11.06.2014 08:00

Reiðnámskeið Brimfaxa

 

Reiðnámskeið Brimfaxa fyrir börn og fullorðna verður í 3 skipti eða 17. - 19. júní nk. og aftur 3 skipti í júlí fljótlega eftir landsmót en nánari dagsetningar og skráning verður auglýst þegar nær dregur.
 
Kennarinn verður Torunn Maria Hjelvik en hún er menntaður reiðkennari og hefur mikla reynslu af kennslu, þjálfun og sýningum.
 
Í boði verður tímar fyrir börn sem eru farin að stjórna sjálf hesti, unglinga/ungmennahópur og tímar fyrir fullorðna.
Kl. 17:00 - 17:50 Barnahópur.
18:00 - 18:50 unglinga/ungmennahópur.
19:00 - 21:00 fullorðnir
 
Raðað verður í tíma eftir skráningum, en æskilegt er að ekki séu fleiri en 4-5 börn saman í hóp og áætlað er að tveir verði saman í í 50 mín. tíma fyrir fullorðna.
Ef eru óskir um einkakennslu, þá má verða við því, einnig mega félagsmenn taka 25.mín. í einkakennslu.
Athugið að tímasetningar geta breyst, en það fer eftir fjölda skráninga.
 
Kennt verður í 3 skipti:
Þriðjud. 17 júní
Miðvikud. 18 júní
Fimmtud. 19 júní
 
Kennt verður í kennslugerðinu og á hringvellinum.
Hver og einn nemandi kemur með sinn eigin hest.
 
Verð pr. barn á allt námskeiðið (3 skipti) er 2000 kr.
Verð pr. fullorðin á allt námskeiðið (3 skipti og miðað við 2 í tíma eða 25 mín. í einkakennslu) er 10.500 kr.
 
Skráning er á netfangið [email protected] eða í síma 661-2046.
Skráningu lýkur föstudagskvöldið 13 júní.

 

09.06.2014 20:23

Kvennareið 12. júní

 
Kvennareið Brimfaxa verður farin fimmtudaginn 12. júní frá reiðhöllinni okkar. Lagt verður af stað kl 19:00 stundvíslega og ætlum við að fara uppí Selskóg stoppa þar fá okkur eitthvað snarl sem hver og ein tekur með sér. Svo verður haldið áfram hringinn kringum Þorbjörn. Engin skráning bara mæta með góða skapið. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Þemað í ár er... BLÓM!
Kveðja, kvennanefnd.

05.06.2014 09:36

Beitin

Sæl öllsömul
Beitarhólfið opnar á hádegi á föstudag 6. júní og byrjum við á að nota litla hólfið fyrir ofan reiðhöllina.
Allir verða að tilkynna Óla bónda hvað þeir eru með marga hesta í girðingunni.
Við þurfum að fara yfir girðingarnar og mætum því klukkan 20.00 fimtudag og hespum þessu af.
Kær kveðja.
Formaðurinn

30.05.2014 20:02

Farið ríðandi á kjörstað á morgun.



Kæru Brimfaxafélagar.
Við ætlum að fara ríðandi á kjörstað á morgun 31. maí eins og við höfum gert áður og ætlum að hittast rétt fyrir kl.13:00 við hesthúsið hjá Styrmi. Mætum tímalega.
Kv.
Formaðurinn.

30.05.2014 14:27

Úrslit úr Gæðingakeppni og úrtöku


 
Gæðingakeppni og úrtaka Mána og Brimfaxa var haldið á Mánagrund þann 29. maí.
 
Brimfaxi á 1. sæti í hvern flokk á landsmót hestmanna sem haldið verður á Hellu 30. júní - 6. júlí og mun Brimfaxi eiga landsmótsfulltrúa í B - flokki og unglingaflokki. Ekki er landsmótsæti í áhugamannaflokkum.
 
