14.05.2021 22:09

BRIMFAXAMÓTARÖÐIN 2021

Grímutölt
Grímtuötið okkar verður haldið næstkomandi laugardag, 22.maí. Við munum byrja á pollaflokki klukkan 14:30. Keppt er í tölti T7, en það er hægt tölt, snúið við og þá frjáls ferð á tölti.
Það verða bæði veitt verðlaun fyrir töltkeppnina sjálfa og svo verðlaun fyrir besta búning í hverjum flokki.
Skráning hefst í dag og mun standa til miðnættis á miðvikudag en pollana má skrá alveg til klukkan 14 á laugardaginn!
Hér að neðan eru flokkarnir sem boðið verður upp á og skráningargjöld.
Pollaflokkur - FRÍTT
Barnaflokkur (10-13 ára) - 500 kr.
Unglingaflokkur (14-17 ára) - 1000 kr.
Fullorðinsflokkur (18 ára og eldri) - 1500 kr.
Skráning fer fram í gegnum email [email protected] og það þarf að setja inn nafn knapa og hests og upp á hvora höndina knapinn vill ríða.
Skráningargjöldin skal leggja inn á reikning Brimfaxa:
Kt. 530410-2260
Rkn. 0143-15-380658
Endilega setjið nafn knapa í skýringu og sendið á [email protected] svo við vitum hverjir hafa greitt skráningargjöld ??
Þeir sem áttu eftir að borga fyrir smalann mega leggja það inn með þessum gjöldum (það verður þá að senda á mig og láta vita)??
ATH að skráning er ekki talin gild fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.

08.05.2021 22:26

FRÆÐSLUMYND OG SÁTTMÁLI HESTAFÓLKS OG ANNARA VEGFARENDA


Í samvinnu við Samgöngustofu hefur verið gerð fræðslumynd sem er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland.  Fræðslumyndinni er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hestsins sem getur reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum. 

Einnig var skrifað undir sáttmála milli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa þann 8. maí í félagsheimili Fáks.  Þar taka þessir vegfarendahópar höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru. 

Allar upplýsingar um sáttmálann og myndina má finna hér.

MYNDBAND MÁ SJÁ HÉR

01.05.2021 23:20

Opna Íþróttamót Mána 2-3 maí


Frá vinstri: Sylvía Sól, Magnús Máni, Díana Ösp og Halldóra Rún.

Frèttamaður Brimfaxa hitti á þessa flottu Brimfaxakrakka sem voru mætt
á íþróttamót mána ....4 krakkar með 5 hross 3 í úrslitum??

28.04.2021 22:21

1.maí


Vegna aðstæðna verður ekki farið á Ísólfsskála 1 maí.
Stefnum á að fara Þorbjarna hringinn í staðinn.
Grillum pulsur við reiðhöllina í lok ferðar.
Lagt af stað kl 13 frá reiðhöllinni.
Allir velkomnir.

28.04.2021 22:16

Plokk


Krakkarnir í Brimfaxa skellu sér að plokka á plokkdeginum 24.apríl og fylltu 2 kör og 1 kerru af rusli.
Þess má geta að í mars sl. þá fóru þau á einum góðum degi og plokkuðu líka helling þá. 
Frábært hjá ykkur krakkar 

24.04.2021 22:06

Úrslit smalamóts


Pollaflokkur:
Víkingur og Blossi
Barnaflokkur:
 1. Sindri Snær og Gosi - 1:35
 2. Nikola og Blossi - 2:00
 3. Sigríður Eva og Tvistur 2:43
Unglingaflokkur:
 1. Lilja Rós og Kristall - 48 sek
 2. Halldóra Rún og Muninn - 1:11
 3. Díana Ösp og Særún - 1:22
 4. Gummi og Tracy - 1:49
 5. Kristólína og Jökull - 1:54
Fullorðinsflokkur
 1. Jón Ásgeir og Ægir - 47 sek
 2. Steingrímur - 51 sek
 3. Klara og Hrafnvar - 1:01
 4. Raggi og Sókrates - 1:07
 5. Munda og Sikill - 1:17
 6. Sylvía Sól og Reina - 1:21
Tilþrifaverðlaunin hlaut Lilja Rós en hún fór brautina berbakt og á frábærum tíma!

