08.04.2018 23:04

Vetrarleikar 3 - Þrígangur

Vetrarleikar 3 - Þrígangur á Sóta velli-Sunnudaginn 15 april kl. 14:00

Keppnin fer þannig fram að hver keppandi ríður 2 hringi og sýnir 3 gangtegundir á langhlið. 
Sýna má hvaða gangtegundir sem er, ath að tölt telst sem ein gangtegund.
Gefin verður einkunn eftir hverja gangtegund þannig að fjórða langhliðin er upplögð til að reyna að fá hærri tölu. 
Ekki verða riðin úrslit. Hæstu einkunnir gilda til sigurs.  
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: 
 Polllar (teymdir og ríðandi-einn gangur-allir fá verðlaun) Frítt
 Börn 10-13 ára  (1.000.- ) 
 Unglingar 14-17 ára  (1.000.- ) 
 Ungmenni 18-21 árs  (1.500.- )
 Konur 22-99 ára  (2.000.- )
 Karlar 22-99 ára  (2.000.- )
 Opinn flokkur -  vanir keppnis (2.000.- ) 
Knapar mega skrá eins marga hesta og þeir vilja, hver keppandi má bara keppa í einum flokki.
Skráning fer fram í nýjum Sport-Feng-ath að einkunnir fara ekki í WF!  (Við erum bara að prufukeyra nýja kerfið).  Skráningu lýkur fimmtudaginn 12.april kl. 22:00 Kvittun sendist á hestamannafelagidsoti@gmail.com
Kaffisala á staðnum.
 
Skemmtum okkur saman á síðustu vetrarleikunum!   
Við ætlum að hafa gleðina og gamanið í fyrirrúmi.  
Allir með!  
 

Flettingar í dag: 852
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657528
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 10:43:33