02.10.2017 22:23

Aðsent

Fréttabréf LH - Október 2017
Smella: HÉR

19.09.2017 09:33

Tek að mér tamningar og þjálfun


Tek að mér tamningar/þjálfun í Grindavík í haust og vetur.
Vönduð vinnubrögð.
Áhugasamir geta haft samband við Katrínu í síma 848-8226 eða á netfangið
Með bestu kveðju
Katrín Ösp Eyberg.

01.08.2017 18:23

Áhugamannamót Íslands

Áhugamannamót Íslands var haldið á Hellu um síðustu helgi.
Katrín Ösp Eyberg keppti á Fljóð frá Grindavík og fór í A-úrslit í fjórgangi V5 á laugardeginum og 6. sæti í A-úrslitum á sunnudeginum.

06.07.2017 11:13

Íslandsmót

Aðsent frá LH:
Við viljjum benda ykkur á beina útsendingu frá Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum 6-9 júlí 2017 á www.oz.com/lh 
Einn keppnisdagur á 980kr. 
Aðgangur alla fjóra keppnisdagana og til 31.júlí á aðeins 2850kr. Allir helstu gæðingar landsins samankomir í harðri keppni. Nokkrir knapar berjast um síðustu landsliðssætin en liðið verður tilkynnt eftir helgi.
Með þessu móti getið þið fylgst vel með heima og á ferðinni með oz appinu.

04.07.2017 11:58

Hestaferðin

Það er að komast mynd á ferðina okkar í sumar.
Föstudagur 21. júlí:  Mætum við í Mosfellsdal og ríðum sem leið liggur í Skógarhóla.
Laugardagur 22. júlí:- Förum klukkutíma hring um skógargötur og svo Leggjarbrjót að Ingunnarstöðum í Brynjudal.
Sunnudagur 23. júlí: Ingunnarstaðir - Hækingsdalur í Kjós.
Mánudagur 24. júlí: Hækingsdalur í Kjós.
Gistum allar nætur á Skógarhólum. Gott ef allir sem ætla, gætu staðfest þáttöku fyrir 10 júlí með að hringja í Ævar í síma 8925-7094 eða senda póst á aevara@simnet.is
Mbk.
f.h. ferðanefndar, Ævar.

23.06.2017 12:02

Sumarreiðnámskeið

Skráning er hafin á reiðnámskeið Brimfaxa sem hefjast næstkomandi mánudag 26. júní.
Námskeiðin verða með sama sniði og undanfarin ár og líkt og í fyrra haldin af hestamannafélaginu Brimfaxa í samstarfi við Arctic horses.
Námskeiðin eru 5 daga í senn frá kl 12-14:30, krakkarnir mæta við reiðhöllina með smá nesti í góðum bakpoka nema síðasta daginn þá er grill í boði.
Ef að ekki næst næg þáttaka þá verður námskeið fellt niður.
Námskeiðið kostar 17.000 kr og greiðist með millifærslu á Brimfaxa fyrir námskeið.
Skráning er hjá Jóhönnu í síma 848-0143.
Námskeið í boði:
26 -30 Júní / Vanir
3-7 Júlí / Óvanir
10-14 Júlí / Vanir
17-21 Júlí / Óvanir
24-28 Júlí / Vanir
14-18 Ágúst / Óvanir
21-25 Ágúst / Vanir

21.06.2017 22:42

Vigdísarvellir

Föstudaginn 23. júní verður farið á Vellina.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 15:00.
Heimferð sunnudaginn 25. júní um hádegi.
Kveðja, stjórnin.

09.06.2017 12:49

Beitin

Beitarhóflið opnar mánudaginn 12. júní kl. 18:00

 
Heimilt er að setja reiðhross í brúkun í hólfið og öll hross verða sett í sveltihólf yfir daginn.
Verð fyrir 2 vikur = 2.500 kr
Verð fyrir 4 vikur = 5.000 kr.
 
Þeir sem ætla að nota hólfið eiga að hringja í Jóhönnu í síma 848-0143 áður en hrossum er sleppt.

 

27.05.2017 13:02

Amazing race

Fullt af myndum frá amazing race eru komnar í myndaalbúmið.

27.05.2017 12:58

Gestir

Skólakrakkar frá Danmörku, Færeyjum og Lettlandi fóru á hestbak í reiðhöllinni þar sem æskulýðsdeildin teymdi undir krökkunum.
Nánar má sjá frétt um krakkana á heimasíðu Grindavíkurbæjar:
Nokkrar myndir sem Jóhanna H. tók eru komnar í myndaalbúmið.

