09.06.2012 12:16

Ríðum á landsmót

Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót.

Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót. Hestamannafélögin á stór-höfuðborgarsvæðinu munu taka þátt í þessu með þeim en lagt verður af stað frá Bessastöðum, sunnudaginn 24. júní kl. 11:00. Síðan verða hestamannafélögin sótt í hópinn, eitt af öðru.

Hersingin endar síðar frá Almannadal kl. 15:00 þar sem við ríðum inn á stóra völlinn í Víðidal. Þetta á að vera hestaferða-fílingur, skálmar, hnakktöskur og tilheyrandi.

Þar sem við í Sóta erum svo vel í sveit sett með að hafa hrossin okkar í sumarbeit á Álftanesi þá hvetjum við alla sem eru með hesta á nesinu að koma með okkur í þessa reið. Þetta verður bara gaman.

Sörlafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessu og taka daginn frá. Nánari útfærsla verður auglýst þegar nær dregur.

Drög af dagskrá og minnispunktar eru eftirfarandi:

Sunnudagurinn 24. júní

• Fyrst og fremst kynning á Landsmóti

• Lagt af stað frá Bessastöðum kl. 11:00

• Komið í Sörla kl. 13:00 (Sóti, Máni og Brimfaxi)

• Gustur/Andvari kl. 14:00 • Almannadalur kl. 15:00 (Fákur og Hörður)

• Stóri hringvöllurinn – Fákur tekur á móti hópnum með viðhöfn

• Hver félag skipuleggur leiðina til næsta félags t.d. Sörli skipuleggur reiðina frá þeim og yfir til Andvara/Gusts o.s.frv.
• Ekki að ætlast til að félagsmenn ríði í hvítum reiðbuxum heldur er þetta hestaferð og fatnaður við hæfi (t.d. lopapeysa, skálmar, hnakktöskur o.þ.h)
• Reiðskólum á þessu svæði verði boðið að taka þátt í reiðinni
• Gaman væri ef hvert félag byði uppá örlitla hressingu fyrir þátttakendur þegar þeir eru sóttir (þá verður stoppað og t.d. tekið lagið)
• Sjálfsagt er að bjóða bæjarstjórum með í reiðina (eða t.d. bara frá Almannadal)
• Þegar riðið er frá Almannadal þá yrði hvert félag með sinn félagsfána

• Hópstjórar eru ábyrgir fyrir að auglýsa reiðina innan síns félags

• Pálmi bæjarstjóri hefur þegið boð um að ríða með okkur, beðið er svara frá Dorritt – stefnum á að fá lögreglufylgd yfir Engidalinn

• Lagt af stað frá Bessastöðum
• Meðfram Álftanesvegi að Selsgarðsgirðingu. Inn þar og út að sjó

• Meðfram Gálgahrauni

• Gegnum nýja hverfið við Álftanesveg að Engidal

• Framhjá Fjarðarkaupum og í gegnum iðnaðarhverfið

• Yfir ljósin hjá Góu

• Gegnum Urriðakotsland og út á reiðveginn þar

• Á reiðvegi til reiðhallar Sörla
• Ca 12 km

• Þar af ca 3-4 á malbiki
• Steinunn stefnir á prufutúr eitthvert kvöldið í næstu viku :)

Kemur þú ekki örugglega með

• Mikill hugur hjá hinum félögunum

• Það verður bara gaman!

Hestamannafélagið Sóti

09.06.2012 12:00

Vaktir á landsmóti

Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.

Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

Hliðvarsla

Aðstoð við fótaskoðun

Innkomustjórnun

Upplýsingamiðstöð

Aðstoð á skrifstofu

Ýmis störf á svæði

Aukavaktir

Starfsmenn vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri.

Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt stendur.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið [email protected]við fyrsta tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.

Mikilvægt er að senda Nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og símanúmer. Mér til aðstoðar í ár verðu Ragna Rós Bjarkadóttir og munum við hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar hverjum og hvernær.

Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og vonumst við til að sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu á síðasta móti. Koma svo!

Með vissu um góðar undirtektir,

Hugrún Ósk Ólafsdóttir

Mannauðsstjóri Landsmóts hestamanna

 

05.06.2012 12:00

Landsmótsúrtaka og úrslit Brimfaxa

Sameiginlegt Hestaþing/úrtaka Mána og Brimfaxa var haldið á Mánagrund 2-3 júní 2012.

Brimfaxi á 1 sæti í hvern flokk á landsmót hestamanna sem haldin verður í Reykjavík 25. júní - 1. júlí 2012

2 fulltrúar koma til með að keppa í A og B flokk fyrir Brimfaxa og þau eru:

A flokkur - Kaldi frá Meðalfelli. Eig Páll Jóhann Pálsson, Snorri Dal Sveinsson

B flokkur -  Ófelía frá Holtsmúla 1. Eig. Hermann Thorstensen Ólafsson.

