Tekið úr texta inngangi Halldórs Péturssonar úr bókinni Hófadynur.
;Íslenzki hesturinn má muna tvennar tíðir, þær fyrri, er hann sampíndist þjóðinni í þrengstu og óblíðustu kjörum, þegar allt líf í landi hékk á sömu horriminni. Á seinni árum hefur hesturinn notið ávaxta af batnandi hag, sem þessi öld hefur fært húsbændum hans. Nú þarf hann ekki lengur að bera þungar byrðar ófærar eða illfærar leiðir né heldur draga plóg eða sláttuvél, sem ofbauð kröftum hans. Hann er ekki lengur að jafnaði sundlagður í stórvötn né sveltur heilu hungri og látinn berja gaddinn án allrar miskunnar í hörðum vetrum;
:.........en úti um græna haga landsins sjást víða fallegir hópar af stóði. Þar er ennþá margur hagaljómi og margir folaldsmunnar bera mjúka snopuna að kjarngresinu, og ennþá eru hér í landi hestamenn ágætir og unnendur riddaralegra íþrótta, sem miklar mætur hafa á góðum reiðhestum og kunna vel með þá að fara, sem hverja frjálsa stund taka hnakk sinn og hest til að njóta hollustu þeirrar ágætu og göfugu íþróttar, sem reiðmennskan er.;
Hófadynur, íslenski hesturinn í ljóði og sögu.
Höf. Halldór Pétursson
Útg. 1966
Endurútg. 2004
Um bókina og endurútgáfu: