21.07.2021 23:01

Magnús Máni flottur á Íslandsmóti


Magnús Máni keppti á Stelpu frá Skáney í tölti T1 unglinga á Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var í Sörla í Hafnarfirði. 
Alls voru 53 keppendur í hans flokki sem var feiknasterkur þar sem lágmarkstala til að komast í úrslit var 7,0.
Myndina tók Brynja Gná Heiðarsdóttir @brynjagna_photos

04.07.2021 22:04

Íslandsmót í hestaíþróttum


Íslandsmót í hestaíþróttum var haldið á Hólum í Hjaltadal 30 júní - 4 júlí 2021.
Breyting var á keppnisreglum 2021 að keppendur í fullorðins- og ungmennaflokkum urðu að vinna sig inn á stöðulista
þar sem 20 efstu pör í ungmennaflokkum áttu þátttökurétt. 
Sylvía Sól keppti á Reinu frá Hestabrekku urðu þær í 3 sæti í B-úrslitum í tölti ungmenna.
Til hamingju Sylvía Sól og Reina. 

13.06.2021 21:35

Vigdísarvallaferð


Stefnt er á að fara Vigdísarvallaferð um jónsmessuna 18-20 júní ef veður leyfir.
Nánar síðar. 

13.06.2021 21:31

Girðingarvinna


Þessa dagana er unnið í að girða nýja beitarhólf Brimfaxa.
Hið nýja hólf tekur við af því gamla og Brimfaxi hefur unnið að því síðustu
ár að græða landsvæðið upp.
Annar helmingur landsins er að verða tilbúin til notkunnar en seinni helmingur er enn í uppgæðslu.
Vonir standa til að með nýju hólfi verði aðstaða fyrir reiðhross bæði fyrir sumar og haustbeit.

12.06.2021 22:05

BeitinHólfið fyrir ofan reiðhöllina er klárt.
Hross sem eru skaflajárnaðir mega ekki fara í hólfið.
Þeir sem ætla að setja í hólfið látið Jóhönnu vita í síma 848-0143

10.06.2021 22:31

Sumarnámskeið Arctic Horses


Skráning er hafin á sumarnámskeið Arctic Horses. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við hestamannafélagið Brimfaxa og eru sem fyrr 5 dagar í senn í 2,5 klst. hvert skipti (nema annað sé tekið fram).
Námskeiðin eru fyrir 6 ára og eldri. Krakkarnir mæta klæddir eftir veðri og með nesti í bakpoka nema síðasta daginn, þá verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús. 
Ef ekki næst næg þátttaka verður námskeiðið fellt niður í þeirri viku og ef eftirspurn er mikil reynum við að bæta við fleiri námskeiðum.

Dagsetningar eru eftirfarandi:

14.-18.júní (4 dagar)
21.-25.júní
28.júní - 2.júlí
5.-9.júlí
12.-16.júlí
19.-23.júlí
9.-13.ágúst
16.-20.ágúst
23.-28.ágúst (eftir skóla)

Frekari upplýsingar og skráning í síma 848-0143 (Jóhanna)

08.06.2021 22:20

Mosfellsbæjarmeistarmót


Á opnu Mosfellsbæjarmeistaramótinu sem haldið var um sl. helgi átti Brimfaxi 2 fulltrúa í 4 greinum.
Systkinin Magnús Máni og Sylvía Sól kepptu í tölti og fjórgangi og niðurstöður í úrslitum urðu að 
Sylvía Sól var í 3 sæti í fjórgangi V2 á Spyrnu frá Sólvangi og 2.sæti í tölti T1 á Reinu frá Hestabrekku.

03.06.2021 22:33

Aukið öryggi hestaíþróttamanna


Fjögur viðvörunarmerki hafa verið sett upp við Austurveg og Suðurstrandarveg þar sem reiðvegir þvera veg og sérstök ástæða er til að vara við umferð reiðmanna.

24.05.2021 22:13

Úrslit


Sæl öll og takk fyrir skemmtilegt grímutölt!
Hér eru niðurstöður kvöldsins:
Pollaflokkur
Atli Lórenz og Kristall
Alexander Óli og Gosi
Báðir hlutu búningaverðlaun.
Barnaflokkur
1. Íris Mjöll og Gosi
2. Sindri Snær og Köggull
3. Sigríður Eva og Tvistur
Búningaverðlaun hlutu Sindri Snær og Köggull.
Unglingaflokkur
1. Díana Ösp og Særún
2. Magnús Máni og Stelpa
3. Lilja Rós og Ægir
4. Halldóra Rún og Héla
5. Guðmundur og Tracy
Búningaverðlaun hlutu Lilja Rós og Ægir.
Fullorðinsflokkur
1. Sylvía Sól og Reina
2. Ragnar og Askja
3. Rúrik og Siggi Sæm
4. Patricia og Flytjandi
5. Jón Ásgeir og Dagur
Búningaverðlaun hlutu Sylvía Sól og Reina
Papa´s Pizza og Fish House styrktu okkur um búningaverðlaunin og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Einhamar er síðan aðal styrktaraðili mótaraðarinnar!
Planið er síðan að halda eitt lokamót þar sem keppt verður í t.d. fetkappreiðum og gostölti eða einhverju álíka. Þá verða líka krýndir stigahæstu knapar mótaraðarinnar.

