eru tilboðsdagar í versluninni hestar og menn.

Hestar og menn bjóða alla velkomna í stórglæsilega verslun að Lynghálsi 5.
 
 
Opnunartími er sem hér segir:
mánudaga - föstudaga kl. 10 - 18
laugardaga kl. 10 - 14 
 

20.11.2012 19:28

Aðalfundur


Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn 17 des. 2012 Kl: 20:00 í Salthúsinu.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kveðja, Stjórnin.

16.11.2012 22:45

Keppnisárangur Brimfaxafélaga 2012
Á árinu 2012 kepptu Brimfaxafélagar á hinum ýmsu mótum sem haldin voru víðsvegar, en áður en Brimfaxi var stofnaður voru félagsmenn í hestamannafélaginu Mána, (sem og öðrum félögum) og margir eru enn í sínu gamla félagi og mjög gott samstarf er á milli Brimfaxa og Mána. Hestamenn í Grindavík hafa í gegnum tíðina verið duglegir að keppa og oft komið heim til Grindavíkur með verðlaun.

Brimfaxi átti fulltrúa m.a. á ístölti kvenna, páskamóti Sleipnis, landsmóti og fleiri mótum, þar sem keppendur voru Brimfaxa til mikils sóma. Einnig tóku hestar í eigu Brimfaxafélaga þátt í mörgum mótum á árinu með glæsilegum árangri. Brimfaxafélagar eiga líka nokkur hross sem dæmd voru á árinu og án efa eiga einhver af þeim eftir að keppa á komandi mótatímabili.

Hér ætlum við að líta yfir mótatímabilið fyrir árið 2012 og telja fram verðlaunasæti þar sem keppt var utan Grindavíkur undir nafni Brimfaxa.

Mars:
Lífstöltið í Mosfellsbæ.
A-úrslit tölt. 2 flokkur. 6 verðl. Fenja frá Holtsmúla. Knapi og Eig: Valgerður Valmundsdóttir.

Apríl:
Barnasmali Mána og Brimfaxa á Mánagrund.
3 verðl. í barnaflokk. Silvía Sól Magnúsdóttir.
Þáttökuverðl. í pollaflokk: Magnús Máni Magnússon

Júní:
Hestaþing Mána og Brimfaxa á Mánagrund.
A-flokkur 3 verðl. Kaldi frá Meðalfelli. Eig. Páll Jóhann Pálsson. Knapi og eig: Snorri Dal.
B-flokkur 2 verðl. Helgi frá Stafholti. Eig. Marver. Knapi Snorri Dal
B-flokkur 5 verðl. Fleygur frá Hólum. Eig. og Knapi: Sigurður Jónsson
B-flokkur áhugam. 3 verðl. Fenja frá Holtsmúla. Eig og knapi: Valgerður Valmundsdóttir.

Júní:
Hestaþing Mána og Brimfaxa á Mánagrund - úrtaka fyrir landsmót.
Landsmótssæti:
A-flokkur. Kaldi frá Meðalfelli. Eig. Páll Jóhann Pálsson.
B-flokkur. Ófelía frá Holtsmúla. Eig. Hermann Ólafsson.

12.11.2012 16:18

Reiðnámskeið, tamningar og þjálfun.Námskeið í vetur hjá Mundu og Palla Jóa.
Reiðkennari Cora Claas.

Hvað viltu læra?

Til stendur að halda mismunandi reiðnámskeið í vetur og auk þess verður boðið upp á einkakennslu. Það eiga allir að geta fundið eitthvað sem þeim hentar til að bæta sig og hestinn sinn. Fyrirhuguð eru tvö Knapamerkjanámskeið, eitt á 1. stigi og eitt á 3. stigi, þátttaka þarf að vera næg svo hægt sé að halda knapamerkjanámskeið. Það má finna upplýsingar um Knapamerkin á http://knapi.holar.is (smellið líka á merkin sem eru efst á síðunni til að fá frekari upplýsingar). Síðan verður haldið annað námskeið eða önnur og væri þá best ef nemendur gerðu grein fyrir því hvað þeir vildu helst læra.

Boðið verður upp á almennt reiðnámskeið fyrir þá sem vilja, þar sem við reynum að hafa alltaf tvo og tvo saman eftir getu og sníðum kennsluna að hverjum hóp.

En kannski er þörf fyrir byrjendanámskeið fyrir fullorðna?

Hafið þið áhuga á fortamninganámskeiði (tryppi á öðrum og þriðja vetri) eða frumtamninganámskeið þar sem allir mæta með bandvant tryppi og við gerum það reiðfært?

Hafið þið áhuga á að fara á jafnvægisnámskeið þar sem fyrst og fremst er hugsað um að bæta jafnvægi ykkur og ásetuna, þar sem gildir - Betri knapi betri hestur!

Endilega hafið samband við mig og segið frá því sem þið hafið áhuga á!

Ég hef verið að kenna í Grindavík undanfarna vetur í aðstöðunni hjá Mundu og Palla Jóa. Í gegnum tíðina hef ég líka tamið fyrir þau. Í sumar tókum við þá ákvöðun að flytja til Grindavíkur og fluttum við hingað í haust.

Ég er núna með aðstöðu hjá Mundu og Palla Jóa, tek þar hross í þjálfun og býð upp á reiðkennslu.

Fyrir þá sem þekkja mig ekki. Ég heiti Cora Jovanna Claas er 30 ára gömul og fædd í þýskalandi, ég er búin að búa á Íslandi af og til frá 1999 og alveg síðan 2004. Ég er útskrifaður reiðkennari og þjálfari frá Hólum og hef starfað við tamningar frá 1999 og kennslu frá 2007 á Íslandi, í Þýskalandi og Danmörku. Maðurinn min heitir Arnar Bjarki og dóttir mín heitir Katla Björk og er 1árs.

Ef þið viljið ná samband við mig getið þið kíkt við í hesthúsið, hringt í síma 8446967 eða sent línu á jovanna@gmx.de
 
Kær kveðja
Cora Jovanna Claas. 
Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 796317
Samtals gestir: 91794
Tölur uppfærðar: 16.8.2018 08:52:07