17.01.2022 23:15

Ótitlað


Tek að mér að raka hross og skipta faxi??
Skaffa teygjur og sprey sjálf


06.01.2022 23:51

Reglur í reiðhöllinni


Undir flipanum hér að ofan "Reiðhöll" má finna reglur í reiðhöllinni.

06.01.2022 21:48

Dagskrá 2022


Dagskrá Brimfaxa má finna hér fyrir ofan undir "Dagskrá 2022"
Í vetur verða félagsreiðtúrar alla sunnudaga kl. 14:00
Krakkafjör verður annan hvern mánudag.
Heiða Heiler mun kenna í Grindavík í vetur og önnur námskeið
eins og Knapamerki 1 og 2, helgarnámskeið með Þórdísi Erlu,
járningarnámskeið, sirkusnámskeið og námskeið í hringteymingum
verða í vetur.
Það verða 4 mót í mótaröð Brimfaxa: þrígangsmót, smalamót, grímutölt og lokamót.
Úrtaka fyrir landsmót verður auglýst þegar nær dregur. 
Nokkrar ferðir verða farnar eins og 1.maí, jónsmessuferð og sumarferð Brimfaxa.

02.01.2022 22:20

Lilja Rós og Svanþór Rafn fengu hvatningarverðlaun Grindavíkur


Lilja Rós og Svanþór Rafn fengu hvatningarverðlaun Grindavíkur

Lilja Rós Jónsdóttir hlaut hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir. Umsögn þjálfara hennar er svohljóðandi: 

  • Lilja Rós er framúrskarandi knapi sem á ungum aldri er þegar farin að starfa við tamningar og þjálfun. Lilja Rós sækir alla viðburði og námskeið hjá félaginu og er alltaf til fyrirmyndar.

Svanþór Rafn Róbertsson hlaut hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir. Umsögn þjálfara hans er svohljóðandi: 

  • Svanþór Rafn á framtíðina fyrir sér með áhuga og metnað sem hann sýnir á öllum námskeiðum og viðburðum hjá félaginu. Svanþór er ætíð hjálpsamur, jákvæður og kurteis.
Allt um hvatningarverðlaun má finna hér: grindavik.is

02.01.2022 22:02

Rúrik og Sylvía Sól tilnefnd frá Brimfaxa


Rúrik og Sylvía Sól tilnefnd frá Brimfaxa fyrir íþróttamann og íþróttakonu Grindavíkur 2021
Rúrik Hreinsson, karlknapi Grindavíkur 2021
Rúrik keppti með góðum árangri í Áhugamannadeild Equsana og var lykilmaður í sínu liði. Hann hefur á árinu lagt sig fram um að byggja upp hestaíþróttina í Grindavík.
Sylvía Sól Magnúsdóttir, kvenknapi Grindavíkur 2021
Sylvía Sól komst í úrslit á öllum þeim mótum sem hún keppti á í ár. Hún keppti á sínu síðasta ári í ungmennaflokki en er þegar farin að keppa í opnum flokki og meistaraflokkum.
Allt um Íþróttafólk Grindavíkur má finna hér: grindavik.is

29.12.2021 23:12

Námskeið í veturSkráningar og allar nánari upplýsingar eru hjá Klöru [email protected]
ATH að síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 5 janúar.

Knapamerki 1 og 2
Kennari Sigga Pje
2 nemendur í hóp
8 verklegir tíma og 6-8 bóklegir tímar.
2 og 9 feb. - 2, 9, 16, 23 og 30 mars - 6 apríl.
Prófdagur ákveðin í samráði við nemendur.
Nemendur þurfa að eiga bækurnar knapamerki 1 og 2 sem
fæst m.a. á Hólum, sjá hér: https://www.holar.is/is/vefverslun/baekur

Almennt reiðnámskeið
Kennari Heiða Heiler
Kennsla byrjar í janúar í 6 vikur.
Áframhaldandi námskeið verða í vetur, þau verða auglýst síðar.

Járningarnámskeið
21-23 jan.
Kennari Sigurður Torfi

Námskeið í hringteymingum
16 og 23 feb.
Kennari Heiða Heiler

Sirkusnámskeið 
5 og 6 mars 
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Helgarnámskeið
2 og 3 apríl 
Kennari Þórdís Erla Gunnarsdóttir

16.12.2021 21:50

Litlu jól


Við ætlum að halda litlu jól föstudaginn 17.des. kl. 18:00
Við verðum með kökuhlaðborð þannig að það væri flott ef allir kæmu með smá á borðið og Brimfaxi mun síðan bjóða upp á heitt kakó og kaffi.
Okkur langar líka að vera með smá pakkaleik en þá koma þeir sem vilja með litla gjöf (gjöfin má ekki kosta meira en 2000 kr). Þeir sem koma með pakka draga síðan miða og fá pakka í staðinn.
Síðan verður að sjáfsögðu dansað í NÁVIST jólatrésins og allir fá með sér heim smá glaðning sem jólasveinninn sendi okkur en hann er í sóttkví og kemst ekki????
Það verða sprittbrúsar á staðnum og grímur velkomnar en samt valkvæðar!
Kveðja, æskulýðsnefndin.

