Föstudaginn 21 nóv. frá kl. 17:30 - 19:30 ætlum við í æskulýðsdeildinni að hittast og gera jólakort sem verða send til styrktaraðilana okkar.
Við verðum með arkir og umslög en gott væri að þeir krakkar sem geta, myndu koma með liti og eitthvað annað sem væri hægt að nota til að gera kortin. Ef einhver getur ekki komið með liti og fl. þá verðum við með ritföng sem hægt er að nota og skiptast á.
Það verður jólastemning hjá okkur með jólalögum, piparkökum og fleira.
Staðsetning verður auglýst þegar nær dregur.
Kveðja,
Æskulýðsnefnd.