04.11.2017 21:47

Aðsent

Góðan dag,
 
Í ljósi frétta um kynferðislegt ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar vill ÍSÍ benda á bækling sem gefinn var út Í árslok 2013. Bæklingurinn er um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum og er byggður á bæklingi sem gefinn var út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Danmerkur en staðfærður þannig að hann passaði inn í aðstæður íþróttahreyfingarinnar hér á landi og samræmdist íslenskri löggjöf. Fjöldi sérfræðinga veitti aðstoð við útgáfu bæklingsins.
 
Markmið með útgáfu bæklingsins var að:
·         Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum
·         Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi
·         Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun
·         Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn.
Vert er að benda á að í lögum ÍSÍ frá 2013 kemur fram að óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og sem launþegar. Á heimasíðu ÍSÍ er skjal sem íþróttafélög geta nýtt við mannaráðningar, en þar veitir sá sem ráða á til starfa  samþykki um uppflettingu í sakaskrá. Skjalið er hugsað sem sýnishorn og er félögum og öðrum sem þess óska leyfilegt að gera það að sínu. Skjalið er að finna  http://isi.is/fraedsla/forvarnir/samthykki-um-uppflettingu-i-sakarskra/  . Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ http://isi.is/library/Skrar/throunar--og-fraedslusvid/Fraedslubaeklingar/kynferðislegt%20ofbeldi%20í%20íþróttum.pdf en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu og fá hann sendan í prentaðri útgáfu.
Norska íþróttasambandið hefur látið útbúa stutt myndbönd sem eru leiðbeinandi fyrir þjálfara og eru með enskum texta, þau má finna á slóðinni https://www.idrettsforbundet.no/english/the-role-of-the-coach/
Rétt er að benda á að ef málefni af þessum toga kemur upp, ber að tilkynna það annað hvort til lögreglu í síma 112 eða til barnaverndaryfirvalda. 
 
Kær kveðja
Ragnhildur Skúladóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands / The National Olympic and Sports Association of Iceland
Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 334274
Samtals gestir: 31746
Tölur uppfærðar: 25.9.2023 18:42:06