Brimfaxafélagar fóru einnig í úrslit í þeim greinum sem þeir kepptu í og veitti Brimfaxi verðlaunagrip fyrir efsta sæti Brimfaxafélaga í úrslitum og verðlaunapening fyrir önnur sæti og landsmótsæti.

Gefandi verðlaunana var Einhamar ehf.

Kaldi frá Meðalfelli. Eig. Páll Jóhann Pálsson, Snorri Dal Sveinsson. Knapi: Snorri Dal Sveinsson. 3 sæti í úrslitum í A flokk.

Helgi frá Stafholti. Eig. Marver ehf. Knapi: Snorri Dal Sveinsson. 2 sæti í úrslitum í B flokk

Fleygur frá Hólum. Eig. og knapi: Sigurður Þór Jónsson. 5 sæti í úrslitum í B-flokk.

Fenja frá Holtsmúla. Eig. og knapi: Valgerður Valmundsdóttir. 3 sæti í úrslitum í B-flokk áhugam.

Brimfaxi þakkar Mána kærlega fyrir samstarfið.
Kveðja, stjórnin.

 

04.06.2012 12:00

Úrslit sameiginlegs Hestaþings/úrtöku Mána og Brimfaxa

Hér má sjá úrslit Hestaþings/úrtöku Mána og Brimfaxa: http://mani.is/Frettir/1957/

02.06.2012 12:00

Dagskrá og ráslisti

Sjá á heimasíðu Mána: http://mani.is/Frettir/1956/
(Athugið að skruna þarf niður síðuna til að sjá fréttina)

31.05.2012 12:00

Fjöruleikar Sóta

Hestamannafélagið Sóti www.soti.is heldur opna fjöruleika mánudaginn 11 júní 2012 kl. 18:00.

Sjá meðfylgjandi auglýsingu hér fyrir neðan.

Þeir Brimfaxakrakkar sem hafa áhuga, vinsamlegast skráið ykkur fyrir mánudaginn 4 júní hjá Jóhönnu í s: 848-0143 eða senda póst á netfangið [email protected]

Kveðja, barna- og unglinganefnd.

29.05.2012 11:00

Þátttökulisti á Hestaþing-úrtöku Mána og Brimfaxa 2012

Þátttökulisti á Hestaþing-úrtöku Mána og Brimfaxa er komin á Mánavefinn.

ATH að þetta er þáttökulisti en ekki rásalisti.

Sjá hér: http://mani.is/Frettir/1955/

29.05.2012 10:00

Hreinsunardagur

Við ætlum að vera með okkar árlega hreinsunardag þriðjudaginn 29 maí kl. 19:00 stundvíslega.

Það var búið að nefna þetta við bæjarstjórann og hann ætlaði að sjá til þess að við myndum fá gám á svæðið.

Við ætlum að hreinsa beitarhólfin og svæðið í nágreninu og hesthúsaeigendur geta notað tækifærið og losað sig við drasl.

Þar sem spáin er góð þá ætlum við að grilla að tiltekt lokinni og spjalla í góðum félagsskap.

Sjáumst hress.

Stjórnin.

24.05.2012 12:00

Hestaþing - Úrtaka Mána og Brimfaxa

Hestamannafélögin Máni og Brimfaxi halda sameiginlegt Hestaþing (gæðingakeppni) og úrtöku fyrir landsmót helgina 2 -3 júní nk. á Mánagrund.

Brimfaxi vill hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í sameiginlegu hestaþingi hestamannafélagana hvort sem er á keppnisvellinum eða í sjálfboðavinnu í kringum mótið.

Brimfaxi á eitt sæti í hverjum flokk inn á landsmót ( A og B flokk, barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk)

Á heimasíðu Mána www.mani.is er auglýsing um mótið og þar er einnig linkur sem hægt er að smella á til að skrá sig á mótið rafrænt.

Hægt er að hafa samband í S: 661-2046 (siminn) eða 776-2046 (Nova) ef einhverjar spurningar vakna um mótið og fyrirkomulagið.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Stjórnin.

 

24.05.2012 12:00

Krakkarnir á námskeiðinu

Allir krakkar á reiðnámskeiði Brimfaxa fengu viðurkenningu frá félaginu fyrir þátttöku og dugnað þegar síðasta kennslutíma var lokið.

Barna- og unglinganefnd vill koma fram þakklæti til Palla Jóa og Mundu fyrir afnot af reiðhöllinni þeirra fyrir námskeiðahaldið.

Myndir má sjá á www.flickr.com/brimfaxi

Kveðja, Barna-og unglinganefnd.

15.05.2012 12:00

Brimfaxamót - úrslit

Brimfaxamót fór fram í góðu veðri laugardaginn 12 maí 2012.

Yfir 30 keppendur skráðu sig til leiks og að loknu móti var gestum og keppendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Úrslit urðu eftirfarandi.

