27.10.2014 13:25

Íþróttamaður Brimfaxa

Í fyrsta sinn nú í ár var íþróttamaður Brimfaxa valinn og voru verðlaunin afhent á aðalfundi félagsins þann 22. október. Í þetta sinn voru 2 stúlkur úr unglingaflokki valdar, þær Aldís Gestsdóttir og Sylvía Sól Magnúsdóttir. Þær hafa kept á allnokkrum opnum mótum fyrir Brimfaxa á árinu í fjórgangi og tölti. Með dugnaði og metnaði hafa þær farið vaxandi með hverju móti og verið félagi sínu til sóma og fyrirmyndar.

Verðlaunin voru glæsilegir áritaðir glerplattar og verslunin Hestar og menn gáfu höfuðleður, nasamúl og buff.

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 335946
Samtals gestir: 32362
Tölur uppfærðar: 1.10.2023 06:14:05