23.03.2010 16:33

Stofnfundur

23. mars 2010
Stofnfundur hestamannafélags

Hestamenn í Grindavík eru hvattir til þess að mæta á stofnfund hestamannafélags í Grindavík sem haldinn verður í Salthúsinu kl. 19:30 fimmtudaginn 25. mars n.k.

Dagskrá:
1. Lög/Samþykktir félagsins
2. Skráning stofnfélaga
3. Ákvörðun um árgjald
4. Kosning stjórnar

Hestakveðja,

Pétur Bragason
Ragnar Eðvarðsson
Hilmar Knútsson
Jón Ásgeir Helgason
Birta Ólafsdóttir


20.03.2010 20:58

Nýtt hestamannafélag.

20. mars 2010
Í undirbúningi er að stofna öflugt og sjálfstætt hestamannafélag í Grindavík. Búið er m.a. að skrifa drög að samþykktum fyrir félagið, kynna sér málið hjá nýlegum hestamannafélögum ásamt því að ræða við hestamannafélagið Mána um þetta tilvonandi félag sem tæki þá við af Grindavíkurdeild Mána í framtíðinni.

Þetta félag mun efla verulega hestamennskuna innan lögsögu Grindavíkur og eitt fyrsta verk þess verður að eiga og byggja reiðhöll.

Fyrirhugaður stofnfundur verður þann 25. mars n.k. og verður það nánar auglýst síðar.


20.03.2010 20:10

Heimasíða

20. mars 2010

Í dag fór í loftið heimasíða er halda mun utan um og kynna hestamennsku í Grindavík. En þetta frábæra áhugamál, sem er allt í senn, íþrótt, menning og lífstíll, á sennilega hvergi betur heima en í þeirri náttúru og menningu sem Grindavík hefur upp á að bjóða.

Við munum svo bæta inn á síðuna jafnt og þétt og ég hvet ykkur til þess að fylgjast með.

Njóðið vel
Pétur.

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 76657
Samtals gestir: 4093
Tölur uppfærðar: 25.5.2022 02:32:59