28.12.2017 22:41

Dagskrá 2018

Dagskrá fyrir 2018 er í vinnslu, en drög má sjá undir tenglinum "dagskrá 2018", og hún er birt með fyrirvara þar sem hún er ekki fullunnin.
 
Brimfaxi, Sóti, Háfeti og Ljúfur halda sameiginleg vetrarmót í vetur. Mótin verða fjögur alls en hvert félag heldur eitt mót á sínum heimavelli.
 
Félagsreiðtúrar verða alla sunnudaga í vetur og suma sunnudagana er áætlað að kvennanefnd verði með kaffi og vöfflusölu.
 
Reiðnámskeiðið verða nokkrar helgar í vetur, folaldasýning verður 17. mars og áætlað er að fara í ræktunarferð og fleira.

24.12.2017 12:56

Jólakveðja

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

19.12.2017 22:48

Aðsent

Jólagjöf hestamannsins!
 
Forsala miða á LM2018 er í fullum gangi og miðarnir rjúka út, enda er miði á Landsmót mögnuð gjöf í jólapakka hestamannsins! Getur ekki klikkað!
 
Verslanir Líflands um allt land selja miða og gjafabréf á LM2018 og einnig er hægt að fá miða á skrifstofu LH í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á tix.is
 
Verð á vikupössum í forsölu:
 
Fullorðnir 15.900 kr.
 
Unglingar 7.900 kr.
 
Um áramótin hækkar miðaverðið í 18.900 kr. og 8.900 kr. svo það borgar sig að nýta sér forsöluverðið. Aðeins 3.500 miðar í boði á þessu verði gott fólk!
 
Gleðilega hátíð!


17.12.2017 15:06

Reiðnámskeið í vetur

 
Súsanna Sand Ólafsdóttir reiðkennari mun koma og kenna í vetur.
Súsanna er reiðkennari frá Hólum, gæðinga- og íþróttadómari og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu.
 
Í boði eru helgarnámskeið (laugardagur og sunnudagur). Námskeiðin verða bæði einstaklings- og hópmiðuð.
Kennsla byrjar ca. 09:00 og verður fram eftir degi. Hver tími 40-45 mín. 
 
Kennt verður í 10 skipti:
13-14 janúar, 3-4 febrúar, 24-25 febrúar,  sunnud.11 mars og 7-8 apríl.
(Það verður bætt inn einum öðrum sunnudegi, dagsetning auglýst síðar)
 
Verð pr. fullorðin í einstaklingstíma er 16.000 kr. helgin.
Verð fyrir börn í hóptima að 16 ára aldri er 6000 kr. allt námskeiðið.
Verð fyrir unglinga og ungmenni í hóptíma er 10.000 kr. allt námskeiðið.
 
Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Valgerði í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected]
Skráningu lýkur 22 des. 2017.

14.12.2017 10:39

Fyrirlestur

Föstudaginn 15. des. verður Björgvin dýralæknir með fyrirlestur í félagsaðstöðunni í reiðhöllinni.
Fyrirlestur fyrir börn byrjar kl. 19:30
Fyrirlestur fyrir fullorðna byrjar kl. 20:00

12.12.2017 16:20

Æskulýðsbikarinn

 

Grindavik.is 

Sá ánægjulegi viðburður átti sér stað á formannafundi Landsambands Hestamanna að hestamannafélagið Brimfaxi hér í Grindavík hlaut Æskulýðsbikar landssambandsins fyrir frábært æskulýðsstarf. Þetta er mikill heiður fyrir Brimfaxa og það öfluga æskulýðsstarf sem unnið er innan raða félagsins en Brimfaxi stendur reglulega fyrir mótum fyrir yngri iðkendur ásamt námskeiðum og fleiri uppákomum.

Meðfylgjandi mynd var tekin á fundi frístunda- og menningarnefndar síðastliðinn miðvikudag þar sem samstarfssamningur Brimfaxa og Grindavíkurbæjar var til umræðu. Þær Valgerður Söring og Jóhanna Harðardóttir mættu á fundinn með bikarinn góða með sér.

30.11.2017 22:29

Aðsent

Fréttabréf LH - nóvember 2017
Smella: HÉR

28.11.2017 13:19

Kaffihúsaferðin


Minnum á kaffihúsaferðina á Sólvang sem verður laugardaginn 2. des. 
Þeir sem ætla að fara, láta Valgerði vita í síma 661-2046 eða senda póst á netfangið [email protected] í síðasta lagi miðvikudaginn 29. nóv. 
Við leggjum af stað ca. kl. 12:00 frá hesthúsahverfinu.

15.11.2017 22:27

Aðsent

Keppnistímabilið: "Erum við á réttri leið?" Opið málþing LH og FT í Léttishöllinni á Akureyri sunnudaginn 19.nóvember kl.14:00. Dómarar, keppendur, mótshaldarar og bara allir hestaáhugamenn hvattir til að mæta.:) Léttar veitingar í boði!
Keppnistímabilið: "Erum við á réttri leið?" Opið málþing LH og FT í Léttishöllinni á Akureyri sunnudaginn 19.nóvember kl.14:00. Dómarar, keppendur, mótshaldarar og bara allir hestaáhugamenn hvattir til að mæta.:) Léttar veitingar í boði!

14.11.2017 10:26

Frístundabæklingurinn

Frístundabæklingurinn - upplýsingarit um frístunda- og tómstundastarf í Grindavík veturinn 2017-2018 er aðgengilegur á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Beinn linkur á bæklinginn SMELLA HÉR

09.11.2017 14:04

Kaffihúsaferð 2.des.

