Hrossaræktarsamtök Suðurlands
verða með fræðslu- og umræðufund um hrossarækt
mánudaginn 19. mars 2018 í Fáksheimilinu í Viðidal kl.20.00 -
22.30. Fundurinn er öllum opinn. Áhugasamir
um íslenska hrossarækt og hestamennsku eru hvattir til að mæta og ræða: Hvernig viljum við sjá framtíðarhestinn beita
sér?
Markmið með fundinum er að skapa umræður um mikilvægi þess að hafa rétta
líkamsbeitingu hests afdráttarlausari í ræktunarstarfinu en nú er.
Olil Amble, Svanhildur Hall og
Magnús Lárusson verða með stutta framsögu og fjalla um í líkamsbeitingu,
andlegt ástand og hreyfingar hests og samspil þessara þátta hver á annan. Í kjölfarið verða umræður.
Pálmi Þrastarson fékk hvatningarverðlaun Brimfaxa
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is