04.04.2016 21:33

Nýji reiðvegurinn

Nýji reiðvegurinn er ekki fullbúin og því er ábending til hestamanna að fara varlega þar sem það eru holur í honum. Áætlað er að klára veginn núna í vor.

30.03.2016 20:29

Skráning á folaldasýninguna

Folaldasýning Brimfaxa verður laugardaginn 9. apríl í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu kl. 13:00

Skráning er hafin hjá Styrmi í síma 824-2413 eða á netfangið [email protected]

Skráningu lýkur fimmtud. 7. apríl og gefa skal upp við skráningu upplýsingar um folaldið, s.s. nafn, uppruna, kyn, lit, ættir og eiganda/ræktanda.

28.03.2016 13:34

Framhaldsaðalfundurinn á morgun

Minnum á framhaldsaðalfundinn þriðjudaginn 29. mars kl. 19:30 í Salthúsinu.
Fundarefni:
Reikningar félagsins
Önnur mál
Kveðja, stjórnin.

27.03.2016 13:16

Myndir

Myndir frá leikja- pizzukvöldinu og páskabingóinu eru komnar í myndaalbúmið.

22.03.2016 17:20

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsdeildar verður miðvikudaginn 23. mars kl. 17:30 í Gjánni.

21.03.2016 13:02

Brimfaxafélagar á töltmóti

Opna karla- og kvennatölt Mána var haldið á Mánagrund 18. mars.
Nokkrir Brimfaxafélagar skráðu sig til leiks og stóðu sig vel og tveir komust í úrslit.
Í 2. flokki karla urðu Rúrik Hreinsson og Bubbi frá Þingholti í 3. sæti með 6.50.
2. flokk kvenna sigruðu Valgerður Valmundsdóttir og Fenja frá Holtsmúla 1 með 6.80.

Öll úrslit frá mótinu má sjá hér:

19.03.2016 22:01

Skráning á smalamótið

Skráningu á smalamótið í yngri flokka (polla- barna- og unglingaflokka) lýkur í kvöld, nauðsynlegt er að skrá á mótið en skráning er hjá Jóhönnu í síma 848-0143.

17.03.2016 15:22

Framhaldsaðalfundur 29. mars

Framhaldsaðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 29. mars kl. 19:30 í Salthúsinu.
Fundarefni:
Reikningar félagsins
Önnur mál
Kveðja, stjórnin.

16.03.2016 19:07

Smalamót

Smalamót æskulýðsdeildar sem átti að vera nk. laugardag verður frestað fram á fimmtudaginn 24. mars (skírdag) en þá verður smalamót fyrir bæði börn og fullorðna.
Mótið verður í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.

Keppt verður í barna, unglinga og pollaflokkum og fullorðinsflokk.
Yngri flokkarnir byrja kl. 13:00
Fullorðinsflokkur byrjar kl. 16:00

3 efstu sætin í barna- og unglingaflokkum verðlaunuð en allir verðlaunaðir í pollaflokk.
Ekkert skráningargjald.
3 efstu sætin í fullorðinsflokk verðlaunuð.
Skráningargjald 1000 kr. og greiðist á staðnum.

Nauðsynlegt er að skrá í barna, unglinga, og pollaflokkana.
Skráningafrestur er til miðnættis sunnudaginn 20. mars.
Skráning er hafin í síma 848-0143

Kveðja, æskulýðsdeild og mótanefnd.

12.03.2016 11:43

Fatamátun 13. mars

Á morgun sunnudaginn 13. mars frá kl. 16:00 - 18:00 verður mátun á peysum og jökkum á kaffistofunni hjá Palla og Mundu.
Í boði eru 66norður flíspeysur á fullorðna og börn og Hrímnir jakkar frá Líflandi á fullorðna.

Verð á flíspeysum á börn er 3000 kr.
Verð á flíspeysum á fullorðna er 13.000 kr.
Verð á fullorðins flíspeysum á yngri er 9.000 kr.
Verð á jökkum á fullorðna er 25.000 kr.

Lífland styrkir Hrímins jakkana og 66 norður styrkir peysurnar.
Brimfaxi niðurgreiðir barnapeysur og peysur í fullorðinsstærðum fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Það er lítið mál að semja við Styrmi um greiðslur.
Ef einhver kemst ekki á sunnudaginn, má hafa samband við Valgerði í síma 661-2046 fram að hádegi mánud. 14. mars.

Kveðja
Æskulýðsnefnd.

08.03.2016 21:19

Folaldasýning 9 apríl

Folaldasýningin verður laugardaginn 9. apríl 2016.
Maggi Lár mun dæma og gefa umsögn og þrjú efstu folöld í hvorum flokk verða verðlaunuð.
Nánar auglýst síðar.

Styrktaraðili er Gluggar & Gler.

06.03.2016 16:43

Leikja- og pizzukvöld

Minnum á leikja- og pizzukvöldið á morgun 7. mars. Ætlum að vera í réttinni ef veður leyfir, annars ætlar hún Munda að veita okkur skjól. Mæting kl. 17:00 og við verðum til ca. 18:30.
Vonandi sjáum við fullt af fjörugum Brimfaxakrökkum!

01.03.2016 11:01

Stútfull dagskrá í mars

Dagskráin í mars er stútfull af allskyns viðburðum í Brimfaxa.
Folaldasýningin er ódagsett en félagsreiðtúrarnir eru á sínum stað á sunnudögum kl. 13:00 og reiðnámskeiðið á miðvikudögum.
Reiðhöllin hjá Palla og Mundu er sem fyrr opin fyrir alla Brimfaxakrakka á fimmtudögum frá kl. 15:00 - 16:30.
Æskulýðsdeildin er með leikja- og pizzukvöld mánudaginn 7. mars, smalakeppni laugardaginn 19. mars og páskabingó miðvikudaginn 23. mars.
Sjáumst.

26.02.2016 15:23

Þrautabraut

Krakkarnir á reiðnámskeiðinu fóru í þrautabrautir í staðinn fyrir kennslutímana sem féllu niður þann dag, þar sem kennarinn fór erlendis að keppa á World Tölt í Danmörku.
Sumir fengu líka að prufa og mátti sjá þar mjög efnilega unga hestaíþróttamenn.
Nokkrar myndir frá deginum eru í myndaalbúminu.

24.02.2016 21:47

Hestaferð 2016

Ferðanefnd Brimfaxa er búin að skipuleggja hestaferð dagana 8 - 11 júlí í sumar.
Búið er að panta skálann að Kletti í Þjórsárdal í þrjár nætur og planið er að fara dags ferðir út frá skálanum. Ferðin byrjar og endar í Stóru-Mástungu 2 í Gnúpverjahreppi ofan við Árnes. Dagleiðirnar eru um 25 km. þannig að 2 hestar ættu að duga flestum. Haldin verður kynningarfundur í maí. (nánar auglýst síðar)
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá ferðanefnd.

Flettingar í dag: 195
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2443
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 596839
Samtals gestir: 62979
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 05:48:26