Sæl öllsömul
Beitarhólfið opnar á hádegi á föstudag 6. júní og byrjum við á að nota litla hólfið fyrir ofan reiðhöllina.
Allir verða að tilkynna Óla bónda hvað þeir eru með marga hesta í girðingunni.
Við þurfum að fara yfir girðingarnar og mætum því klukkan 20.00 fimtudag og hespum þessu af.
Kær kveðja.
Formaðurinn
Á 15. fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga þann 26. maí 2014 var ákveðið að fara að áskorun yfirdýralæknis um að banna notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppni. Ákvörðunin er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur og Þorvaldar Kristjánssonar sem sýnir að slík mél eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum. Mél teljast vera með tunguboga þegar hæðarmunur frá neðri kanti á endastykki upp í neðri kant á efsta hluta (miðhluta) mélanna er meiri en 0,5 sm. Öll mél með stöngum og/eða keðju teljast mél með vogarafli.
Á 14. fundi sínum ákvað stjórn LH að fá lögmann til að lesa lög sambandsins og í framhaldinu gera minnisblað um hvort stjórn væri heimilt að banna tungubogamél með vogarafli út frá lögum LH, FEIF, FEI og dýraverndarlögum. Aflað var álits Guðjóns Ármannssonar hrl. hjá LEX lögmannsstofu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórn LH væri heimilt að banna framangreindan búnað í íþrótta- og gæðingakeppni hér á landi á vegum LH og FEIF þar sem keppt væri eftir lögum og reglum umræddra samtaka.
Bann þetta tekur þegar gildi, eða frá og með 27. maí 2014. Stjórn LH mun leggja þessa niðurstöðu sína og þá nýjar upplýsingar ef fram eru komnar, fyrir landsþing LH sem haldið verður á Selfossi dagana 17. - 18. október 2014.
Stjórn LH
Reiðnámskeið verða haldin hjá Arctichestum í sumar. Námskeiðin standa í 5 daga í 2,5 klst í senn og verða námskeið bæði fyrir og eftir hádegi. Boðið verður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Á námskeiðnu fá börnin tækifæri til að umgangast og fræðast um hestinn og farið verður í skemmtilega reiðtúra. Námskeiðin eru í samstarfi við Hestamanna-félagið Brimfaxa og gerast börn sem sækja námskeiðin sjálfkrafa meðlimir í félaginu.
Einnig verðum við með vinsælu pollanámskeiðin sem að eru fyrir elstu leikskólakrakkana í fylgd með fullorðnum. Þessi námskeið eru fyrirhuguð seinni part dags.
Öll börn fá viðurkenningu og pylsuveislu í lok námskeiðs. Fyrstu námskeiðin hefjast þriðjudaginn 10. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Harðardóttir í síma 848 0143.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is