Föstudagskvöldið 16. janúar n.k. kl. 20:00 mun Anita Margrét Aradóttir Mongólíukappreiðarkona koma í heimsókn til okkar í Brimfaxa til þess að segja okkur frá því einstaka ævintýri sínu þegar hún fór 1.000 kílómetra út fyrir þægindarammann á mongólskum hestum í Mongol Derby kappreiðinni. Sú keppni er ein sú erfiðasta og hættulegasta í heimi skv. heimildum Guinnes. Aníta var valin kona ársins af ritstjórn Nýs lífs árið 2014 vegna afreka sinna. Hún mun leiða okkur í sannleikann um það hvað þarf til að taka slíkt ævintýri á hendur.
Aníta Margrét hefur gefið út bók um ævintýrið sem hún mun bjóða áhugasömum til sölu á staðnum og árita.
Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir áhugasamir velkomnir á fyrirlesturinn í húsi
Verkalýðsfélags Grindavíkur, Víkurbraut 46, þann 16. janúar nk. kl. 20:00
Fyrirlesturinn höfðar jafnt til fullorðinna sem barna.
Hestamannafélagið Brimfaxi og Kvennadeild Brimfaxa.