19.12.2019 22:07

Askja Ísabel í hæfileikamótun LH


Askja Ísabel Þórsdóttir hefur verið valin í hæfileikamótun LH sem er fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára. Hæfileikamótun LH er undirbúningur fyrir U-21 árs landslið en UMFÍ sýnum karakter verkefnið er haft til hliðsjónar við störf knapana.
Askja Ísabel er margfaldur Danmerkur meistari í barna- og unglingaflokki og hún keppti fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramótinu í hestaíþróttum 2018 í unglingaflokki þar sem hún varð í 4. sæti í fimmgangi og 5. sæti í gæðingaskeiði. 
Askja Ísabel er yngst allra knapa sem keppt hefur á Ístölti. 
Myndir af henni má finna í myndaalbúminu.
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 335946
Samtals gestir: 32362
Tölur uppfærðar: 1.10.2023 06:14:05