23.04.2016 21:28

Heimsókn Sörlafélaga

Á sumardaginn fyrsta komu Sörlafélagar í heimsókn til okkar úr Hafnarfirði til að ríða út með okkur Brimfaxafélögum. Við gerðum átak í höllinni svo að við gætum tekið á móti þeim þar uppfrá með kaffi, kökum og grilluðum pylsum.
Reiðtúrinn var farinn í dásamlegu veðri frá reiðhöllinni og sem leið lá hringinn um Þorbjörn þar sem hestar og menn fengu að kynnast öllum gerðum af reiðgötum. Þetta mæltist vel fyrir hjá gestum enda mikil tilbreyting frá hefðbundnum reiðgötum þeirra Sörlamanna og ekki spillti landslagið enda rómað í bak og fyrir af gestunum. Glöggt er gests augað.
Svo enduðum við þennan reiðtúr í höllinni þar sem við gerðum vel við gesti okkar með veitingum og sýndum þeim höllina okkar. Við Brimfaxafélagar þökkum Sörlamönnum kærlega fyrir að sýna okkur þá virðingu að sækja okkur heim, treysta vinaböndin og kynnast Grindvískum reiðgötum og landslagi.
Myndir sem Guðlaug Björk tók eru komnar í myndaalbúmið.
Kær kveðja
Formaðurinn.

Flettingar í dag: 2588
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 3692
Gestir í gær: 280
Samtals flettingar: 551783
Samtals gestir: 59054
Tölur uppfærðar: 22.6.2024 23:41:15