"GÓÐA VEÐRIÐ ER KOMIÐ OG ÁTAKIÐ BYRJAÐ".
RUSLAGÁMURINN (BARA EINN) KOMINN Á SVÆÐIÐ VIÐ REIÐHÖLLINA OG GRÆNI GÁMURINN ER FYRIR ALLT RUSL NEMA JÁRN.
VIÐ EIGUM AÐ SETJA ALLT ÓNÝTT JÁRN VIÐ HLIÐINA Á GRÆNA GÁMNUM EN ALLS EKKI OFAN Í HANN.
Gámurinn verður tekinn á mánudaginn svo við höfum átakshelgi til að laga til hjá okkur.
Njótið helgarinnar
Skráning fer fram í Sport Feng og hefst hún mánudaginn 8. maí og stendur til miðnættis þriðjudaginn 16. maí.
Boðið verður upp á eftirtaldar keppnisgreinar:
Opinn flokkur - 1.flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Opinn flokkur - 2.flokkur (minna vanir): Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Annað - 3.flokkur (byrjendur): Fjórgangur V2 - Tölt T7
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 -Tölt T3 -T7
Pollatölt
Skráningargjöld:
1-3 flokkur: kr. 4.000,-- pr. skráning.
Barna, unglinga og ungmennaflokkar: kr. 3.000,-- pr. skráning. Pollar: 500.-
Leynigestur mun afhenda verðlaunin sem eru m.a. myndir eftir listakonuna Helmu, sem býr á Álftanesi.
Mótanefnd hestamannafélagsins Sóta áskilur sér rétt til þess að sameina eða fella niður flokka ef þess þarf og stytta mótið í einn dag sé þess þörf.
Þeir sem þurfa hesthúspláss á meðan að á mótinu stendur geta haft samband við Jörund, formann félagsins í s: 898-2088 eða sent okkur skilaboð á FB.
Álftanes er sveit í borg og aðstaðan hjá Sóta er það líka. T.d. er ekki upphitunarvöllur né reiðhöll á staðnum en hins vegar góð, lokuð gerði (hringgerði sem og 20x40 gerði). Við lofum hins vegar fallegu útsýni og góðri stemningu!
Sjáumst á Álftanesi þann 20. maí
Kveðja,
Mótanefnd Sóta
Frá Sóta:
Það var lyginni líkast hvað veðrið var gott á þriðju og síðustu vetrarleikum Sóta og Brimfaxa í dag 1. april. Keppt var í tölti þ.e.a.s. T7 og T3. Mótið tókst vel en að öðrum ólöstuðum má segja að par keppninar hafi verið Enok Ragnar og hestagullið Reina frá Hestabrekku. Einnig var gaman að sjá hvað margir áhorfendur mættu og sóluðu sig á meðan þeir fylgdust með skemmtilegri keppni. Kærar þakkir til allra sem mættu.
T7 – Pollaflokkur
Sindri Snær Magnússon Hermína frá Hofsstöðum
Tölt T7 - Barnaflokkur
1. Lilja Rós Jónsdóttir Dagur frá Miðkoti
2. Magnús Máni Magnússon Hermína frá Hofsstöðum
Tölt T7 - Unglingaflokkur
1. Birna Filippía Steinarsdóttir Kolskeggur frá Laugabóli
2 .Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Brún frá Arnarstaðakoti
3. Sylvía Sól Magnúsdóttir Sigurfari frá Húsavík
Tölt T7 – Karlar
1. Enok Ragnar Eðvarðss Reina frá Hestabrekku
2. Jóhann Þór Kolbeins Hrönn frá Síðu
Tölt T7 – Konur
1. Valgerður Söring Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla 1
Tölt T7 – Heldri menn og konur 50+
1. Jörundur Jökulsson Skutla frá Vatni
2. Ari Sigurðsson Gyllir frá Miðmundarholti 1
3. Guðmunda Kristjánsdóttir Fáinn frá Langholtsparti
4. Hilmar Knútsson Ilmur frá Feti
Tölt T3 - Unglingaflokkur
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir Sigurfari frá Húsavík
2. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Brún frá Arnarstaðakoti
3. Birna Filippía Steinarsdóttir Kolskeggur frá Laugabóli
Tölt T3 – Ungmennaflokkur
1. Margrét Lóa Björnsdóttir Breki frá Brúarreykjum
Tölt T3 – Konur
1. Valgerður Söring Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla 1
Tölt T3 – Karlar
1. Jón Ásgeir Helgason Hrafntinna frá Götu
Tölt T3 – Heldri menn og konur 50+
1. Jörundur Jökulsson Prestur frá Kirkjubæ
Myndir sem Steinunn og Guðmundur frá Sóta tóku má finna hér:
https://www.facebook.com/pg/HestamannafelagidSoti/photos/…
Elín Huld Kjartansdóttir er útskrifuð sem sjúkraþjálfari fyrir hesta í Danmörku. Í náminu var m.a kennt nudd, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð, rétta liði, 27.mars til 1. apríl n.k. verður hún á Íslandi og verður í Grindavík fimmtudaginn 30.mars Tíminn kostar 6000 kr. Hesturinn þinn gæti haft gagn af nuddi ef:
-þér finnst hesturinn skakkur
-hesturinn þinn hefur orðið fyrir skaða; t.d fengið spark
-slasast við þjálfun eða hefur verið vitlaust þjálfaður
-hesturinn er mikið missterkur í frumtamningu og/eða eftir mikla þjálfun
-hesturinn sækir í að skekkja sig
-hestur hefur fest i girðingu eða einfaldlega dekur og tékk fyrir sumarið :)
Meðferðin fer fram þannig að hesturinn er skoðaður á hreyfingu, vöðvar þreifaðir og athugað hvort að liðir séu læstir/takmarkaða hreyfigetu. Unnið er með hestin eftir því hvað hentar best fyrir hann og eigandi fær upplýsingar hvað hann getur gert fyrir hestinn i framhaldi af því.
Skilyrði:
-hesturinn verður að vera eldri en 3 vetra
-æskilegt er að hestur hafi frí 24 klst eftir nudd
-Ekki er mælt með að leggja óvenjumikið álag á hest stuttu eftir nudd
Hægt er að panta tíma eða fá Nánari upplýsingar um meðferðina í skilaboðum hjá Elínu á netfangið [email protected] eða hjá Katrínu í síma 848-8226 eða á netfangið [email protected]
Merfolöld
Glæsilegasta folald að mata dómara: Jörð frá Firði.
Styrktaraðili sýningu var Maron ehf.
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is