03.11.2016 08:20

Styttist í aðalfund

Það styttist í aðalfund og það vantar fólk í nefndir.
Brimfaxahöllin er næstum því tilbúin til að fá fullt starfsleyfi og því er núna tími til að spá í hvað við viljum gera í vetur og nefndir geta farið fljótlega eftir aðalfund að setja saman dagskrá.
Aðalfundurinn verður auglýstur þegar nær dregur.

28.10.2016 21:53

Landsþing

Hilmar og Guðbjörg fóru á landsþing hestamanna sem haldið var að þessu sinni í Stykkishólmi 14. - 15. október 2016
Á heimasíðu LH má finna skýrslur þingnefnda og fleira.

26.10.2016 22:38

Uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.

Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og síðustu ár þar sem LH og FHB standa saman að hátíðinni. Að venju verður glæsileg þriggja rétta máltíð, glæsileg dagskrá og ball í lokin innifalið í miðaverðinu sem er óbreytt, 9.600 kr. Ef menn kjósa að mæta bara á ballið, þá kostar sá miði 2.500 kr. og verður hleypt inn á það eftir að borðhaldi lýkur.

Miðasalan er hafin í Gullhömrum og hægt er að panta borð með því að senda tölvupóst á netfangið gullhamrar@gullhamrar.is. Borðapantanir fara þannig fram að sá sem pantar, greiðir fyrir pantaða miða eða sendir lista með nöfnum þeirra sem greiða fyrir borð á hans nafni. Borðapöntun er staðfest með greiðslu inná reikning 301-26-14129, kt. 660304-2580 og senda skal kvittun á netfangið hér að ofan.

Matseðill kvöldsins:
Humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði
Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Logandi crême brulêe með kókosís og ávöxtum

Stjórnir LH og FHB hvetja alla hestamenn til að gera sér glaðan dag og fagna saman góðu gengi hestamennskunnar á árinu. 

23.10.2016 15:43

Siðareglur

Siðareglur Brimfaxa voru kynntar á félagsfundi 7. október 2016.
Plaggið er aðgengilegt til lesturs í reiðhöllinni en einnig er hægt að fá það sent í pdf formi í tölvupósti ef félagsmenn óska þess.

17.10.2016 13:21

Öruggir reiðvegir

Þessa dagana vinnur LH að endurskoðun reiðleiða á SV horninu. Samningur Grindavíkurbæjar og Brimfaxa hefur markað stefnu í reiðvegamálum og reiðveganefnd Brimfaxa sendi nú í haust til LH
3. ára áætlun fyrir reiðvegastyrki til félagsins þar sem áætlað er lagfæring og stofnun reiðvega.
Grunnur að hestaíþróttaiðkun er öryggi sem lítur til að reiðleiðir séu öruggar og eingöngu fyrir hestaumferð.

19.09.2016 22:29

Frístundahandbókin

Frístundahandbókin - upplýsingarit um frístunda- og tómstundastarf í Grindavík veturinn 2016-2017, er komin út og hefur verið dreift í hús í Grindavík. Þar er að finna yfirlit yfir flest það frístundastarf sem boðið er upp á í bænum fyrir alla aldurshópa.
Útgefandi er frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar.

Frístundabókina má einnig nálgast hér:

09.09.2016 12:58

Frumtamningarnámskeið

Fyrirhugað er að halda frumtamningarnámskeið nú í haust fyrir ótamin og lítið gerð hross.
Þetta fer eftir fjölda skráninga og er fólk beðið um að hafa samband við Styrmi á netfangið styrmir@fms.is

01.09.2016 14:20

Valfag í skólanum

Brimfaxi býður upp á hestamennsku sem valfag í Grunnskóla Grindavíkur nú í haust og næsta vetur.
Skólavalið eru liður í samning Brimfaxa og Grindavíkurbæjar sem undirritaður var í október 2015.
Arctic Horses sem hefur verið með sumarámskeiðin í samstarfi við Brimfaxa verður með skólahópinn og fyrsti tíminn hjá krökkunum var í gær.

29.07.2016 21:51

Myndir frá hestaferðinni

Raggi tók fullt af myndum í hestaferðinni og þær eru komnar í myndaalbúmið.
Við þökkum honum kærlega fyrir myndirnar.

14.07.2016 08:16

Reiðnámskeiðin

Krakkarnir á reiðnámskeiðum sumarsins hafa aldeilis fengið veðurblíðu til að njóta útiveru eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Aðsókn á námskeiðin er frábær og fullt er á öll námskeiðin í sumar.

11.07.2016 21:26

Hestaferðir

Nokkrir hestamenn úr Ölfusi komu með yfir 40 hross í rekstri til Grindavíkur í júní. Brimfaxamenn fóru á móti og buðu þá velkomna til Grindavíkur og Hemmi í Stakkavík bauð gestum gistingu og hrossum beitarhólf.
Það færist í vöxt að hestamenn fara í gegnum Grindavík þegar þeir fara í sleppitúra, hestaferðir eða tamningaferðir og ætíð fáum við hrós fyrir góðar móttökur og fegurð Grindavíkur.

07.07.2016 11:55

Kristín frá Firði

Kristín frá Firði fór í 1. verðlaun í sumar. Kristín er undan Orra frá Þúfu og Dimmu frá Laugavöllum. Hún er nefnd Kristínu Þorsteinsdóttir sem var amma ræktanda og langamma eigenda en Kristín bjó í Grindavík í mörg ár.
Ræktandi er Aron Óskarsson og eigendur Diljá Sjöfn Aronsdóttir og Haraldur Kristinn Aronsson.

04.07.2016 11:31

Freisting frá Grindavík

Freisting frá Grindavík fór í 1. verðlaun í júní sl.
Freisting er undan Eldjárni frá Tjaldhólum og Fold frá Grindavík.
Ræktandi er Styrmir Jóhannsson og eigendur eru Styrmir Jóhannsson og Helga S. Halldórsdóttir.

03.07.2016 12:55

Landsmótið

Sæþór hækkaði sig í seinni dóm og var 11-12 efsti stóðhesturinn í 6. vetra flokki á landsmótinu.
Sæþór verður til afnota að Efri Brúnavöllum og má sjá upplýsingar hér:

30.06.2016 22:47

Landsmótið

Margir eru um fá úrslitasæti á landsmóti hestamanna, en þótt að við náðum ekki inn í úrslit voru fulltrúar Brimfaxa glæsilegir í forkeppninni.
0,59 munaði að Aldís Gestsdóttir kæmist í milliriðil í ungmennaflokki og 0,33 að Bubbi frá Þingholti kæmist í milliriðil í B-flokki gæðinga.
1. júlí fer fram yfirlitssýning stóðhesta, þar sem Sæþór frá Stafholti sem er í eigu og úr ræktun Palla og Mundu verður sýndur í seinni dóm, en hann er eins og er þrettándi efsti hestur eftir fyrri dóm.
Fyrirsætan hér að ofan er Bubbi frá Þingholti.

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 982848
Samtals gestir: 121112
Tölur uppfærðar: 24.1.2020 12:15:51