05.03.2015 10:03

Hestadagar 19-21 mars

Hestadagar verða haldnir hátíðlegir um land allt dagana 19-21. mars.
Í tengslum við þá verða haldin 2 mót til styrktar landsliðinu okkar í hestaíþróttum, Svellkaldar konur og þeir allra sterkustu.
Landsliðið mun svo keppa fyrir okkar hönd á HM Íslenska hestsins í Herning, Danmörku 3-9. Ágúst 2015.

15. mars Æskan og hesturinn.
Reiðhöllin í Víðidal kl. 13:00 og kl. 16:00 - frítt inn.

19-21. mars Hestadagar
Fimmtudagur - Opnunarhátíð í ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17:00
Föstudagur - Opið hús í hesthúsum landsins kl. 17:00 - 19:00
Laugardagur - Hópreið í miðbæ Reykjavíkur kl. 13:00

21. mars Svellkaldar konur
Skautahöllin í Laugardal kl. 16:30 - 1000 kr. inn

4. apríl Þeir allra sterkustu
Sprettshöllinni kl. 20:00 - 3500 kr. inn.

Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

01.03.2015 12:55

Hestaferð í sumar

Ágætu Brimfaxafélagar.

Ferðanefndin hefur skipulagt hestaferð í sumar dagana 26/6 til 29/6. Hugmyndin er að byrja í Hvítárdal í Hrunamannahreppi og fara þaðan um Brúarhlöð, með Hvítá að vestanverðu um Brattholt og Gullfoss og síðan með Kjalvegi í Fremstaver 20-25km.
Dagur 2 Fremstaver Svínárnes farinn Bláfellsháls norður fyrir Hvíárbrú svo austur fyrir Jökulfall og í Svínárnes þetta er lengsta dagleiðin sennilega hátt í 30km.
Dagur 3 Svínárnes Helgaskáli þetta er þægileg dagleið bæði farin reiðgata og gömul trússbraut sennilega innan við 20 km.
Dagur 4 Helgaskáli Mástunga þetta er skemmtileg leið farið niður með Stórulaxárgljúfri að vestan niður á eyðibýlið Hrunakrók þar austur yfir Stórulaxá og veiðveginn í Mástungu 20-30km.

Reynt var að velja leiðir þannig að dagleiðir yrðu ekki mjög langar.
Hámarksfjöldi er um 20 manns.
Þeir félagar sem hafa ætla að fara eru beðnir að skrá sig hjá ferðanefnd fyrir 1 maí.

Skráningargjald er 5000 kr. fyrir manninn sem rennur svo upp í kosnað þegar gert verður upp. Þetta er ferð sem flestir eitthvað vanir reiðmenn ættu að geta farið svo er ekkert mál að fara í bíl einhverja áfanga ef fólk vill. Mælt er með að þeir sem vilja ríða alla áfanga hafi a.m.k. 3 fullgerða hesta. Stefnt verður að því að hafa matarinnkaup og matseld með svipuðu sniði og í síðustu ferð og reynum endilega að hafa eins gaman.

Fyrir þá sem una hestinum er fátt betra en ferðalag á hestum með góðu fólki. Ef eru spurningar er best að hafa samband við Ævar í síma 892-7094.

Með kveðju ferðanefndin.

27.02.2015 22:36

Myndaalbúmið

Eldri myndir eru nú að rata í myndaalbúmið.
Fylgist með.

25.02.2015 14:28

Félagsreiðtúrinn

Nokkrar myndir frá félagsreiðtúrnum eru komnar í myndaalbúmið.
Við þökkum Jóhönnu Harðar og Sylvíu Sól fyrir myndirnar.

23.02.2015 12:20

Reiðtúrinn á morgun

Minnum á reiðtúrinn á morgun þriðjud. 24. feb. kl. 18:00
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu.

21.02.2015 21:47

Vetrarleikar Sóta

Fyrstu opnu vetrarleikar Sóta var 21. febrúar. Vetrarleikar Sóta er 3 leikja opin mótaröð og stigakeppni.
Brimfaxi átti fulltrúa á mótinu, en Sylvía Sól Magnúsdóttir keppti í flokknum 17 ára og yngri.
Árangur Sylvíu var eftirfarandi:

3 sæti eingangur / tölt, á Fenju.
5 sæti Smali, á Byr.

Styrktaraðili Brimfaxakeppanda var Bílaverkstæði Högna.

Brimfaxi þakkar Sótamönnum kærlega fyrir skemmtilegan dag og höfðinglegar móttökur.

