HESTAMANNAFÉLAGIÐ SKUGGI HELDUR ÍSLANDSMÓT YNGRI FLOKKA Í BORGARNESI DAGANA 14. - 17. JÚLÍ 2016
Mótsnefndin mun kappkosta að mótið verði hið glæsilegasta og fari fram við bestu aðstæður sem svæðið býður upp á. Boðið verður upp á hesthúspláss og hey, eins verður seldur spænir á svæðinu.
KEPPNISGREINAR OG FLOKKAR
Skráningarfrestur er til miðnættis 5. júlí en opið er fyrir skráningu frá 22. júní.
Skráningar fara fram í gegn um Sportfeng og er Skuggi valinn sem mótshaldari í upphafi skráningarferils og velja síðan Íslandsmót yngri flokka.
Skráningargjald í öllum flokkum og greinum er kr. 5.000.- og er einungis hægt að greiða með millifærslu. Senda þarf kvittun
á netfangið [email protected]
Tjaldsvæði verður frátekið fyrir keppendur þar sem hægt verður að tengjast rafmagni. Í Borgarnesi er í boði fjölbreytt úrval afþreyingar fyrir alla fjölskylduna og eins verða kvöldvökur fyrir keppendur á svæðinu þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þessa daga sem mótið stendur.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is