14.05.2021 22:09

BRIMFAXAMÓTARÖÐIN 2021

Grímutölt
Grímtuötið okkar verður haldið næstkomandi laugardag, 22.maí. Við munum byrja á pollaflokki klukkan 14:30. Keppt er í tölti T7, en það er hægt tölt, snúið við og þá frjáls ferð á tölti.
Það verða bæði veitt verðlaun fyrir töltkeppnina sjálfa og svo verðlaun fyrir besta búning í hverjum flokki.
Skráning hefst í dag og mun standa til miðnættis á miðvikudag en pollana má skrá alveg til klukkan 14 á laugardaginn!
Hér að neðan eru flokkarnir sem boðið verður upp á og skráningargjöld.
Pollaflokkur - FRÍTT
Barnaflokkur (10-13 ára) - 500 kr.
Unglingaflokkur (14-17 ára) - 1000 kr.
Fullorðinsflokkur (18 ára og eldri) - 1500 kr.
Skráning fer fram í gegnum email sylviasol0026@gmail.com og það þarf að setja inn nafn knapa og hests og upp á hvora höndina knapinn vill ríða.
Skráningargjöldin skal leggja inn á reikning Brimfaxa:
Kt. 530410-2260
Rkn. 0143-15-380658
Endilega setjið nafn knapa í skýringu og sendið á brimfaxi@gmail.com svo við vitum hverjir hafa greitt skráningargjöld ??
Þeir sem áttu eftir að borga fyrir smalann mega leggja það inn með þessum gjöldum (það verður þá að senda á mig og láta vita)??
ATH að skráning er ekki talin gild fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.

08.05.2021 22:26

FRÆÐSLUMYND OG SÁTTMÁLI HESTAFÓLKS OG ANNARA VEGFARENDA


Í samvinnu við Samgöngustofu hefur verið gerð fræðslumynd sem er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland.  Fræðslumyndinni er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hestsins sem getur reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum. 

Einnig var skrifað undir sáttmála milli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa þann 8. maí í félagsheimili Fáks.  Þar taka þessir vegfarendahópar höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru. 

Allar upplýsingar um sáttmálann og myndina má finna hér.

MYNDBAND MÁ SJÁ HÉR

01.05.2021 23:20

Opna Íþróttamót Mána 2-3 maí


Frá vinstri: Sylvía Sól, Magnús Máni, Díana Ösp og Halldóra Rún.

Frèttamaður Brimfaxa hitti á þessa flottu Brimfaxakrakka sem voru mætt
á íþróttamót mána ....4 krakkar með 5 hross 3 í úrslitum??

28.04.2021 22:21

1.maí


Vegna aðstæðna verður ekki farið á Ísólfsskála 1 maí.
Stefnum á að fara Þorbjarna hringinn í staðinn.
Grillum pulsur við reiðhöllina í lok ferðar.
Lagt af stað kl 13 frá reiðhöllinni.
Allir velkomnir.

28.04.2021 22:16

Plokk


Krakkarnir í Brimfaxa skellu sér að plokka á plokkdeginum 24.apríl og fylltu 2 kör og 1 kerru af rusli.
Þess má geta að í mars sl. þá fóru þau á einum góðum degi og plokkuðu líka helling þá. 
Frábært hjá ykkur krakkar 

24.04.2021 22:06

Úrslit smalamóts


Pollaflokkur:
Víkingur og Blossi
Barnaflokkur:
 1. Sindri Snær og Gosi - 1:35
 2. Nikola og Blossi - 2:00
 3. Sigríður Eva og Tvistur 2:43
Unglingaflokkur:
 1. Lilja Rós og Kristall - 48 sek
 2. Halldóra Rún og Muninn - 1:11
 3. Díana Ösp og Særún - 1:22
 4. Gummi og Tracy - 1:49
 5. Kristólína og Jökull - 1:54
Fullorðinsflokkur
 1. Jón Ásgeir og Ægir - 47 sek
 2. Steingrímur - 51 sek
 3. Klara og Hrafnvar - 1:01
 4. Raggi og Sókrates - 1:07
 5. Munda og Sikill - 1:17
 6. Sylvía Sól og Reina - 1:21
Tilþrifaverðlaunin hlaut Lilja Rós en hún fór brautina berbakt og á frábærum tíma!
Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 1242811
Samtals gestir: 153599
Tölur uppfærðar: 27.7.2021 03:07:35