20.02.2015 21:59

Stóhestadagatal

Þeir krakkar sem keyptu jakka eða úlpu fengu sent stóðhestadagatal 2015 sem LH gefur út.
Ef dagatalið hefur ekki skilað sér, má hafa samband á brimfaxi@gmail.com
Dagtal LH má einnig nálgast í hestavöruverslunum.
Æskulýðsnefnd.

20.02.2015 13:06

Reiðtúr nk. þriðjudag

Sameiginlegur reiðtúr verður þriðjudaginn 24. febrúar.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 18:00
Hlökkum til að sjá ykkur.

16.02.2015 19:06

Samstarf Úrval útsýnar og LH

Heimsmeistaramót í hestaíþróttum verður haldið í Herning í Danmörku 2 - 10 ágúst 2015.
Landsamband hestamannafélaga, landslið Íslands og Úrval útsýn eru í samvinnu með ferðir á mótið.
Allar upplýsingar má finna á vefsíðunni hér: http://www.urvalutsyn.is/9447

Með kveðju

Jóhanna Gunnarsdóttir
Landssamband hestamannafélaga /
Landsmót hestamanna ehf.
Íþróttamiðstöðinni Laugardal
104 Reykjavík
s. 514 4030
 

12.02.2015 18:29

Ráðstefna

Ert þú á aldrinum 15 - 30 ára og vilt koma skoðunum þínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í þínu sveitarfélagi ?

Mánudaginn 16. febrúar kl. 19.30 - 22:00 í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2, stendur Æskulýðsvettvangurinn fyrir fundi með ungu fólki og þeim sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu.

Viðfangsefni fundarins er skipt upp í fjóra flokka, menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning. Fundarformið skiptist upp í fjórar 20 mín. lotur. Allir þáttakendur fá að koma sínum skoðunum á framfæri í öllum flokkum.

Skráning og nánari upplýsingar eru inni á facebook undir heitinu Æskulýðsvettvangurinn eða hjá Ragnheiði, sími 550-9803.

Allt ungt fólk er velkomið, þáttaka ókeypis. Léttar veitingar í boði.

27.01.2015 22:07

Reiðhallarvinna

Ágætu félagar.
Eins og öllum ætti að vera kunnugt um, þá erum við að vinna í reiðhöllinni og þá aðallega um helgar.
Þar sem við erum í forsvari fyrir vinnunni og erum allir í fullri vinnu virka daga, þá verðum við að nýta helgarnar og það vel. Það er því mjög mikilvægt að sem flestir félagsmenn láti sjá sig ef þeir mögulega geta, því allir geta gert eitthvað og margar hendur vinna létt verk. Þegar við byrjum að nýta kvöldin, þá látum við vita.
Á laugardögum byrjum við kl. 08:00 en á sunnudögum byrjum við kl. 10:00.
Stöndum þétt saman og höfum gaman.
Kær kveðja,
Formaðurinn.

26.01.2015 14:03

Sikill frá Stafholti

Sikill frá Stafholti og knapi hans Snorri Dal unnu opna flokkinn á ísmóti Sörla sem var á Hvaleyrarvatni um sl. helgi. Sikill er úr ræktun og í eigu Mundu og Palla Jóa í Stafholti.
Myndband frá mótinu má sjá hér fyrir neðan og Sikil má sjá á mín. 8:10 og 9:17

25.01.2015 21:39

Úlpur og jakkar / mátun.

Úlpurnar eru komnar og því verður mátun á úlpum fyrir fullorðna og jökkum fyrir börn þriðjudagskvöldið 27 janúar frá kl. 19:30 - 21:00 í hesthúsinu hjá Palla og Mundu. (munið að aka inn portið og fara þar inn)

Ef einhver sem var búin að panta úlpur, kemst ekki til að máta á þriðjud. þá megið þið hringja í Katrínu í s. 848-8226 og við komum með úlpur til ykkar.

Úlpurnar kosta 17.500 kr. en barnajakkarnir 8.500 kr. og það er hægt að skipta greiðslum.

Kveðja
Fatanefnd.

22.01.2015 21:42

Bilun

Bilun er í gangnasamstæðu hjá vefhýsi Brimfaxa og viðgerðir standa yfir.

17.01.2015 17:11

Skemmtilegt kvöld með Anítu

Myndir frá fyrirlestri Anítu eru komnar í myndaalbúmið.
Við þökkum Anítu fyrir skemmtilegt kvöld.
Kveðja,
Kvennadeildin.

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 182
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 914453
Samtals gestir: 111599
Tölur uppfærðar: 25.6.2019 23:31:42