02.06.2016 10:14

Reiðnámskeið í sumar

Mánudaginn 6. júní byrja reiðnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem verða í allt sumar, nánar má sjá um námskeiðin hér í valstikunni hér að ofan "reiðnámskeið sumar 2016"
Brimfaxi heldur námskeiðin í samstarfi við Arctic horses og einnig er fyrirhuguð almenn reiðkennsla og keppnisnámskeið. Jóhanna gefur allar upplýsingar um námskeiðin í síma 848-0143.

31.05.2016 13:07

Úrtakan

Þrír frá Brimfaxa tóku þátt í úrtöku fyrir Landsmót hjá Mána sem haldið var sl. helgi.
Þeir sem eiga sæti á Landsmót eru:
B - flokkur: Bubbi frá Þingholti - Rúrik Hreinsson
Ungmennaflokkur: Aldís Gestsdóttir - Gleði frá Firði
Unglingaflokkur: Sylvía Sól Magnúsdóttir - Stelpa frá Skáney

27.05.2016 22:15

Dagskrá og ráslistar úrtökumóts

Dagskrá og ráslista fyrir Hestaþing Mána og úrtöku sunnudaginn 29. maí, má finna á heimasíðu Mána.
Sjá hér: MÁNI

25.05.2016 21:34

Hestaferð 2016

Kynningarfundur vegna hestaferðar Brimfaxa 8 - 11 júlí verður haldinn þriðjudaginn 31 maí í reiðhöllinni kl. 20:00. Allir velkomnir.
Ennþá laust fyrir nokkra í viðbót.
Kveðja, ferðanefnd.

24.05.2016 13:18

Félagar á mótum

Brimfaxi átti nokkra fulltrúa á mótum sem fóru fram um sl. helgi.
Aldís Gestsdóttir og Ketill frá Selfossi urðu í 4. sæti í ungmennaflokki í gæðingaskeiði á íþróttamóti Sleipnis.
Á Íþróttamóti Sóta urðu Valgerður S. Valmunds. og Fenja frá Holtsmúla 1 í 4. sæti í 2. flokki í tölti T3 og Sylvía Sól Magnúsdóttir og Gjöf frá Hofsstöðum urðu í 4. sæti í unglingaflokki í fjórgangi V2. Sylvía var einnig með Stelpu frá Skáney í úrslitum en valdi Gjöf í úrslitin.
Sylvía Sól og Stelpa frá Skáney urðu svo í 2. sæti  í unglingaflokki í tölti T3 með einkunina 6,72.

23.05.2016 22:54

Beitarhólf

Á morgun, þriðjudaginn 24 maí ætlum við að bera á beitarhólfið undir félagsbeitina. Það er meiningin að byrja kl. 19:00 og biðjum við félagsmenn að mæta með fötur undir áburð. Það er ekki nema gustukaverk ef að mætingin er þokkaleg og svo er þetta góð líkamsrækt og bara gaman.
Kær kveðja, formaðurinn.

23.05.2016 09:45

Úrslit frá töltmótinu

Pollar teymdir
Albert
Íris Mjöll
Nadía Líf
Ísold
Sigurður Ari
Snorri Stefáns.

Pollar
Emilía Snærós
Lilja Rós
Sindri Snær
Þórey Tea

Barnaflokkur
1. Magnús Máni Magnússon - Gosi frá Borgarnesi
2. Enika Máney Valgeirsdóttir - Vala frá Kastalabrekku

Unglingaflokkur
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir - Gjöf frá Hofsstöðum
2. Jakob Máni Jónsson - Dagur frá Miðkoti

Kvennaflokkur
1. Valgerður S. Valmundsd. - Fenja frá Holtmsúla 1
2. Særós Stefánsdóttir - Kraftur frá Þorlákshöfn
3. Sunneva Ævarsdóttir - Karmur frá Kanastöðum
4. Guðmunda Kristjánsd. - Fáinn frá Langholtsparti
5. Guðveig S. Ólafsdóttir - Valíant frá Helgadal