10.12.2021 21:25

Járningarnámskeið


Gleðilegan föstudag,
Mig langaði að kanna áhuga fyrir járninganámskeiði.
Sigurður Torfi járningameistari og kennari með mikla reynslu, væri til í að koma til okkar helgina 21-23.janúar. Við erum búin að fá sponsor sem er til í að gefa gang af skeifum og fjaðrir sem þarf í námskeiðið. Þátttakendur þurfa að koma með verkfæri, en það vinna alltaf 2 saman, svo hægt er að deila þeim. Kostnaður fer eftir fjölda þátttakenda en yrði á bilinu 25-36þ
Áhugasamir mega endilega hafa samband við Heiðu Heiler [email protected]

07.12.2021 21:06

Ný stjórn Brimfaxa


Á aðalfundi Brimfaxa þann 2.des.2021 var ný stjórn samþykkt.
Aðalstjórn
Formaður Valgerður S. Valmundsdóttir 
Gjaldkeri: Klara S. Halldórsdóttir

Ritari: Sylvía Sól Magnúsdóttir 

Meðstjórnandi: Jón Ásgeir Helgason

Meðstjórnandi: Jóhann Þór Ólafsson

Varastjórn

Heiða Heiler

Páll Jóhann Pálsson

Stjórn var falið að mynda nefndir fyrir komandi ár.

01.12.2021 21:50

Aðalfundurinn


Minnum á aðalfundinn annað kvöld 2.des. kl. 20:00
Dagskrá
1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundaritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5. Reikningar bornir undir atkvæði.
6. Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
7. Árgjald ákveðið.
8. Lagabreytingar ef einhverjar eru.
9. Kosning formanns.
10. Kosning stjórnar
11. Önnur mál.
12. Fundarslit.

28.11.2021 22:11

Bling bling námskeiðÞað var áhugi hjá krökkunum að búa sèr til beisli við heyrðum í Siggu á Sólvangi en hún er að gera bling bling ?? og hún ætlar að bjóða okkur kaffi ,kakó og piparkökur með ?? einnig verður búðin opin ef einhver vill versla .
Hvert barn á inni hjá Brimfaxa úr kaffisölu 3.000 KR. ?
Endilega senda póst á [email protected] sem ætla að mæta og hvort það vantar far.
Hún sendi okkur þetta:
Ætla að bjóða ykkur upp á námskeið í að gera ykkar eigið skraut á hestinn á laugardaginn 4. Desember nk. klukkan 11:00. Við getum haft 8 í hverjum hóp þannig að ef að þátttakan er meiri þá skiptum við upp hópunum og bjóðum upp á annað námskeið klukkan 14:00.
ATH
Ef þátttaka er bara í einn hóp verður námskeiðið kl 13:00
Þið borgið einungis fyrir það sem að þið búið til og það sem þið getið gert á námskeiðinu er:
Ennisband (nokkrar týpur) - 4.500 / Hnakk skraut - 3.500 / Múlar - frá 4.500 - 7.000 / Hundaólar - 4.500
Foreldrar eru velkomnir með - og geta einnig gert sitt skraut - eða hjálpað til.
Það verður hægt að velja úr allskyns litum og gerðum af steinum. Flest skrautið er svokallað hot fix - en þá notum við hitatæki til að festa hvern stein fyrir sig. Mjög auðvelt og á færi allra, undir handleiðslu Birgitte.
Það væri ágætt að heyra aðeins frá ykkur hvaða liti ykkur lýst best á - þ.e. í steinum - því að þá reyni ég að hafa þá steina til. Þær óskir þurfa að koma á morgun mánudag - til að Birgitte geti tekið þá með.
Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag - reynum við eftir bestu getu að huga að sóttvörnum og því geta einungis 8 verið í einu.
??SKRÁNINGAFRESTUR ER TIL ÞRIÐJUDAGS.??
Hlakka til að sjá sem flesta ??
Hér getið þið séð t.d. hvað hægt er að gera:

16.11.2021 22:25

AðalfundurAðalfundur verður haldinn 2. desember 2021 kl. 20:00
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kveðja 
Stjórnin.

31.10.2021 21:36

HrekkjavakanÞað var ekkert smá flott Halloween partýið hjá krökkunum og mikið lagt í að skreyta...og hræða emoticon
Natalía Nótt fékk verðlaun fyrir flottasta búninginn og Sindri Snær fyrir flottustu kökuna.

25.10.2021 21:47

HALLOWEEN BALL


Á laugardaginn er HALLOWEEN þannig við ætlum að halda smá halloween ball á föstudaginn (29.október).
Ballið byrjar klukkan 19:00. Við setjum að sjálfsögðu upp draugahús og svo verður geggjuð tónlist. hvað gæti klikkað?
Það verða verðlaun fyrir besta búninginn þannig að við treystum á að þið gefið ekkert eftir í búningavalinu! Foreldrar að sjálfsögðu velkomnir (ef þeir þora).
Til að hafa þetta ennþá betra þá ætlum við að hafa smá kökuhlaðborð þannig að ef þið viljið henda í eina köku (eða muffins eða bara hvað sem ykkur dettur í hug) væri það frábært. og ekki verra ef hún væri pínu scary því hver veit nema það verði verðlaun fyrir flottustu halloween kökuna!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Draugakveðja frá æskulýðsnefndinni.
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2615
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 551841
Samtals gestir: 59056
Tölur uppfærðar: 23.6.2024 00:23:46