28.02.2020 22:10

Reiðnámskeið 2


Snorri Óla verður með annað námskeið ef áhugi er fyrir hendi.
Hefst laugardaginn 7. mars og verður alls 5 skipti á laugardögum.
Verð fyrir fullorðna kr. 40.000 en börn að 16 ára aldri kr. 10.000.
Áhugasamir skrá sig hjá Klöru í síma 660 8815  

25.02.2020 13:00

Reiðhöll

Reiðhöllin verður lokuð lau. 29 feb. og sun. 1 mars frá kl. 08:00 - 15:00 vegna námskeiðs.

05.01.2020 19:05

Aðalfundur Brimfaxa 2020

Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 20:00 í fundarsal reiðhallarinnar.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Með kveðju,
stjórn Brimfaxa.

22.12.2019 21:32

Reiðnámskeið byrjar 11.jan


Reiðnámskeið með Snorra Ólasyni byrjar laugardaginn 11. janúar 2020.
Námskeiðið verður á laugardögum í 6 vikur og er einstaklingsmiðað.
Verð fyrir fullorðna er 48.000 kr. allt námskeiðið.
Verð fyrir börn frá 6 - 16 ára er 10.000 kr. allt námskeiðið. 
Ungmenni til 21 árs geta sótt um að fá niðurgreidda reiðtíma.
Áætlað er að verði aftur 6 vikna námskeið með Snorra eftir að þessu lýkur, það verður auglýst síðar.
Athugið að reiðhöllin verður lokuð á meðan námskeið stendur yfir.
Þeir sem ætla á námskeiðið er bent á að skrá sig fyrir mánudaginn 6. janúar.
Skráning er hjá Valgerði í síma 661-2046 eða á netfangið hrauni@simnet.is 

19.12.2019 22:07

Askja Ísabel í hæfileikamótun LH


Askja Ísabel Þórsdóttir hefur verið valin í hæfileikamótun LH sem er fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára. Hæfileikamótun LH er undirbúningur fyrir U-21 árs landslið en UMFÍ sýnum karakter verkefnið er haft til hliðsjónar við störf knapana.
Askja Ísabel er margfaldur Danmerkur meistari í barna- og unglingaflokki og hún keppti fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramótinu í hestaíþróttum 2018 í unglingaflokki þar sem hún varð í 4. sæti í fimmgangi og 5. sæti í gæðingaskeiði. 
Askja Ísabel er yngst allra knapa sem keppt hefur á Ístölti. 
Myndir af henni má finna í myndaalbúminu.

15.12.2019 22:03

Vikupassi á Landsmót 2020


Kæru félagsmenn!
Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. 
Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr.


Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði.

10.12.2019 11:55

ÓveðurReiðhöllin verður opin til að setja inn hestakerrur í dag frá 12:00 - 18:00
Fyrir þá sem ekki eru með lykla, er hægt að ganga inn um hurðina á hliðinni til að opna stóru hurðina.

24.10.2019 22:48

Fréttabréf LH - október 2019


Uppskeruhátíð hestamanna verður 2.nóvember nk. 
Fréttabréf LH og allt um uppskeruhátíðina má finna hér:

Sylvía Sól Magnúsdóttir er tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins.

21.10.2019 22:04


Sæl öll.
Nú ætlum við að koma saman í höllinni okkar á fimmtudaginn 24.okt.  kl 20:00 og heiðra fólkið okkar sem hefur skarað framúr á keppnisvellinum, spá aðeins í hvað okkur langar að gera í vetur og spjalla saman yfir kaffiibolla. Mætum endilega sem flest.
Kveðja, Ævar.

14.10.2019 21:04

Fræðsluvefur um hestamennsku


Hestamennska.is er fræðsluvefur um hestamennsku.

11.09.2019 15:58

Stóðréttir haustið 2019


Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún.laugardaginn 21. sept. kl. 16.00
Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag.föstudaginn 27. sept.
Deildardalsrétt í Deildardal, Skag.föstudaginn 27. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún.sunnudaginn 15. sept. kl. 16.00
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.laugardaginn 28. sept.
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveitlaugardaginn 5. okt. kl. 13.00
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún.laugardaginn 7. sept. kl. 9.00
Selnesrétt á Skaga, Skag.laugardaginn 14. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.laugardaginn 14. sept.
Skrapatungurétt í A.-Hún.sunnudaginn 15. sept. kl. 11.00
Staðarrétt í Skagafirði.laugardaginn 14. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf.laugardaginn 5. okt.
Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag.föstudaginn 27. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.laugardaginn 21. sept. kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún.laugardaginn 5. okt. kl. 11.00
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveitlaugardaginn 5. okt. kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún.laugardaginn 28. sept. kl. 12.30

