Elín Huld Kjartansdóttir er útskrifuð sem sjúkraþjálfari fyrir hesta í Danmörku. Í náminu var m.a kennt nudd, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð, rétta liði, 27.mars til 1. apríl n.k. verður hún á Íslandi og verður í Grindavík fimmtudaginn 30.mars Tíminn kostar 6000 kr. Hesturinn þinn gæti haft gagn af nuddi ef:
-þér finnst hesturinn skakkur
-hesturinn þinn hefur orðið fyrir skaða; t.d fengið spark
-slasast við þjálfun eða hefur verið vitlaust þjálfaður
-hesturinn er mikið missterkur í frumtamningu og/eða eftir mikla þjálfun
-hesturinn sækir í að skekkja sig
-hestur hefur fest i girðingu eða einfaldlega dekur og tékk fyrir sumarið :)
Meðferðin fer fram þannig að hesturinn er skoðaður á hreyfingu, vöðvar þreifaðir og athugað hvort að liðir séu læstir/takmarkaða hreyfigetu. Unnið er með hestin eftir því hvað hentar best fyrir hann og eigandi fær upplýsingar hvað hann getur gert fyrir hestinn i framhaldi af því.
Skilyrði:
-hesturinn verður að vera eldri en 3 vetra
-æskilegt er að hestur hafi frí 24 klst eftir nudd
-Ekki er mælt með að leggja óvenjumikið álag á hest stuttu eftir nudd
Hægt er að panta tíma eða fá Nánari upplýsingar um meðferðina í skilaboðum hjá Elínu á netfangið [email protected] eða hjá Katrínu í síma 848-8226 eða á netfangið [email protected]
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is