Skemmtimót Sóta og Brimfaxa verður í reiðhöll Brimfaxa föstudaginn 7. apríl kl. 19:00
Keppt verður í Smala í einum flokki - 16. ára og eldri.
Skráning er opin á Sportfeng og skráningu lýkur föstudaginn 7 apríl kl. 18:00 og velja þarf Brimfaxa sem mótshaldara.
Skráningargjöld:
16 - 21 árs - 500 kr.
Eldri - 1000 kr.
Eftir mót verður boðið upp á grillaðar pylsur og slegið á létta strengi.
Vonandi sjáum við sem flesta hvort sem þeir koma til að keppa eða til að hvetja.
Kveðja, Mótanefnd.