Kæru Grindvíkingar og aðrir góðir gestir. Verið velkomin við formlega opnun á nýrri Íþróttamiðstöð Grindavíkur við Austurveg, laugardaginn 17. október n.k. kl. 15:00.
Dagskrá:
Formleg vígsla kl. 15:00 á nýja sviðinu fyrir utan aðalinnganginn (ef veður leyfir).
Íþróttamannvirkið til sýnis
Boccia eldri borgara í litla sal/anddyri, júdóæfing í Gjánni, aðstoð í tækjasal hjá Gymheilsu, Kvenfélagið með veislu í Gjánni (grillaðar pylsur og tertur), skriðsundskeppni sunddeildar UMFG, skákborð í móttökusal fyrir gesti, fótboltaboltavídeó með Grindavíkurliðunum rúllar á sjónvarpsskjá í anddyri.
Grindavík-Valur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta kl. 16:30 í íþróttahúsinu. Ókeypis aðgangur.
Í hálfleik: Skrifað undir samninga við UMFG, Golfklúbb Grindavíkur, Hestamannafélagið Brimfaxa og Kvenfélag Grindavíkur.
Sundlaug opin til kl. 17:00. Ókeypis í sund.
http://grindavik.is
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is