17.12.2017 15:06

Reiðnámskeið í vetur

 
Súsanna Sand Ólafsdóttir reiðkennari mun koma og kenna í vetur.
Súsanna er reiðkennari frá Hólum, gæðinga- og íþróttadómari og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu.
 
Í boði eru helgarnámskeið (laugardagur og sunnudagur). Námskeiðin verða bæði einstaklings- og hópmiðuð.
Kennsla byrjar ca. 09:00 og verður fram eftir degi. Hver tími 40-45 mín. 
 
Kennt verður í 10 skipti:
13-14 janúar, 3-4 febrúar, 24-25 febrúar,  sunnud.11 mars og 7-8 apríl.
(Það verður bætt inn einum öðrum sunnudegi, dagsetning auglýst síðar)
 
Verð pr. fullorðin í einstaklingstíma er 16.000 kr. helgin.
Verð fyrir börn í hóptima að 16 ára aldri er 6000 kr. allt námskeiðið.
Verð fyrir unglinga og ungmenni í hóptíma er 10.000 kr. allt námskeiðið.
 
Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Valgerði í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected]
Skráningu lýkur 22 des. 2017.
Flettingar í dag: 493
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 513
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 476349
Samtals gestir: 48703
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:36:13