Landsmótsfarar eru:
 
B - flokkur
Stelpa frá Skáney og Ragnar Eðvarðsson
 
Unglingaflokkur
Gleði frá Firði og Aldís Gestsdóttir
 
Efstu keppendur fyrir Brimfaxa voru:
1. sæti B - flokk. Stelpa frá Skáney og Ragnar Eðvarðsson
1. sæti B - flokk áhugamanna. Ilmur frá Feti og Hilmar K. Larsen
1. sæti unglingaflokkur. Gleði frá Firði og Aldís Gestsdóttir
 
Sameiginleg úrslit urðu:
2. sæti í B-flokk áhugam. Ilmur frá Feti og Hilmar K. Larsen
4 sæti í unglingaflokki. Gleði frá Firði og Aldís Gestsdóttir
 
Öll úrslit frá keppninni má sjá hér: http://mani.is/?p=413
 
Gefandi verðlauna fyrir 1. sæti fyrir Brimfaxa er Einhamar ehf.
 
Brimfaxi þakkar Mána og öllum þeim sem komu að mótinu fyrir samstarfið.

29.05.2014 17:47

Aðsent

Á 15. fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga þann 26. maí 2014 var ákveðið að fara að áskorun yfirdýralæknis um að banna notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppni. Ákvörðunin er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur og Þorvaldar Kristjánssonar sem sýnir að slík mél eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum. Mél teljast vera með tunguboga þegar hæðarmunur frá neðri kanti á endastykki upp í neðri kant á efsta hluta (miðhluta) mélanna er meiri en 0,5 sm. Öll mél með stöngum og/eða keðju teljast mél með vogarafli.

Á 14. fundi sínum ákvað stjórn LH að fá lögmann til að lesa lög sambandsins og í framhaldinu gera minnisblað um hvort stjórn væri heimilt að banna tungubogamél með vogarafli út frá lögum LH, FEIF, FEI og dýraverndarlögum. Aflað var álits Guðjóns Ármannssonar hrl. hjá LEX lögmannsstofu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórn LH væri heimilt að banna framangreindan búnað í íþrótta- og gæðingakeppni hér á landi á vegum LH og FEIF þar sem keppt væri eftir lögum og reglum umræddra samtaka.

Bann þetta tekur þegar gildi, eða frá og með 27.  maí 2014. Stjórn LH mun leggja þessa niðurstöðu sína og þá nýjar upplýsingar ef fram eru komnar, fyrir landsþing LH sem haldið verður á Selfossi dagana 17. - 18. október 2014.

Stjórn LH

29.05.2014 09:01

TREC mótið

 
TREC mót fullorðinna var haldið 28. maí.
Mótið var í boði Arctic horses.
 
Úrslit urðu eftirfarandi.
 
Karlaflokkur:
1. Magnús Ásgeirsson
2. Hörður Sigurðsson
3. Ævar Ásgeirsson.
 
Kvennaflokkur:
1. Valgerður Valmundsd.
2. Jóhanna Harðardóttir
3. Guðveig S. Ólafsdóttir
4. Guðlaug B. Klemenzd.
5. Sunneva Ævarsdóttir.
 
Flottasta parið í hverfalit:
Guðveig S. Ólafsdóttir og
Valíant frá Helgadal.

27.05.2014 22:12

TREC mót fullorðinna

 
TREC mót Brimfaxa og Arctic horses verður haldið annað kvöld eða 28. maí kl. 20:00 í kennslugerðinu.
Keppt verður í karla og kvennaflokki.

Eingöngu skuldlausir félagsmenn eiga þáttökurétt.
Skráning á staðnum og 1000 kr. skráningargjald.

5. efstu sætin verðlaunuð.
Brimfaxi ætlar að þjófstarta sjómannahelginni með að veita verðlaun fyrir flottasta parið (knapi og hestur) sem mætir í hverfalitnum sínum. 
 

27.05.2014 13:44

Reiðnámskeið hjá Arctichestum

Reiðnámskeið verða haldin hjá Arctichestum í sumar. Námskeiðin standa í 5 daga í 2,5 klst í senn og verða námskeið bæði fyrir og eftir hádegi. Boðið verður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Á námskeiðnu fá börnin tækifæri til að umgangast og fræðast um hestinn og farið verður í skemmtilega reiðtúra. Námskeiðin eru í samstarfi við Hestamanna-félagið Brimfaxa og gerast börn sem sækja námskeiðin sjálfkrafa meðlimir í félaginu.

Einnig verðum við með vinsælu pollanámskeiðin sem að eru fyrir elstu leikskólakrakkana í fylgd með fullorðnum. Þessi námskeið eru fyrirhuguð seinni part dags.

