28.02.2017 12:42

Vetrarleikar 2 - Þrígangur

Vetrarleikar 2 - Þrígangur Sóta og Brimfaxa verða haldnir á velli Sóta á Álftanesi n.k. laugardag, 4 mars (vonandi í dásamlegu vetrarveðri!)

Mótið hefst kl. 14 og verður keppt í þrígangi. Keppt verður á beinni braut (þ.e.a.s. norðanmegin) og fer hver keppandi 4 ferðir. Sýna skal 3 gangtegundir (tölt telst ein gangtegund) og mun dómari gefa einkunn fyrir hverja ferð. Enginn úrslit verða riðin og hæstu einkunnir gilda til sigurs. Einn flokkur er inná vellinum í einu... og bíða hinir á skammhlið.

Dagskra verður þannig:
Pollar teymdir (2 ferðir)
Pollar ríðandi (2 ferðir - 2 gangtegundir)
Börn
Unglingar
Ungmeni

- Kaffihlé -

Konur
Karlar
Heldri menn og konur (50+)

Skráning er hafin á Sport-Feng og lýkur á miðnætti á föstudagskvöld.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát - ath að þetta eru vetrarLEIKAR og mót fyrir alla. (tölur er t.d. ekki birtar í WF.....) . Athugið að hver keppandi getur keppt á fleirum en einum hesti en hver hestur getur bara keppt í einu flokki (á ekki við um pollaflokk)

Kveðja
Mótanefnd

Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 336100
Samtals gestir: 32369
Tölur uppfærðar: 1.10.2023 08:03:41