24.05.2017 17:35

Amazing race

,

Fimmtudaginn 25. maí (uppstigningardag) verður amazing race hjá æskulýðsdeildinni. 
Við ætlum að hittast við Kvikuna kl. 12:00 

22.05.2017 13:30

Opna Álftarnesmótið

Opna Álftarnesmótið var haldið um helgina.
Þrír Brimfaxafélagar kepptu í forkeppni á laugardeginum og fóru þau öll í A-úrslit sem fór fram á sunnudeginum.
A-úrslit urðu eftirfarandi:

Tölt T7 barnaflokkur
2. sæti - Magnús Máni Magnússon / Stjarna frá Yzta-Bæli / eink. 5,42

Tölt T3 Unglingaflokkur
1 sæti - Sylvía Sól Magnúsdóttir / Sigurfari frá Húsavík / eink. 6,28

Tölt T3 2 flokkur
1. sæti Ragnar Eðvarðsson / Reina frá Hestabrekku / eink. 6,17

Allar niðurstöður mótsins má finna á facebook síðu Sóta.

19.05.2017 22:28

Ruslagámur

 

"GÓÐA VEÐRIÐ ER KOMIÐ OG ÁTAKIÐ BYRJAÐ".

RUSLAGÁMURINN (BARA EINN) KOMINN Á SVÆÐIÐ VIÐ REIÐHÖLLINA OG GRÆNI GÁMURINN ER FYRIR  ALLT RUSL NEMA JÁRN. 

VIÐ EIGUM AÐ SETJA ALLT ÓNÝTT JÁRN VIÐ HLIÐINA Á GRÆNA GÁMNUM EN ALLS EKKI OFAN Í HANN.

Gámurinn verður tekinn á mánudaginn svo við höfum átakshelgi til að laga til hjá okkur.

Njótið helgarinnar

13.05.2017 22:11

Opna Álftanesmótið í Hestaíþróttum

Opna Álftanesmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 20.-21. maí n.k. Keppt verður á hinum rómaða velli hestamannafélagsins Sóta við Breiðamýri á Álftanesi.

Skráning fer fram í Sport Feng og hefst hún mánudaginn 8. maí og stendur til miðnættis þriðjudaginn 16. maí.

Boðið verður upp á eftirtaldar keppnisgreinar:
Opinn flokkur - 1.flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Opinn flokkur - 2.flokkur (minna vanir): Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Annað - 3.flokkur (byrjendur): Fjórgangur V2 - Tölt T7 
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2...
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2 
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 -Tölt T3 -T7 
Pollatölt

Skráningargjöld:
 1-3 flokkur: kr. 4.000,-- pr. skráning.
 Barna, unglinga og ungmennaflokkar: kr. 3.000,-- pr. skráning. Pollar: 500.-

Leynigestur mun afhenda verðlaunin sem eru m.a. myndir eftir listakonuna Helmu, sem býr á Álftanesi. 
Mótanefnd hestamannafélagsins Sóta áskilur sér rétt til þess að sameina eða fella niður flokka ef þess þarf og stytta mótið í einn dag sé þess þörf. 
Þeir sem þurfa hesthúspláss á meðan að á mótinu stendur geta haft samband við Jörund, formann félagsins í s: 898-2088 eða sent okkur skilaboð á FB.  
Álftanes er sveit í borg og aðstaðan hjá Sóta er það líka. T.d. er ekki upphitunarvöllur né reiðhöll á staðnum en hins vegar góð, lokuð gerði (hringgerði sem og 20x40 gerði). Við lofum hins vegar fallegu útsýni og góðri stemningu!

Sjáumst á Álftanesi þann 20. maí
Kveðja,
Mótanefnd Sóta

08.05.2017 09:48

Hafnarfjarðarmeistaramót

 

Katrín Ösp Eyberg keppti á Fljóð frá Grindavík í í tölti T7 á Hafnarfjarðarmeistaramóti Sörla var haldið um helgina.
Katrín og Fjóð urðu í 4.sæti í forkeppninni á laugardeginum og fóru því í A-úrslit.
A-úrslitin fóru fram á sunnudaginn þar sem þær stöllur unnu sig upp í 3 sæti.
Til hamingju með frábæran árangur.

 

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 297
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 879026
Samtals gestir: 102597
Tölur uppfærðar: 16.2.2019 04:51:45