Teymingarflokkur:

Guðmundur Fannar Jónsson - Valíant

Kara Mjöll Sveinsdóttir - Prins

Leonard Veigar Jónsson - Drottning

Lilja Rós Jónsdóttir - Kopar

Sindri Snær Magnússon - Tígull

Sölvi Guðmundsson - Byr

Barnaflokkur:

1. Ynja Mörk Þórsdóttir - Bigga

2. Sylvía Sól Magnúsdóttir - Gosi

3. Magnús Máni Magnússon - Tígull

4. Askja Ísabel Þórsdóttir - Börkur

Kvennaflokkur:

1. Valgerður Valmundsdóttir - Fenja frá Holtsmúla

2. Katrín Rúnarsdóttir - Glaumur frá Melagerði

3. Erla Dagbjört Ölversdóttir - Stelpa frá Nýjabæ

4. Guðlaug Björk Klemensdóttir - Bleikalingur frá Götu

5. Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir - Drottning frá Ægissíðu

Karlaflokkur:

1. Stefán Kristjánsson - Kraftur frá Þorlákshöfn

2. Sigurður Jónsson - Fleygur frá Hólum

3. Steingrímur Pétursson - Prins frá Grindavík

4. Jón Ásgeir Helgason - Hrafntinna frá Götu

5. Páll Jóhann Pálsson - Vissa frá Stafholti

 

19.04.2012 11:07

Skóflustunga

Þann 19 apríl 2012 (sumard. fyrsta) var tekin skóflustunga fyrir nýju reiðhöllinni.

Myndir frá atburðinum má sjá hér: www.flickr.com/brimfaxi

 

18.04.2012 14:23

Silvía Sól í 3 sæti í barnasmala

Silvía Sól Magnúsdóttir varð í 3 sæti í barnaflokk barnasmala Mána og Brimfaxa og og Magnús Máni Magnússon tók þátt í pollaflokk og fékk verðlaun fyrir.

Myndir frá mótinu má finna á www.flickr.com/brimfaxi

Til hamingju Brimfaxakrakkar með frábæran árangur.

10.04.2012 14:21

Barnasmali á Mánagrund

Æskulýðsnefnd Mána ætlar að bjóða Brimfaxakrökkum að taka þátt í smalakeppninni barnasmalinn sem haldin verður í reiðhöllinni á Mánagrund sunnudaginn 15 apríl nk. kl: 14:00.

31.03.2012 14:25

Folaldasýningin

Fyrsta folaldasýning á vegum Brimfaxa var haldin fimmtudaginn 29. mars á Þórkötlustöðum. Hinn landsfrægi ræktunar og hestamaður Gunnar Arnarson kom og dæmdi folöldin fyrir okkur og fræddi okkur um leið. Óhætt er að segja um Gunnar að hann veit hvað hann syngur í þessum efnum og það var gaman að hlusta á hann færa rök fyrir sínum dómum. Ræktendur í Grindavík mega vel við una enda folöldin sem sýnd voru einstaklega falleg upp til hópa og vel alin og snyrtileg. Gunnar talaði mikið um það hvað folöldin væru vel alin og eigendunum til mikls sóma. Brimfaxi bauð uppá súpu sem Láki í Salthúsinu eldaði og Stebbi K. bauð uppá drykkjarföng og færði Gunnari fisk. Takk fyrir það Stefán. Að vanda tóku Stafholtshjónin okkur opnum örmum og lögðu til aðstöðu og helltu uppá kaffi og gáfu verðlaunin, sem var folatollur undir Sæþór stólpagrip sem miklar vonir eru bundnar við. Við þökkum Láka fyrir frábæra súpu og fyrir lánið á hátalarakerfinu. Gaman var að sjá hvað margir komu og fylgdust með þrátt fyrir körfuboltaleik. Sigurvegari kvöldsins var merfolaldið Þrenna frá Syðra-Langholti undan Mídasi frá kaldbak og Glóð frá Miðfelli 5. Eigandi er Sigmundur Jóhannesson frá Syðra-Langholti. Simmi í Syðra er í miklu samstarfi við Stafholtsbúið og hefur verið með folöldin sín í hesthúsinu hjá Palla og Mundu undanfarin ár og hefur mikil samskipti við okkur Grindvíkinga.
Til hamingju Simmi. Það er gaman að segja frá því að þegar við fórum í ræktunarferð til Gunnars að Grænhól í fyrra þá sagði Gunnar að Gári væri svona tuttugu árum á undan öðrum hestum hvað byggingu varðar, og það var ekki laust við það að það kæmi glott á okkur suma við þessi ummæli.
Mídas er undan Gára og flest folöldin á sýningunni hjá okkur voru undan Mídasi. Þar kom það í ljós að hann virðist skila fallegri byggingu til sinna afkvæma sérstaklega fallegri frambyggingu og skrefmiklum gripum. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Takk fyrir notalega kvöldstund öll þið sem aðstoðuðu okkur við þetta og takk fyrir hjálpina.
Herra Hilmar formaður.

Flettingar í dag: 834
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657510
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:21:37