
Skráning er hafin á sumarnámskeið Arctic Horses. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við hestamannafélagið Brimfaxa og eru sem fyrr 5 dagar í senn í 2,5 klst. hvert skipti (nema annað sé tekið fram).
Krakkarnir mæta klæddir eftir veðri og með nesti í bakpoka nema síðasta daginn, þá verður boðið uppá grillaðar pylsur og djús.
Ef ekki næst næg þátttaka verður námskeiðið fellt niður í þeirri viku og ef eftirspurn er mikil reynum við að bæta við fleiri námskeiðum.
Dagsetning Tímasetning Námskeið Verð
18.-21. júní 10:00 - 12:30 Byrjendur 12.000 kr. (4 dagar)
24.-28. júní 10:00 - 12:30 Lengra komnir 15.000 kr.
1.-5. júlí 12:00 - 14:30 Byrjendur 15.000 kr.
8.-12. júlí 10:00 - 12:30 Lengra komnir 15.000 kr.
22.-26. júlí 10:00 - 12:30 Byrjendur 15.000 kr.
29. júlí - 2. ágúst 12:00 - 14:30 Lengra komnir 15.000 kr.
12.-16. ágúst 12:00 - 14:30 Byrjendur 15.000 kr.
19.-23. ágúst 13:00 - 15:30 Lengra komnir 15.000 kr.
26.-30. ágúst 15:00 - 17:00 Lengra komnir 12.000 kr. ( 2 klst skiptið)
Hlökkum til að sjá ykkur
Jóhanna, Sylvía Sól og Magnús Máni