17.12.2016 21:58

Reiðvegir

Reiðveganefnd Brimfaxa vinnur góðum höndum að bæta íþróttaaðstöðu hestamanna og nýlega samþykkti Grindavíkurbær framkvæmdaleyfi á gerð reiðvegar meðfram Suðurstrandarvegi og einnig hefur reiðveganefnd LH gefið út nýtt kort af reiðvegum í Grindavík.
Grunnur að allri íþróttaiðkun er góð og örugg aðstaða og hestaíþróttamenn í sérstöðu gagnvart öryggi þar sem hestar eru lifandi verur sem eru jafnframt flóttadýr.

Undirlag er mjög mikilvægt og hestamenn eru beðnir um að taka grjót af reiðvegum svo ekki sé hætta á að hestar verði fyrir hófmari eða geta hnotið um og dottið. 
Einnig eru hestamenn beðnir um að taka ef þeir hafa tækifæri á drasl sem er meðfram vegum eða láta vita af drasli, grjóti eða holu svo hægt verði að fjarlægja eða búa betur um.

Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 334304
Samtals gestir: 31746
Tölur uppfærðar: 25.9.2023 19:03:07