14.09.2018 21:52

Hestar eru ekki gæludýr

Að gefnu tilefni vill Hestamannafélagið Brimfaxi koma þeim skilaboðum áleiðis til Grindvíkinga, að hestar í gerðum og innan girðinga hér í grennd við þéttbýlið í bænum eru ekki gæludýr fyrir ókunnuga og vilja hestaeigendur í Grindavík biðla til bæjarbúa og gesta að gefa hestunum ekki að borða án leyfis.

Helga Gunnarsdóttir dýralæknir skrifaði eftirfarandi pistil á síðu sína í sumar sem við fengum leyfi til að deila hér áfram:

"Sem dýralæknir hesta vil ég benda á að hestar á beit innan bæjarmarka og já auðvitað allsstaðar eru ekki gæludýr fyrir ókunnuga til að klappa eða gefa brauð. Jafnvel þó hestarnir séu gæfir. Brauðát er alls ekki gott fyrir þá, sérstaklega ef magnið er óljóst og frá mörgum. Auk þess er alls ekki leyfilegt að henda garðaúrgang inn í beitarhólf hjá hestum. Þetta getur valdið alvarlegum veikindum hjá hrossum. Einnig er alltaf ófyrirsjáanleg slysahætta fyrir hendi þegar verið er að sniglast í kringum hross sem fólk þekkir ekki og er jafnvel allsendis óvant hestum yfir höfuð. 

Vinsamlegast deilið. Þetta er vaxandi vandamál með oft á tíðum alvarlegum afleiðingum."

Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 336100
Samtals gestir: 32369
Tölur uppfærðar: 1.10.2023 08:03:41