29.08.2019 09:22

Magnús Máni varð Suðurlandsmeistari


Magnús Máni Magnússon varð Suðurlandsmeistari á Stelpu frá Skáney í tölti T7 í barnaflokki á Suðurlandsmóti yngri flokka sem haldið var á Hellu 17-18 ágúst sl.
Til hamingju Magnús Máni emoticon

08.07.2019 22:06

Sylvía Sól ÍslandsmeistariSylvía Sól Magnúsdóttir og Reina frá Hestabrekku urðu Íslandsmeistarar í tölti t1 ungmenna nú um helgina en bæði knapinn og hesturinn eru  úr Grindavík en það er Ragnar Eðvarðsson sem er ræktandi hrossins.

Þær hlutu einkunina 7.56 en þær unnu sig upp úr B-úrslitum með einkunina 7,17  

Þær hafa verið að gera frábæra hluti á keppnisvellinum saman í Tölti og fjórgangi ungmenna og oftast verið í verðlaunasætum.

Við óskum þeim Sylvíu Sól og Reinu innilega til hamingju með glæsilegan árangur! 


13.06.2019 22:40

SumarnámskeiðSkráning er hafin á sumarnámskeið Arctic Horses. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við hestamannafélagið Brimfaxa og eru sem fyrr 5 dagar í senn í 2,5 klst. hvert skipti (nema annað sé tekið fram).
Krakkarnir mæta klæddir eftir veðri og með nesti í bakpoka nema síðasta daginn, þá verður boðið uppá grillaðar pylsur og djús.
Ef ekki næst næg þátttaka verður námskeiðið fellt niður í þeirri viku og ef eftirspurn er mikil reynum við að bæta við fleiri námskeiðum.
Dagsetning           Tímasetning       Námskeið              Verð
18.-21. júní           10:00 - 12:30 Byrjendur 12.000 kr. (4 dagar)
24.-28. júní           10:00 - 12:30 Lengra komnir 15.000 kr.
1.-5. júlí                12:00 - 14:30 Byrjendur 15.000 kr.
8.-12. júlí              10:00 - 12:30 Lengra komnir 15.000 kr.
22.-26. júlí            10:00 - 12:30 Byrjendur 15.000 kr.
29. júlí - 2. ágúst  12:00 - 14:30 Lengra komnir 15.000 kr.
12.-16. ágúst        12:00 - 14:30 Byrjendur 15.000 kr.
19.-23. ágúst        13:00 - 15:30 Lengra komnir 15.000 kr.
26.-30. ágúst        15:00 - 17:00 Lengra komnir 12.000 kr. ( 2 klst skiptið)

Skránigar í síma 848-0143 eða email arctichorses@gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur
Jóhanna, Sylvía Sól og Magnús Máni

18.04.2019 23:35

Grímutölt Brimfaxa og Sóta

Grímutölt Brimfaxa og Sóta verður haldið laugardaginn 27.apríl klukkan 17:00 og boðið verður upp á hamborgara, pylsur og gos fyrir aðeins 1000 krónur á mann að móti loknu.
Það er enginn posi á staðnum en við tökum við peningi og einnig er hægt að borga fyrirfram í millifærslu (best að taka fram að verið sé að borga fyrir mat).
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

Teymdir pollar (Frítt)...
Ríðandi pollar (Frítt)
Barnaflokkur (1000 kr.)
Unglingaflokkur (1000 kr.)
Konur 18 ára og eldri (1500 kr.)
Karlar 18 ára og eldri (1500 kr.)

ATH: Mótanefnd áskilur sér rétt að sameina flokka ef þátttaka er lítil.

Veitt verða verðlaun bæði fyrir efstu fimm sætin og besta búninginn í hverjum flokki

Skráning fer fram í gegnum email og sendist á sylviasol0026@gmail.com
Við skráningu þarf að koma fram nafn á knapa og hesti, upp á hvora höndina er riðið og hvaða flokk er verið að skrá í.
Skráningargjöld eru millifærð á Brimfaxa og kvittun með nöfnum þeirra sem verið er að skrá skal síðan senda á brimfaxi@gmail.com
Kt. 530410-2260
0143 15 380658

Hvetjum alla til þess að taka þátt!
- Mótanefnd

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 141
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1006555
Samtals gestir: 124359
Tölur uppfærðar: 31.3.2020 10:53:12