
Lilja Rós og Svanþór Rafn fengu hvatningarverðlaun Grindavíkur
Lilja Rós Jónsdóttir hlaut hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir. Umsögn þjálfara hennar er svohljóðandi:
- Lilja Rós er framúrskarandi knapi sem á ungum aldri er þegar farin að starfa við tamningar og þjálfun. Lilja Rós sækir alla viðburði og námskeið hjá félaginu og er alltaf til fyrirmyndar.
Svanþór Rafn Róbertsson hlaut hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir. Umsögn þjálfara hans er svohljóðandi:
- Svanþór Rafn á framtíðina fyrir sér með áhuga og metnað sem hann sýnir á öllum námskeiðum og viðburðum hjá félaginu. Svanþór er ætíð hjálpsamur, jákvæður og kurteis.