19.04.2021 22:25

Smalamót á sumardaginn fyrsta

Smalamótið okkar verður haldið núna á sumardaginn fyrsta, 22.apríl.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
Pollaflokkur (9 ára og yngri) - Frítt
Barnaflokkur (10-13 ára) - 500 kr.
Unglingaflokkur (14-17 ára) - 500 kr.
Fullorðinsflokkur (18 ára og eldri) - 1000 kr.
Skráning fer fram í gegnum email - [email protected] - og við skráningu skal koma fram nafn knapa og hests. Skráningarfrestur er til kl 16 á miðvikudag.
Við erum að búa brautina til og ætlum að setja hana upp á miðvikudagsmorguninn þannig að hægt verður að skoða og prufa brautina annað hvort fyrir eða eftir reiðnámskeiðið sem er í höllinni þann dag ?? (hún verður einnig uppi í reiðtímunum þannig að þeir sem eiga reiðtíma geta prufað hana þá).
Tímasetning og ráslistar koma síðan hér inn á miðvikudaginn!
-Mótanefnd

16.03.2021 21:39

Íþróttabandalag Suðurnesja


Íþróttabandalag Suðurnesja mun halda aðalfund í félagsaðstöðunni í reiðhöllinni fimmtudaginn 18.mars.
2 fulltrúar frá Brimfaxa munu sitja fundinn.

13.03.2021 23:20

Kaffispjallið í fyrramáliðMinnum á kaffið í fyrramálið. Þeir sem eiga hross í Grindavík ættu að kíkja við uppá rýmingaráætlun fyrir hrossin. 
Haft hefur verið samband við björgunarsveitina og sagt verður nánar frá því á morgun.
Þeir sem komast ekki en þurfa að fá upplýsingar er bent á að tala við Jóhönnu.

08.03.2021 22:44

FróðleikurinnFullt af krökkum fóru í reiðtúr í dag bæði krakkar sem eiga hesta og eiga ekki hesta.
krakkafjörsdagurinn er mjög vinsæll hjá Brimfaxa. emoticon

Fróðleikurinn:
Vissir þú að Brimfaxi var stofnað 25.mars 2010 og varð gilt félag innan LH árið 2012.
Þá árið 2012 máttum við t.d. eiga fulltrúa á Landsmót og fl. undir okkar félagsnafni.

07.03.2021 22:09

MDU


Sylvía Sól varð í 4. sæti í úrslitum í gæðingafimi í meistaradeild ungmenna í síðustu viku.
Gæðingafimi er ekki auðveld grein og hér má sjá brot af því sem þarf að sýna.

framfótasnúning - krossgang - opin sniðgang - lokaðan sniðgang
- úthverfan lokaðan sniðgang á baug - afturfótasnúning
- taumur gefinn fram (sjálfberandi) tölt / stökk - 
slaktaumatölt - slöngulínur.

06.03.2021 18:28

Upplýsingar vegna jarðhræringaGrindavíkurbær var með streymi á íbúafund Grindavíkur vegna jarðhræringa.
Sjá hér: ÍBÚAFUNDUR
Á heimasíðu Grindavíkurbæjar má finna viðbragðsáætlun:
MAST er með viðbúnað fyrir dýraeigendur:
Sjá hér: MAST-VIÐBÚNAÐUR

05.03.2021 21:56

Æskulýðsfróðleikur


Annaðslagið mun poppa upp hér á heimasíðunni "vissir þú" æskulýðsfróðleikur. emoticon

Vissir þú að í Grindavík eru yfir 100 hross í vetrarfóðrun. 

01.03.2021 21:42

Meistarahross!
Keppnistímabilið er byrjað en með takmörkunum vegna Covid-19.
Grindvísk ræktuð hross hafa sést á vellinum í meistaradeild æskunnar og meistaradeild 
ungmenna.
Reina frá Hestabrekku ræktuð af Ragga.
Fljóð frá Grindavík ræktuð af Styrmi.
Þula frá Stað ræktuð af Hemma.
Þess má geta að formaður ræktunarnefndar Brimfaxa er Styrmir sem ræktaði hana Fljóð.28.02.2021 21:46

Ný stjórnÁ aðalfundi Brimfaxa var kosin ný stjórn:
Aðalstjórn:
Formaður Valgerður S. Valmundsdóttir
Gjaldkeri Klara S. Halldórsdóttir
Ritari Heiða Heiler
Meðstjórnandi Jón Ásgeir Helgason
Meðstjórnandi Jóhann Þór Ólafsson
Varastjórn:
Styrmir Jóhannsson
Sylvía Sól MagnúsdóttirFlettingar í dag: 1040
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 594063
Samtals gestir: 62901
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 19:58:58