Öll börn fá viðurkenningu og pylsuveislu í lok námskeiðs. Fyrstu námskeiðin hefjast þriðjudaginn 10. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Harðardóttir í síma 848 0143.

http://www.arctichorses.is/

26.05.2014 22:35

Gæðingakeppni og úrtaka / Skráning


Skráningu á gæðingakeppni og úrtöku Mána og Brimfaxa lýkur þriðjudaginn 27. maí kl. 18:00
Sjá nánar um mótið og skráningar hér:

26.05.2014 12:46

Aðsent: Bláalónsþrautin

Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun hjóla frá Hafnarfirði að Bláa Lóninu 7. júní nk. en þá mun verða Bláalónsþrautin á fjallahjóli.
Þeir leggja af stað frá Hafnarfirði kl. 16:00. Vinsamlegast athugið að það verður reiðhjólaumferð seinnipart dags á þessum degi á ákveðnum leiðum en nánari upplýsingar um leiðarlýsingu má lesa og sjá á þessu korti hér: http://www.bluelagoonchallenge.com/leidin.html

26.05.2014 12:40

Aðsent: FEIF Youth Cup auglýsir eftir hestum til leigu/láns

Ágæti hesteigandi,
 
Nú í sumar mun Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska hestsins, halda hér á landi æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14  - 17 ára. Mótið er haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11. - 20. júlí næstkomandi. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildarlöndum FEIF og er haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum. 
 
Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni.
 
Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur.
 
Með þessu bréfi viljum við athuga hvort þú búir svo vel að geta lánað/leigt okkur hest til að hafa á mótinu fyrir erlendu gestina okkar. Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 Evrur í leigu fyrir hestinn.
 
Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir. Keppt er í hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en að sjálfsögðu hjálpar það. 
 
Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið [email protected] með smá lýsingu á hestinum og ISnúmer hans fyrir 30. maí nk. Við munum svo hafa samband með frekari upplýsingum.
Einnig er hægt að hafa samband við nefndarmenn æskulýðsnefndar LH en nöfn þeirra eru á heimasíðu LH www.lhhestar.is undir Æskan. 
 
Með von um jákvæð viðbrögð.
 
Virðingarfyllst,
f.h æskulýðsnefndar LH
Helga B. Helgadóttir
formaður 
 

25.05.2014 22:53

TREC mót fullorðinna

TREC mót fullorðinna verður haldið miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 20:00 í kennslugerðinu.
Keppt verður í karla og kvennaflokki.

Eingöngu skuldlausir félagsmenn eiga þáttökurétt.
Skráning á staðnum og 1000 kr. skráningargjald.

5. efstu sætin verðlaunuð.
Brimfaxi ætlar að þjófstarta sjómannahelginni með að veita verðlaun fyrir flottasta parið (knapi og hestur) sem mætir í hverfalitnum sínum. 

Arctic horses er styrktaraðili mótsins.

25.05.2014 18:24

Úrslit frá töltmótinu

 
Töltmót Brimfaxa var haldið 25. maí 2014
 
Úrslit urðu eftirfarandi:
 
Karlaflokkur:
1. Ragnar Eðvarðsson
2. Ævar Ásgeirsson
3. Hilmar Knútsson
4. Jón Ásgeir Helgason
5. Helgi Einarsson
 
Kvennaflokkur:
1. Guðveig S. Ólafsdóttir
2. Valgerður Valmundsd.
3. Sunneva Ævarsdóttir
4. Bjarghildur Jónsdóttir
5. Guðlaug B. Klemenzd.
 
Barnaflokkur:
1. Askja Ísabel Þórsdóttir
2. Jakob Máni Jónsson
 
Ríðandi pollar:
Emilía Snærós Siggeirsd.
Lilja Rós Jónsdóttir
Magnús Máni Magnússon
 
Teymdir pollar:
Íris Mjöll Nóadóttir
Sindri Snær Magnússon
Snorri Stefánsson

24.05.2014 22:15

Myndir frá TREC mótinu

Myndir frá TREC mótinu eru komnar í myndaalbúmið. Við þökkum Nikólínu Jónsdóttir kærlega fyrir að taka myndirnar fyrir Brimfaxa.
Flettingar í dag: 852
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657528
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:43:33