29.05.2012 11:00

Þátttökulisti á Hestaþing-úrtöku Mána og Brimfaxa 2012

Þátttökulisti á Hestaþing-úrtöku Mána og Brimfaxa er komin á Mánavefinn.

ATH að þetta er þáttökulisti en ekki rásalisti.

Sjá hér: http://mani.is/Frettir/1955/

29.05.2012 10:00

Hreinsunardagur

Við ætlum að vera með okkar árlega hreinsunardag þriðjudaginn 29 maí kl. 19:00 stundvíslega.

Það var búið að nefna þetta við bæjarstjórann og hann ætlaði að sjá til þess að við myndum fá gám á svæðið.

Við ætlum að hreinsa beitarhólfin og svæðið í nágreninu og hesthúsaeigendur geta notað tækifærið og losað sig við drasl.

Þar sem spáin er góð þá ætlum við að grilla að tiltekt lokinni og spjalla í góðum félagsskap.

Sjáumst hress.

Stjórnin.

24.05.2012 12:00

Hestaþing - Úrtaka Mána og Brimfaxa

Hestamannafélögin Máni og Brimfaxi halda sameiginlegt Hestaþing (gæðingakeppni) og úrtöku fyrir landsmót helgina 2 -3 júní nk. á Mánagrund.

Brimfaxi vill hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í sameiginlegu hestaþingi hestamannafélagana hvort sem er á keppnisvellinum eða í sjálfboðavinnu í kringum mótið.

Brimfaxi á eitt sæti í hverjum flokk inn á landsmót ( A og B flokk, barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk)

Á heimasíðu Mána www.mani.is er auglýsing um mótið og þar er einnig linkur sem hægt er að smella á til að skrá sig á mótið rafrænt.

Hægt er að hafa samband í S: 661-2046 (siminn) eða 776-2046 (Nova) ef einhverjar spurningar vakna um mótið og fyrirkomulagið.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Stjórnin.

 

24.05.2012 12:00

Krakkarnir á námskeiðinu

Allir krakkar á reiðnámskeiði Brimfaxa fengu viðurkenningu frá félaginu fyrir þátttöku og dugnað þegar síðasta kennslutíma var lokið.

Barna- og unglinganefnd vill koma fram þakklæti til Palla Jóa og Mundu fyrir afnot af reiðhöllinni þeirra fyrir námskeiðahaldið.

Myndir má sjá á www.flickr.com/brimfaxi

Kveðja, Barna-og unglinganefnd.

15.05.2012 12:00

Brimfaxamót - úrslit

Brimfaxamót fór fram í góðu veðri laugardaginn 12 maí 2012.

Yfir 30 keppendur skráðu sig til leiks og að loknu móti var gestum og keppendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Úrslit urðu eftirfarandi.

Teymingarflokkur:

Guðmundur Fannar Jónsson - Valíant

Kara Mjöll Sveinsdóttir - Prins

Leonard Veigar Jónsson - Drottning

Lilja Rós Jónsdóttir - Kopar

Sindri Snær Magnússon - Tígull

Sölvi Guðmundsson - Byr

Barnaflokkur:

1. Ynja Mörk Þórsdóttir - Bigga

2. Sylvía Sól Magnúsdóttir - Gosi

3. Magnús Máni Magnússon - Tígull

4. Askja Ísabel Þórsdóttir - Börkur

Kvennaflokkur:

1. Valgerður Valmundsdóttir - Fenja frá Holtsmúla

2. Katrín Rúnarsdóttir - Glaumur frá Melagerði

3. Erla Dagbjört Ölversdóttir - Stelpa frá Nýjabæ

4. Guðlaug Björk Klemensdóttir - Bleikalingur frá Götu

5. Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir - Drottning frá Ægissíðu

Karlaflokkur:

1. Stefán Kristjánsson - Kraftur frá Þorlákshöfn

2. Sigurður Jónsson - Fleygur frá Hólum

3. Steingrímur Pétursson - Prins frá Grindavík

4. Jón Ásgeir Helgason - Hrafntinna frá Götu

5. Páll Jóhann Pálsson - Vissa frá Stafholti

 

19.04.2012 11:07

Skóflustunga

Þann 19 apríl 2012 (sumard. fyrsta) var tekin skóflustunga fyrir nýju reiðhöllinni.

