25.10.2017 10:33

LH

Síðastliðinn laugardag þann 14.október stóð Landssamband hestamannafélaga fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum í Menntaskóla Borgarfjarðar Borganesi.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
 
1. Að reiðvegafé verði að lágmarki tvöfaldað frá því sem nú er og fylgi verðlagsþróunum.
2. Að reiðvegir verði skilgreindir í umferðarlögum og að réttarstaða ríðandi umferðar verði tryggð.
3. Að veghald reiðvega verði hjá ríki og sveitarfélögum.
4. Að tryggja öryggi ríðandi umferðar gagnvart annarri umferð.
5.  Að reynt verði með öllum ráðum að hafa ríðandi umferð eins fjarri akandi og hjólandi umferð eins og kostur er
6. Að ekki verði þrengt frekar að reiðleiðum á hálendinu en orðið er.
7. Að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrki reiðvegagerð og aðstöðu í tengslum við hestatengda ferðaþjónustu.
 
Auk þess var settur saman starfshópur til að fylgja ályktuninni eftir.
Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 334244
Samtals gestir: 31746
Tölur uppfærðar: 25.9.2023 18:20:33