Þriðju og síðustu vetrarleikar Sóta og Brimfaxa fara fram n.k. laugardag, 1. apríl á vallarsvæði Sóta á Álftanesi. Mótið hefst kl. 14:00
Keppt verður í Tölti T7 og T3
T7 - Hægt tölt, snúið við og fegurðartölt á frjálsum hraða
T3 - Hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt.
T7 - Allir keppendur í hverjum flokki inni á vellinum í einu. Dómarar raða í sæti.
Flokkar: Pollar, börn, unglingar, ungmenni, karlar, konur, heldri menn og konur.
Kaffihlé.
Veitingar seldar í félagshúsi Sóta. Athugið að eingöngu er hægt að greiða með peningum.
T3 - Þrír keppendur inni á vellinum í einu. Dómarar raða í sæti.
Flokkar: Börn, unglingar, ungmenni, karlar, konur, heldri menn og konur.
Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending í félagshúsi Sóta þar sem stigahæstu einstaklingar vetrarleikanna fá viðurkenningu.
Skráning fer fram á sportfeng og líkur henni á miðnætti fimmtudaginn 30. mars.
Skráningargjöld:
Frítt fyrir polla.
Börn, unglingar og ungmenni - 1000. kr. hver skráning
Karlar, konur, heldri menn og konur -1500 kr. hver skráning
Hlökkum til að sjá ykkur öll í veðurblíðunni á Álftanesi. Koma svo! Allir með!