Kæru Brimfaxafélagar.
Þann 17. október 2015 urðu þau tímamót í sögu félagsins að skrifað var undir samning við Grindavíkurbæ um eflingu hestaíþróttarinnar í Grindavík.
Samningi þessum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Grindavík og Hestamannafélagsins Brimfaxa og tryggja öflugt íþrótta og félagsstarf í Grindavíkurbæ samkvæmt íþróttastefnu Grindavíkur. Er samningnum ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Brimfaxa.
Einnig mun Grindavíkurbær gera okkur kleift að reka höllina þannig að hún verði ekki baggi á félaginu eða myllusteinn um háls þeirra sem um stjórnartaumana halda hverju sinni. Það er von okkar sem stóðum að þessum samning fyrir hönd félagsins að þetta verði upphaf gróskumikillar félagsstarfssemi og stuðli að fjölgun í íþróttinni.
Núna verðum við að leggja hart að okkur við að vinna í höllinni til að geta notið hennar til fulls þegar þar að kemur, og munið að allir geta lagt hönd á plóginn, það verða allir að geta sagt að þeir eigi svo og svo mikið í höllinni.
Kær kveðja
Stjórnin.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is