08.07.2019 22:06

Sylvía Sól Íslandsmeistari



Sylvía Sól Magnúsdóttir og Reina frá Hestabrekku urðu Íslandsmeistarar í tölti t1 ungmenna nú um helgina en bæði knapinn og hesturinn eru  úr Grindavík en það er Ragnar Eðvarðsson sem er ræktandi hrossins.

Þær hlutu einkunina 7.56 en þær unnu sig upp úr B-úrslitum með einkunina 7,17  

Þær hafa verið að gera frábæra hluti á keppnisvellinum saman í Tölti og fjórgangi ungmenna og oftast verið í verðlaunasætum.

Við óskum þeim Sylvíu Sól og Reinu innilega til hamingju með glæsilegan árangur! 


Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 336047
Samtals gestir: 32367
Tölur uppfærðar: 1.10.2023 07:42:14