Karlaflokkur
1. Ragnar Eðvarðsson - Sikill frá Stafholti
2. Rúrik Hreinsson - Bubbi frá Þingholti
3. Stefán Þ. Kristjánsson - Óskar frá Þorlákshöfn
4. Ævar Ásgeirsson - Reynir frá Mörðufelli
5. Kári Ölversson - Arif frá Ísólfsskála

21.05.2016 18:48

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir Landsmót fer fram á Mánagrund 28. og 29. maí.
Brimfaxi á 2 sæti í hverjum flokk á Landsmót.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
Barnaflokk, unglingaflokk, ungmennaflokk, A-flokk og B-flokk.
Skráningar gjaldið er 5000 kr. í alla flokka.
Boðið verður upp á aðra umferð vegna úrtöku og kostar hún 5000 kr. fyrir hvern hest.
Skráning er hafin hjá Valgerði í síma 661-2046 og stendur til miðnættis 24. maí.

17.05.2016 22:25

Töltkennsla á morgun!

Anna Björk reiðkennari ætlar að koma á morgunn miðvikudaginn 18.maí klukkan 19:00 og fara með þeim sem hafa áhuga yfir töltprógrammið fyrir mótið. Kennslan er einstaklingsmiðuð og áætlað ca. 10.mín á hvern keppanda. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta er bent á að hringja í Jóhönnu í síma 848-0143 eftir kl. 12:00 á morgunn og fá tíma.
Hver kennsla kostar 500. kr.
A.T.H að höllin er lokuð á meðan kennslu stendur.

17.05.2016 17:28

Óvissuferðinni frestað

Óvissuferð æskulýðsdeildar sem átti að vera nk. föstudag verður frestað vegna töltmótsins.
Ferðin verður auglýst síðar.
Kv. æskulýðsdeild.

16.05.2016 22:50

Æfingar í reiðhöllinni

Reiðhöllin er opin fyrir keppendur til æfinga fyrir töltmótið frá kl. 18 - 21 þriðjud. miðvikud. og fimmtudag.
Kv. mótanefnd.

13.05.2016 13:44

Töltmót 2016

Töltmót Brimfaxa verður haldið föstudaginn 20. maí og hefst kl. 18:00

Keppt verður í tölti (T7) í þessari röð:
Pollaflokk (teymdir og sýna sjálf) barnaflokk, unglingaflokk, ungmennaflokk, kvennaflokk og karlaflokk.
Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í öllum flokkum nema í pollalfokkum en þar fá allir verðlaun.
Þáttökugjald er 1500 kr. í kvenna- og karlaflokk en frítt í yngri flokka.

Nauðsynlegt er að skrá á mótið en Raggi tekur við skráningum í síma 699-8228 og síðasti skráningardagur er mánudagskvöldið 16. maí.

Kveðja, mótanefnd.

08.05.2016 11:22

Heimsókn á Álftanesið

Kæru félagar.
Laugardaginn 14. maí ætlum við Brimfaxafélagar að sækja Sótafélaga heim á Álftanesið.
Það þarf aðeins einn til reiðar og þurfum við að sameinast um kerrur svo allir komist með sem hafa áhuga.
Það þarf að láta Jóhönnu Harðar vita í síma 848-0143 í tæka tíð svo að Sótamenn viti hvað margir mæta.
Við leggjum af stað kl. 12:00 á hádegi.
Kveðja, ferðanefndin.

06.05.2016 13:28

Amazing race keppnin

Jakob Máni og Lilja Rós sigruðu Amazing race, en þau voru bláa liðið í keppninni og liðin þurftu m.a. að fá myndir af sér af sér með formanni Brimfaxa, með blómi, með hestamanni, bláum bíl o.s.frv. Einnig þurftu þau m.a. að redda sér kartöflum, wc pappír, bleyju, sprittkerti, ristuðu brauði og versla 4 hluti fyrir 400 kr. í Nettó.

04.05.2016 17:02

Íþróttamót Mána

Valgerður S. Valmundsdóttir var í 1. sæti í A-úrslitum í tölti T7 2 flokk á Fenju frá Holtsmúla 1 á opna íþróttamóti Mána sem haldið var á Mánagrund um sl. helgi.

Flettingar í dag: 834
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657510
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:21:37