Laugardaginn 2. desember ætlum við að fara í kaffihúsaferð á Sólvang en þar er hestakaffihús og gjafavöruverslun.
Sigga á Sólvangi ætlar að taka á móti okkur og í boði er súpa, gos, kaffi og kaka fyrir 2000 kr. á mann.
 
Þeir sem ætla að fara eiga að greiða inn á Brimfaxareikninginn í síðasta lagi miðvikudaginn 29. nóvember og tiltaka nafn/nöfn þeirra sem greitt er fyrir og senda kvittun á [email protected]
Reikningsnúmer 0146 - 15 - 250134
Kennitala 530410 - 2260
 
Við söfnum okkur saman í bíla og leggjum af stað ca. kl. 12:00 frá hesthúsahverfinu. (nákvæmari tímasetning auglýst síðar)
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband við Valgerði í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected]
 

08.11.2017 12:38

Ný stjórn

Á aðalfundi Brimfaxa var ný stjórn og varastjórn kosin:

Formaður: Hilmar K. Larsen
Gjaldkeri: Klara S. Halldórsdóttir
Ritari: Erna Pálrún Árnadóttir
Meðstjórnandi: Ævar Ásgeirsson
Meðstjórnandi: Jón Ásgeir Helgason
Varastjórn:
Styrmir Jóhannsson
Ragnar Eðvarðsson

Nýja stjórn og nefndir má einnig sjá undir tenglinum hér að ofan: stjórn og nefndir.

04.11.2017 21:47

Aðsent

Góðan dag,
 
Í ljósi frétta um kynferðislegt ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar vill ÍSÍ benda á bækling sem gefinn var út Í árslok 2013. Bæklingurinn er um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum og er byggður á bæklingi sem gefinn var út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Danmerkur en staðfærður þannig að hann passaði inn í aðstæður íþróttahreyfingarinnar hér á landi og samræmdist íslenskri löggjöf. Fjöldi sérfræðinga veitti aðstoð við útgáfu bæklingsins.
 
Markmið með útgáfu bæklingsins var að:
·         Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum
·         Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi
·         Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun
·         Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn.
Vert er að benda á að í lögum ÍSÍ frá 2013 kemur fram að óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og sem launþegar. Á heimasíðu ÍSÍ er skjal sem íþróttafélög geta nýtt við mannaráðningar, en þar veitir sá sem ráða á til starfa  samþykki um uppflettingu í sakaskrá. Skjalið er hugsað sem sýnishorn og er félögum og öðrum sem þess óska leyfilegt að gera það að sínu. Skjalið er að finna  http://isi.is/fraedsla/forvarnir/samthykki-um-uppflettingu-i-sakarskra/  . Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ http://isi.is/library/Skrar/throunar--og-fraedslusvid/Fraedslubaeklingar/kynferðislegt%20ofbeldi%20í%20íþróttum.pdf en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu og fá hann sendan í prentaðri útgáfu.
Norska íþróttasambandið hefur látið útbúa stutt myndbönd sem eru leiðbeinandi fyrir þjálfara og eru með enskum texta, þau má finna á slóðinni https://www.idrettsforbundet.no/english/the-role-of-the-coach/
Rétt er að benda á að ef málefni af þessum toga kemur upp, ber að tilkynna það annað hvort til lögreglu í síma 112 eða til barnaverndaryfirvalda. 
 
Kær kveðja
Ragnhildur Skúladóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands / The National Olympic and Sports Association of Iceland
Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs

28.10.2017 17:13

Æskulýðsbikar LH til Brimfaxa

Til hamingju Brimfaxafélagar.
Sá ánægjulegi viðburður átti sér stað á formannafundi LH. að hestamannafélagið Brimfaxi
hlaut Æskulýðsbikar LH. fyrir frábært æskulýðsstarf.
Þetta er mikill heiður fyrir okkur og vakti  mikla athygli á fundinum. Ég vill nota tækifærið og óska þeim stöllum í æskulýðsráðinu hjartanlega til hamingju fyrir frábært starf og mikla þrautsegju oft við erfiðar aðstæður. Það var sérstaklega haft á orði að félögin þurfa ekki að vera stór til þess að gera frábæra hluti og fór stjórn æskulýðsnefndar LH. fram á það að við byðum þeim í heimsókn, þau vilja endilega fá að sjá okkur.
Jóhanna, Valgerður og Sunneva enn og aftur takk fyrir frábært starf í þágu okkar allra.
Formaðurinn

25.10.2017 10:33

LH

Síðastliðinn laugardag þann 14.október stóð Landssamband hestamannafélaga fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum í Menntaskóla Borgarfjarðar Borganesi.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
 
1. Að reiðvegafé verði að lágmarki tvöfaldað frá því sem nú er og fylgi verðlagsþróunum.
2. Að reiðvegir verði skilgreindir í umferðarlögum og að réttarstaða ríðandi umferðar verði tryggð.
3. Að veghald reiðvega verði hjá ríki og sveitarfélögum.
4. Að tryggja öryggi ríðandi umferðar gagnvart annarri umferð.
5.  Að reynt verði með öllum ráðum að hafa ríðandi umferð eins fjarri akandi og hjólandi umferð eins og kostur er
6. Að ekki verði þrengt frekar að reiðleiðum á hálendinu en orðið er.
7. Að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrki reiðvegagerð og aðstöðu í tengslum við hestatengda ferðaþjónustu.
 
Auk þess var settur saman starfshópur til að fylgja ályktuninni eftir.
Flettingar í dag: 834
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657510
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:21:37