01.03.2015 12:55

Hestaferð í sumar

Ágætu Brimfaxafélagar.

Ferðanefndin hefur skipulagt hestaferð í sumar dagana 26/6 til 29/6. Hugmyndin er að byrja í Hvítárdal í Hrunamannahreppi og fara þaðan um Brúarhlöð, með Hvítá að vestanverðu um Brattholt og Gullfoss og síðan með Kjalvegi í Fremstaver 20-25km.
Dagur 2 Fremstaver Svínárnes farinn Bláfellsháls norður fyrir Hvíárbrú svo austur fyrir Jökulfall og í Svínárnes þetta er lengsta dagleiðin sennilega hátt í 30km.
Dagur 3 Svínárnes Helgaskáli þetta er þægileg dagleið bæði farin reiðgata og gömul trússbraut sennilega innan við 20 km.
Dagur 4 Helgaskáli Mástunga þetta er skemmtileg leið farið niður með Stórulaxárgljúfri að vestan niður á eyðibýlið Hrunakrók þar austur yfir Stórulaxá og veiðveginn í Mástungu 20-30km.

Reynt var að velja leiðir þannig að dagleiðir yrðu ekki mjög langar.
Hámarksfjöldi er um 20 manns.
Þeir félagar sem hafa ætla að fara eru beðnir að skrá sig hjá ferðanefnd fyrir 1 maí.

Skráningargjald er 5000 kr. fyrir manninn sem rennur svo upp í kosnað þegar gert verður upp. Þetta er ferð sem flestir eitthvað vanir reiðmenn ættu að geta farið svo er ekkert mál að fara í bíl einhverja áfanga ef fólk vill. Mælt er með að þeir sem vilja ríða alla áfanga hafi a.m.k. 3 fullgerða hesta. Stefnt verður að því að hafa matarinnkaup og matseld með svipuðu sniði og í síðustu ferð og reynum endilega að hafa eins gaman.

Fyrir þá sem una hestinum er fátt betra en ferðalag á hestum með góðu fólki. Ef eru spurningar er best að hafa samband við Ævar í síma 892-7094.

Með kveðju ferðanefndin.
Flettingar í dag: 1101
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 594124
Samtals gestir: 62901
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 21:05:35