Myndir frá atburðinum má sjá hér: www.flickr.com/brimfaxi

 

18.04.2012 14:23

Silvía Sól í 3 sæti í barnasmala

Silvía Sól Magnúsdóttir varð í 3 sæti í barnaflokk barnasmala Mána og Brimfaxa og og Magnús Máni Magnússon tók þátt í pollaflokk og fékk verðlaun fyrir.

Myndir frá mótinu má finna á www.flickr.com/brimfaxi

Til hamingju Brimfaxakrakkar með frábæran árangur.

10.04.2012 14:21

Barnasmali á Mánagrund

Æskulýðsnefnd Mána ætlar að bjóða Brimfaxakrökkum að taka þátt í smalakeppninni barnasmalinn sem haldin verður í reiðhöllinni á Mánagrund sunnudaginn 15 apríl nk. kl: 14:00.

31.03.2012 14:25

Folaldasýningin

Fyrsta folaldasýning á vegum Brimfaxa var haldin fimmtudaginn 29. mars á Þórkötlustöðum. Hinn landsfrægi ræktunar og hestamaður Gunnar Arnarson kom og dæmdi folöldin fyrir okkur og fræddi okkur um leið. Óhætt er að segja um Gunnar að hann veit hvað hann syngur í þessum efnum og það var gaman að hlusta á hann færa rök fyrir sínum dómum. Ræktendur í Grindavík mega vel við una enda folöldin sem sýnd voru einstaklega falleg upp til hópa og vel alin og snyrtileg. Gunnar talaði mikið um það hvað folöldin væru vel alin og eigendunum til mikls sóma. Brimfaxi bauð uppá súpu sem Láki í Salthúsinu eldaði og Stebbi K. bauð uppá drykkjarföng og færði Gunnari fisk. Takk fyrir það Stefán. Að vanda tóku Stafholtshjónin okkur opnum örmum og lögðu til aðstöðu og helltu uppá kaffi og gáfu verðlaunin, sem var folatollur undir Sæþór stólpagrip sem miklar vonir eru bundnar við. Við þökkum Láka fyrir frábæra súpu og fyrir lánið á hátalarakerfinu. Gaman var að sjá hvað margir komu og fylgdust með þrátt fyrir körfuboltaleik. Sigurvegari kvöldsins var merfolaldið Þrenna frá Syðra-Langholti undan Mídasi frá kaldbak og Glóð frá Miðfelli 5. Eigandi er Sigmundur Jóhannesson frá Syðra-Langholti. Simmi í Syðra er í miklu samstarfi við Stafholtsbúið og hefur verið með folöldin sín í hesthúsinu hjá Palla og Mundu undanfarin ár og hefur mikil samskipti við okkur Grindvíkinga.
Til hamingju Simmi. Það er gaman að segja frá því að þegar við fórum í ræktunarferð til Gunnars að Grænhól í fyrra þá sagði Gunnar að Gári væri svona tuttugu árum á undan öðrum hestum hvað byggingu varðar, og það var ekki laust við það að það kæmi glott á okkur suma við þessi ummæli.
Mídas er undan Gára og flest folöldin á sýningunni hjá okkur voru undan Mídasi. Þar kom það í ljós að hann virðist skila fallegri byggingu til sinna afkvæma sérstaklega fallegri frambyggingu og skrefmiklum gripum. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Takk fyrir notalega kvöldstund öll þið sem aðstoðuðu okkur við þetta og takk fyrir hjálpina.
Herra Hilmar formaður.

26.03.2012 14:27

Dagskrá folaldasýningar

Kæru félagar.

Næstkomandi fimmtudag kl. 18:00 hefst fyrsta folaldasýning á vegum félagsins, fyrirhugað er að gera notalega stemmningu í kringum þetta.
Við ætlum að bjóða félagsmönnum uppá eitthvað snarl eftir sýninguna og spjall við einn allra fremsta hrossaræktanda landsins.
Sýningin mun að sjálfsögðu vera í reiðhöllinni á Þórkötlustöðum hjá stórræktendunum sem þar ráða húsum og skaffa aðstöðuna. Vonandi sjáum við sem flesta, enda einstakt tækifæri að hlýða á Gunnar og skyggnast inn í leyndardóma hrossaræktarinnar.
Fyrirkomulag sýningarinnar: Folöldin mýld og byrjað að byggingadæma þau, að því loknu eru þau rekin inn í höll og ganglagið athugað.
Fyrst verða merfolöldin dæmd og hestfolöldin þar á eftir.
Skráningagjald 1000 kr. pr. folald.
Fyrir fyrstu verðlaun verður folatollur undir Sæþór úr ræktun Stafholtshesta, fjallmyndarlegur foli sem miklar vonir eru bundnar við. Takk fyrir það.
AÐ LOKUM VIL ÉG MYNNA YKKUR Á AÐALFUNDINN Á MIÐVIKUDAGINN 28.03. KL. 20:00 Í SALTHÚSINU.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.

25.03.2012 14:30

Tímamót
Laugardaginn 17. mars voru undirritaðir samningar við Landsstólpa um kaup á reiðhöll sem verður 26 x 70 metrar að stærð. Einnig var undirritað skjal þar sem Herman TH. Ólafsson í Stakkavík yfirtekur framkvæmd verksins og skuldbindur sig til að skila höllinni að minnsta kosti fokheldri með þeim peningum sem okkur stendur til boða. Að lokum var handsalaður samningur við GG.Sigurðsson um jarðvinnuna. Þessi dagur var tímamóta dagur í sögu Brimfaxa, okkar litla félags sem rúmar stórhuga menn sem vilja hugsa langt fram í tímann.

Þessi fæðing hefur tekið langan tíma og hefur gengið á ýmsu sem hefur tafið málið svo sem staðsetning, deiliskipulag og fl. Það getur ekki annað en talist kraftaverk að einn maður komi og vilji taka á sig slíka ábyrgð sem byggingu einnar reiðhallar, slíkt gerist ekki í hverju bæjarfélagi ef nokkurstaðar. Brimfaxafélagar stöndum þétt við bakið á Hermanni og sýnum samstöðu, þannig vinnum við stærstu sigrana.

Til hamingju Brimfaxafélagar og aðrir Grindvíkingar.

Kær kveðja.

Stjórn Brimfaxa.

11.03.2012 14:32

TímamótaatburðurSunnudaginn 11. mars samþykkti fjölmennur fundur Brimfaxafélaga að fela Hermanni Th. Ólafssyni forsjá byggingu Reiðhallar að stærð 26x70 M í nafni félagsins í nánu samstarfi við stjórn og aðra félagsmenn.
Hermann afhenti stjórn félagsins undirskrifað bréf þar sem hann ábyrgist það að höllin komist upp fyrir þá peninga sem félaginu stendur til boða og brúa það bil sem á vantar.
Það verður að teljast rausnarlegt og í meiralagi höfðinglegt að Hermann skuli vera tilbúin að takast á við slíkt verkefni. Vil ég nota tækifærið til að þakka Hermanni fyrir hans framgöngu í þessu máli og óska Brimfaxafélögum til hamingju með þetta stóra skref sem tekið var með þessari samþykkt og þessu bréfi frá Hermanni.
Takk fyrir okkur.
Herra Hilmar formaður.

27.02.2012 14:35

Úrslit og myndir frá smala.Brimfaxi hélt sitt fyrsta hraðfimimót (Smala) í reiðhöll Palla Jóa og Mundu sl. sunnudag. Mikil þáttaka var á mótið og sigurvegarinn var Steingrímur Pétursson á Tign frá Leirulæk.
Myndir frá mótinu má sjá á
www.flickr.com/brimfaxi  
önnur úrslit voru eftirfarandi: jafnar í öðru sæti voru Erla Ölvers á Zodiak á timanum 1,19 og Jóhanna Harðardóttir á Byr.
Í þriðja sæti var Katrín á Berki, á tímanum 1,29
Stjórn Brimfaxa óskar ykkur til hamingju og þakkar þeim sem önnuðust undirbúning og framkvæmd mótsins. Þökkum einnig Mundu og Palla fyrir lánið á höllinni og allar kaffiveitingarnar.
Stjórn Brimfaxa.

04.01.2012 14:45

Prufuholur


Prufuholur voru teknar 4 janúar 2012 fyrir reiðhöllinni. Myndir eru hér á myndasíðu Brimfaxa og á www.flickr.com/brimfaxi
Flettingar í dag: 215
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1097462
Samtals gestir: 136127
Tölur uppfærðar: 26.11.2020 17:13:16